Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Norrænir og aðrir evrópskir bændur bera saman bækur sínar: Heilbrigði og velferð búfjár í brennidepli Heilbrigði og velferð búfjár er meðal mikilvægra mála sem varða landbúnaðinn. Þetta við- fangsefni eiga bændur sameigin- legt, ekki hvað síst með kollegum sínum á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. Margir þættir löggjafar ESB um þessi mál eru lögleiddir hér á landi í gegnum aðild að EES- samningnum auk annars sem sam- einar bændur í þessum löndum. Ævinlega er það líka þannig að þegar skæðir sjúkdómar breiðast út eiga bændur í einu landi mikla hagsmuni af viðbrögðum bænda og yfirvalda í nágrannalöndum. Á fundum sem ég hef sótt í haust hefur margt áhugavert komið fram og verður hér tiplað á nokkrum punktum. Sýklalyfjaþolnar bakteríur Alls staðar er umræða um vaxandi sýklalyfjaþol baktería á dagskrá en hægt gengur að draga úr notk- un þeirra. Til stendur að banna íblöndun þeirra í fóður innan ESB en að áfram verði heimilt að blanda sýklalyfjum í drykkjarvatn og nota þau í forvarnarskyni, þ.e að gefa heilbrigðum dýrum sýklalyf, dýrum sem ekki hefur verið greind hjá þörf fyrir slíka meðhöndlun. Notkun sýklalyfja án undan- genginnar sjúkdómsgreiningar er ekki leyfileg á Norðurlöndunum og er litið á það sem nauðsynlegan þátt í að tryggja ábyrga notkun sýklalyfja. Þetta skýrir margfalda notkun þeirra á við Norðurlöndin, víða annars staðar í Evrópu. Þær tillögur sem unnið er með innan ESB til breytinga á reglum um lyfja notkun fela einnig í sér að bæta aðgengi að lyfjum. Síðastliðinn vetur sendu formenn bændasamtaka á Norðurlöndunum, Norrænu ráð- herranefndinni bréf þar sem þau ítrekuðu þá afstöðu sína að banna ætti notkun sýklalyfja í forvarnar- skyni innan ESB og hvöttu þau landanna sem eru aðilar að ESB til að koma þessari afstöðu á framfæri við setningu reglugerða um þessi mál. Þessi afstaða hefur vakið athygli út á við og mun full- trúi frá dönsku bændasamtökunum fylgja þessari afstöðu eftir á mál- þingi sem haldið verður á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 6. desember nk. Mikil umræða meðal bænda um dýravelferð Velferð búfjár var einnig til umræðu á þessum fundum. Á fundi í Brussel kom fram að aðeins 3 lönd í ESB fylgja í reynd eftir banni við halaklippingum á grísum. Mikil umræða er einnig um geldingar grísa en óvíst að takist að fram- fylgja þeim áformum að banna þær frá og með 2018. Afhornun á kálf- um er annað vandamál af svipuðum toga. Þá má nefna að ótti er meðal bænda við vaxandi þol fyrir lyfjum gegn sníkjudýrum (ormalyfjum). Svínapest veldur áhyggjum Nokkrir skæðir búfjársjúkdómar herja nú á bústofna bænda í Evrópu. Á fundi í samráðshópi bændasam- taka í Evrópu um heilbrigði og vel- ferð dýra var farið yfir það sem þar ber hæst um þessar mundir. Miklar áhyggjur eru af útbreiðslu afrískrar svínapestar. Sjúkdómurinn hefur greinst á svínabúum í Eystrasaltslöndunum þremur og Póllandi og hefur þegar mikil áhrif á viðskipti með svín og flutninga á þeim. Hann virð- ist vera orðin nánast landlægur í villisvínum á þessu svæði sem og nærliggjandi héruðum í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Reynt er að sporna við útbreiðslu hans með veiðum á villisvínum, fyrst og fremst gyltum, en áhersla er lögð á að auka þekkingu veiðimanna og bænda á smitleiðum til að verjast því að smit berist í alisvín. Mikill ótti er við að sjúkdómurinn berist til nærliggjandi landa, þ.á m. hafa Finnar og Svíar miklar áhyggjur. Stór villisvínastofn er t.d. í Svíþjóð og eitt af því sem reynt er að gera til að sporna við fjölgun þeirra er að fá fólk til að bera ekki út fóður fyrir þau. Húðsjúkdómar í nautgripum Annar sjúkdómur sem breiðist hratt í í SA-Evrópu kallast á ensku Lump skin disease, og lýsir sér sem hnjúskar eða bólgur á húð nautgripa. Sjúkdómurinn greindist fyrst í Grikklandi 2015 og barst til fleiri landa á Balkanskaga og SA-Evrópu sl. sumar en hann berst með skordýrum. Breiðist hann mun hraðar út en búist hafði verið við. Bólusetningu er beitt til að stöðva útbreiðslu hans og var sérstaklega nefnt að vel heppnaðar aðgerðir í Króatíu hafi skipt miklu máli sl. sumar til að koma í veg fyrir að hann bærist norðar í Evrópu. Eina bóluefnið sem fáanlegt er, er fram- leitt í S-Afríku og ekki framleitt í samræmi við staðla ESB, evrópski iðnaðurinn hefur ekki komið með bóluefni en mikil þörf er á betra bóluefni. Blátunga útbreidd í Suður- Evrópu Blátunga (bluetounge) er þriðji alvarlegi sjúkdómurinn sem herj- ar á búfé í Evrópu og greindist þar fyrir um 15 árum. Sjúkdómurinn er nú útbreiddur í löndum í sunnan- verðri Evrópu, þ.á m. Frakklandi, Spáni og Portúgal, og herjar fyrst og fremst á jórturdýr. Öll dýr ESB eiga á hættu að fá sjúkdóminn til sín þó reynt sé að sporna við því. Bráðsmitandi fuglaflensa Bráðsmitandi fuglaflensa (H5N8) breiðist nú út um Evrópu og kom fram hjá fulltrúum frá fram- kvæmdastjórn ESB á fundinum í Brussel um miðjan nóvember að Evrópa stendur nú frammi fyrir upphafi bráðsmitandi fuglaflensu- faraldurs. Flensan hefur fundist í villtum fuglum í Danmörku og nú hefur verið staðfest að hún hefur borist inn á bú þar í landi. Stjórnvöld þar í landi hafa þegar bannað að hafa alifugla utan dyra og reiknað er með að slíkt bann verði sett víðar. Flensan er t.d. þegar komin inn á alifuglabú í Ungverjalandi og alifuglaafurðir þaðan, sem flytja átti til Asíu, hafa verið endursendar. Sjúkdómurinn veldur því þegar miklu fjár- hagslegu tjóni hjá bændum, auk kostnaðar við aðgerðir til að hefta útbreiðslu hans. ESB ver árlega háum fjárhæðum í varnir gegn útbreiðslu sjúkdóma, bæði þessa sem hér eru nefndir og fleiri. Heilbrigðir búfjárstofnar eru því ómetanleg auðlind okkar Íslendinga. /EB Landgræðsla ríkisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar, en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til bænda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra umráðahafa lands. Við ákvörðun um styrkveitingar er m.a. lögð áhersla á: Við mat á umsóknum er ennfremur tekið tillit til þess hvort Styrkur til einstakra verkefna getur að hámarki numið verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirlit Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur sjóðsins eru Smellið svo á Umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 13. janúar nk. og umsóknir skal land@land.is eða til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella. Auglýsing um styrki úr Landbóta- sjóði Landgræðslunnar árið 2017 Landgræðsla ríkisins GE YM IÐ A UG LÝ SI NG UN A Til sölu Eitt virtasta parketþjónustufyrirtæki landsins frá 1984, er til sölu. Upplýsingar gefur Þorsteinn Geirsson í síma 898 1107. Bændablaðið Næsta blað kemur út 15. desember FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími 487-5028 Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Til sölu er jörðin Helluvað 3 á Rangárvöllum ásamt kúabúi sem rekið er á henni. Jörðin er staðsett við þéttbýlið á Hellu og er stærð hennar um 600 hektarar, þar af er ræktað land 85 hektarar. Landið liggur að Ytri Rangá og fylgir veiðiréttur í ánni. Á jörðinni er 171 fm íbúðar- hús byggt 1985. Lausagöngufjós fyrir 48 gripi með haugkjallara og mjaltagryfju, stærð 411 fm byggt 1980. Áföst fjósinu er 300fm hlaða byggð 1973 og 133 fm flatgryfja byggð 1983. Auk þessa eru á jörðinni nokkur eldri útihús í þokkalegu ástandi, heildarstærð þeirra nemur um 810 fm. Greiðslumark í mjólk er 255.000 lítrar. Bústofninn telur 45 mjólkandi kýr og 50-60 kálfa og geldneyti. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. KÚAJÖRÐ Á SUÐURLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.