Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Hin heimsþekkta landbúnaðar- sýning EuroTier var haldin dagana 15.-18. nóvember sl. í Hannover í Þýskalandi. Sýning þessi er einstök í heiminum og sú langstærsta sem haldin er þegar horft er til tæknibúnaðs er varðar hefðbundna búfjárrækt. Langumsvifamestu greinar sýningarinnar eru alifugla-, svína- og nautgriparækt en einnig var gaumur gefinn að öðrum búfjárkynjum. Sýningin hefur aldrei verið stærri en í ár en alls voru 2.629 sýnendur frá 58 löndum með bása á sýningunni á 283 þúsund fermetra svæði. Á sýningunni var sett nýtt að-göngumet, en alls sóttu 163 þúsund gestir sýninguna heim að þessu sinni! Flestir gestanna voru að sjálfsögðu Þjóðverjar en erlendir gestir voru þó rúm 20% eða um 36 þúsund, þar af voru margir Ís-lendingar meðal gestanna. Fjölbreytt að vanda Þó svo að mest áhersla sé á innréttingar og tækjabúnað fyrir alifugla, svín og nautgripi er mikil á-hersla einnig á aðra þætti framleiðslunnar. Þar á meðal var þáttur fóðurefna ýmiskonar umfangs- mikill, sem og kynningar á lyfjum og allskonar skömmtunarbúnaði bæði fyrir lyf og bætiefni. Ennfremur voru á sýningunni haldnir margar framsögur og fundir en þessi þáttur í starfseminni hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, enda upplagt að bjóða bændum og gestum upp á fróðleik og fundahöld þegar þeir eru á annað borð komnir saman. Þá var tækni til bættrar nýtingar á mykju gefinn þónokkur gaumur auk þess sem sérstaklega var horft til margskonar tækni til orkuframleiðslu heima á búunum. 25 gull- og silfurverðlaun Það er næsta ómögulegt að gera lesendum Bændablaðsins grein fyrir sýningunni með einföldum hætti enda umsvif hennar slík að taka þyrfti í raun mörg blöð undir umfjöllun ef vel ætti að vera en með þó má bera niður þar sem helstu nýjungar sýningarinnar voru kynntar. Allir sýnendur geta nefni- lega tilnefnt tæki sín eða tól til sýningarnefndar og óskað eftir því að fá annað hvort gull viðurkenn- ingu, silfur eða brons. Þetta er gert til þess að draga fram nýjungina sem felst í viðkomandi tæki eða tóli en séu veitt gullverðlaun þýðir það að um frumsýningu er að ræða og séu silfurverðlaun veitt þá þýðir það að um verulega nýjung er að ræða. Í ár voru veitt 4 gullverðlaun og 21 silfurverðlaun fyrir nýjungar á þessari sýningu.Gullverðlaunin runnu öll til nýjunga á sviði nautgriparæktar: 1. Nýburastía Hollenska fyrirtækið Spinder fékk gullverðlaun fyrir nýjung sína „The Cuddle Box“ eða sem e.t.v. mætti kalla nýburastíu sem þó er varla nógu lýsandi en um er að ræða litla stíu sem er fyrir nýfæddan kálfinn. Þegar kýrin ber í burðarstíunni er kálfurinn settur beint í þessa stíu og þar getur kýrin karað hann. Stærsta EuroTier- sýning frá upphafi Utan úr heimi Nagdýraplága í Jakarta: Rottum fjölgar og þær hafa stækkað Yfirvöld í Indónesíu hafa miklar áhyggjur af sívaxandi fjölda rottna í höfuðborginni Jakarta. Ekki er annað að sjá en að rottunum í Jakarta líði vel því ekki er nóg með að þeim hafi fjölgað gríðarlega undanfarin ár heldur hafa þær einnig stækkað talsvert líka. Heilmiklu púðri hefur verið eytt í að halda rottufaraldrinum niðri en árangurinn hefur látið á sér standa. Reynt hefur verið að eitra fyrir þeim, veiða þær lifandi í gildrur og að gasa skólpræsi og aðra staði þar sem rottur halda sig. Fjöldi rottnanna virðist óteljandi því svo virðist sem alveg sama sé hversu margar eru drepnar, alltaf koma fleiri sem fylla í skarðið. Rotturnar naga göt á rafleiðslur og hafa skemmdir af þeirra völdum valdið fjölda minni og stærri eldsvoða í borginni. Völskurnar valda einnig skemmdum á skólp- og vatnslögnum og geta borið sýkingar í vatnsból. Tilraun til að fjölga köttum í borginni hefur einnig skilað litlu þar sem veiðikettirnir leggja á flótta undan rottunum sem ráðast á þá margar saman og eru í flestum tilfellum álíka stórar ef ekki stærri en kettirnir. Almenningur á rottuveiðum Nýjasta útspil yfirvalda er að greiða borgarbúum sem vilja gerast rottufangarar 20.000 rúpíur, ríflega 135 krónur, fyrir rottu sem þeir fanga. Þrátt fyrir að upphæðin sé ekki há í okkar huga er hún það í landi þar sem meginþorri landsmanna lifir á innan við 250 krónum á dag. Sá hængur fylgir veiðunum að til að fá greiðslu þarf að skila völskunum lifandi. Fjöldi fólks og sérstaklega ungir karlmenn hafa séð sér hag í veiðunum og beita margs konar ráðum og tólum til að komast yfir sem flestar rottur á sólarhring. Þegar best lætur hafa afkastamiklir fangarar veitt allt að 250 rottur á sólarhring. Hætta á sýkingum Rottuveiðar almennings eru harðlega gagnrýndar af heilbrigðisyfirvöldum sem segja að sýkingar af völdum veiðanna séu óhjákvæmilegar og að þeim geti fylgt faraldur margs konar sjúkdóma og þar á meðal holdsveiki. Stórar rottur í Svíþjóð Indónesíubúar eru ekki þeir einu sem kvarta yfir stórum rottum því samkvæmt nýlegum tíðindum frá Svíþjóð hefur rottum einnig fjölgað þar í landi og þær sem veiðast eru stærri en völskurnar sem veiddust fyrir nokkrum árum. /VH Talsverðu púðri hefur verið eytt í að halda rottufaraldrinum niðri en árangurinn hefur látið á sér standa. Hugmyndir um að refsa Bretum fyrir Brexit: Mun valda Evrópusambandinu stórtjóni segir forseti Póllands Það mun valda Evrópu- sambandinu stórtjóni ef ákveðið verður að halda ekki uppi viðskipta samvinnu við Bretland þegar það gengur út úr ESB. Þetta var haft eftir Andrzje Duda, forseta Póllands í The Brussels Times vegna viðbragða hans við hugmyndum um að refsa beri Bretum fyrir Brexit. „Það verður meiri háttar tjón fyrir ESB ef skorið verður á tengslin við Bretland,“ sagði Duda forseti í viðtali 21. nóvember. Kom þessi yfirlýsing örfáum dögum eftir að Jeroen Dijsselbloem, yfirmaður Eurogroup, sagði áframhaldandi samstarf við Breta óraunhæft eftir útgöngu þeirra úr ESB. Fjármálaþróunarráðherra Ítalíu, Carlo Calenda, sagði áframhaldandi samvinnu óframkvæmanlega. Andrzje Duda segir að það muni reynast hættulegt fyrir þrjóska evrópska pólitíkusa ef þeir reyni að refsa Bretum fyrir að ganga úr Evrópusambandinu. Hvatti pólski forsetinn menn til að sýna stillingu til að koma í veg fyrir að allir verði taparar þegar upp verður staðið. Ekki síður ESB en Bretland. Þess má geta að um 800 þúsund Pólverjar búa nú í Bretlandi og er þetta stærsta einstaka þjóðarbrotið þar í landi. /HKr. Andrzje Duda, forseti Póllands, hvetur menn til að sýna stillingu. Sýningarsvæði EuroTier í Hanover í Þýskalandi samanstendur af á þriðja tug sýningarhalla. Þetta sýningarsvæði er nýtt undir fjölmargar aðrar sýningar árlega eins og landbúnaðartækjasýninguna Agri Technica. Nýburastían frá Spinder er áhugaverð nýjung, sérstaklega fyrir stærri kúabú. töluverða athygli á sýningunni en um er að ræða bæði sogdælu sem sogar slím upp úr veikburða fæddum kálfum en hinn enda dælunnar má
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.