Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 1
23. tölublað 2016 ▯ Fimmtudagur 1. desember ▯ Blað nr. 480 ▯ 22. árg. ▯ Upplag 32.000 Smitfaraldur af völdum H5N8-veiru veldur vaxandi ugg hjá alifuglabændum á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu: Fuglaflensa breiðist út með villtum fuglum – Matvælastofnun telur litlar líkur á að pestin berist hingað til lands yfir vetrartímann Staðfest hefur verið af Matvæla- stofnun Danmerkur að nokkur tilfelli fuglaflensu af völdum H5N8 veirunnar hafi greinst í landinu. Smit hefur einnig greinst í fjölmörgum löndum í Evrópu. Undanfarnar vikur hafa nokkur tilfelli fuglaflensu greinst á villtum fuglum í Evrópu sem hefur meðal annars leitt til smits á hænsnabúum. Þetta hefur einnig uppgötvast hjá fiðurfé í Danmörku og Svíþjóð. Nú fylgjast norsk stjórnvöld vel með ástandinu og hafa nú sett bann á ákveðnum svæðum við útigöngu fiðurfénaðar. Matvælastofnunin á Íslandi (MAST) telur litlar líkur á að fuglaflensan berist hingað til lands. Þar ræður árstíminn og strangar reglur um innflutning á lifandi fuglum þyngst. Fuglaflensan í Danmörku Flensan er af A(H5N8)-stofni. Fyrstu tilfelli í Danmörku greindust í þrjátíu öndum á býli á Sjálandi. Sýkingin hafði áður greinst í villtum fuglum í Danmörku og í kjölfarið er búið að banna alla lausagöngu alifugla í landinu. Smit hefur einnig greinst í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Ungverjalandi, Póllandi, Hollandi og Króatíu svo dæmi séu nefnd. Hækka viðbúnaðarstig Frá því að upp komst um sýk- inguna í Danmörku hafa yfirvöld í Þýskalandi fyrirskipað að tæplega 9.000 gæsum verði slátrað vegna smits á fuglaalibúi í Slésvík- Holstein-héraði. Fyrir nokkrum vikum var slátr- að um 30.000 hænsnum og þriggja ferkílómetra svæði einangrað í Slésvík-Holstein vegna hættu á smiti eftir að sýking greindist í mávum í nágrenni við alifuglabú. Um svipað leyti var 300.000 eggj- um í Þýskalandi, sem ætluð voruð til áframeldis í Danmörku, fargað í varúðarskyni. Í Austurríki er búið að slátra rúm- lega 4.000 hænsnum á búi skammt frá landamærum Þýskalands og Sviss. Fuglaflensusmit í Svíþjóð Í lok nóvember tilkynntu sænsk yfirvöld að fundist hefði fuglaflens- usmit í villtum fugli þar í landi. Á svipuðum tíma var einnig tilkynnt að uppgötvast hefði inflúensuvírus á varphænubúi. Bæði tilfellin voru á Skáni. Sænsk yfirvöld hafa nú hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar frétta um smit í nágrannalöndum sínum og bannað lausagöngu ali- fugla. Hættusvæði lýst í Austur-Noregi Nú hafa svæði í Austur-Noregi verið skilgreind sem áhættusvæði þar sem bændum er gert skylt að gera ráðstafanir sem hindrar beint sam- band milli hænsna sem geta farið á útisvæði og villtra fugla. Krafan á við um allar tegundir hænsna- búa utandyra, einnig til þeirra sem hafa einungis nokkur dýr og stunda svokallaðan hobbíbúskap. Ástæðan fyrir því að Matvælastofnun í Noregi setur þessar tafarlausu reglur nú er að komið hefur upp „höyp- atogen-fuglainflúensa“ í Åland í Finnlandi. Talin berast með fuglum frá Asíu Sýkingin hefur aðallega fundist í villtum fuglum en hefur einnig borist í alifugla og þá einkum alifugla í opnum búum. Stofn fuglaflensuveirunnar A(H5N8) er útbreiddur í Asíu og talið er að veir- an hafi borist með farfuglum frá Asíu til Evrópu í haust og er það í annað skipti sem það gerist svo vitað sé. Berst veiran aðallega með lifandi fuglum og fugladriti. Matvælastofnunin metur á hverjum tíma líkur á að smit geti borist í alifugla hér á landi. Matið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar hversu miklar líkur eru á að veirurnar berist til landsins og hins vegar á að þær berist í alifugla hér á landi. Að svo stöddu telur Matvæla- stofnun litlar líkur á að þetta smit berist til landsins, þar sem lítið er um komur fugla á þessum árstíma, annarra en stöku flækinga. Ekki hægt að útiloka smit í fólk Sýkingar í fólki af völdum þessa fuglaflensustofns, A(H5n1), eru ekki þekktar en skyldir stofnar, A(H5N1) og A(H5N6), hafa valdið alvarlegum veikindum í fólki í Kína. Því er ekki hægt að útiloka að smit geti borist úr fuglum í menn og fólki er því ávallt ráðlagt að gæta smitvarna. Fuglaflensa er ekki talin smitast við neyslu kjöts eða eggja. /ehg/VH – Sjá nánar bls. 4 Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög Opið hús var í fjósinu hjá ábúendum í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 25. nóvember þar sem verið var að kynna GEA-mjaltaþjón. Hér eru ábúend- urnir, Elín Margrét Stefánsdóttir og Ævar Hreinsson, ásamt börnum sínum, Erni, Þór og Evu Ævarsbörnum. Elsta soninn, Jóhann Jóhannesson, sem er Egg seld undir fölsku flaggi? Kastljósþáttur Sjónvarpsins á mánudagskvöld, um vafasama framleiðsluhætti á brúneggj- um um langa hríð, hefur vakið gríðarlega athygli. Í þættinum var rekið fram- leiðsluferli hjá framleiðanda svo- kallaðra Brúneggja sem seld hafa verið sem „vistvæn framleiðsla, frá frjálsum hænum“. Rakin voru margítrekuð alvarleg afskipti Matvælastofnunar af framleiðsl- unni vegna slæms aðbúnaðar. Að því er fram kom mun þar einkum hafa verið um að ræða of mikinn þéttleika fugla í lausagöngu sem olli fuglunum skaða. Viðgekkst þetta um margra missera skeið og var þar vitnað í skýrslur MAST. Tekið var fram að í dag sé starf- semin með allt öðrum hætti og búið sé að gera þar úrbætur. Enn mun þó vera fylgst með starfseminni sem stóð til að loka um tíma. Umrætt fyrirtæki, Brúnegg ehf., var stofnað árið 2004 af bræðrunum Kristni Gylfa og Birni Jónssonum. Framleiðslan var lengst af að mestu á Teigi í Mosfellsbæ. Starfsemin var svo stóraukin 2015 með nýrri aðstöðu á bænum Stafholtsveggjum II í Borgarfirði. Athygli vekur að alvarleg brota- löm virðist hafa verið í fjölda ára á samskiptum stofnana og ráðuneyta sem fjalla eiga um dýravelferð og matvælaöryggi. − Sjá nánar á bls 2, 4 og 6 32–33 Jólaskógar opnir almenningi á aðventunni Nýtt og glæsilegt fjós tekið í notkun á Vöglum 10 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.