Bændablaðið - 01.12.2016, Síða 25

Bændablaðið - 01.12.2016, Síða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Reykjavík GG Sjósport / Örninn reiðhjólaverslun / Lífland / Icewear / Arctic Trucks Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga Neskaupsstaður Multitask Vík í Mýrdal Icewear Selfoss Jötunn Bláskógabyggð Gullfosskaffi Akureyri Lífland / Jötunn / Veiðiríkið / Icewear Egilsstaðir Jötunn Húsavík Skóbúð Húsavíkur Blönduós Lífland Siglufjörður SR Byggingavörur Ísafjörður Bílaverkstæði SB VATNSHELT ANDAR VINDHELT TEYGJANLEGT SVEIGJANLEGT SLITSTERKT F Y R I R Í S L E N S K A R A Ð S T Æ Ð U R Sealskinz er breskt fyrirtæki sem framleiðir einstaka línu af vatnsheldum vörum fyrir höfuð þitt, hendur og fætur. Sealskinz notast við 3ja laga einkaleyfisskráða tækni í prjónuðum sokkum, hönskum og húfum til að búa til óaðfinnanlegar vörur sem eru algerlega vatnsheldar en anda engu að síður. Samstarf Hafró og Selaseturs Íslands Hafrannsóknastofnun, rann- sókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna og Selasetur Íslands á Hvammstanga hafa gert með sér samstarfssamning. Hafrannsóknastofnun verður með starfstöð í húsnæði Selasetursins og er meginverkefni starfsstöðvarinnar rannsóknir á selum og öðrum sjáv- arspendýrum. Á starfsstöðinni sem er miðstöð selarannsókna á Íslandi munu starfa 3 líffræðingar. Norðurland vestra: Vilja uppbyggingu við Hafursstaði Sveitarfélögin í Austur- Húnavatnssýslu, ásamt Húnaþingi vestra og Sveitarfélaginu Skagafirði, hafa lýst vilja til sam- vinnu um iðnaðaruppbyggingu við Hafursstaði í Austur- Húnavatnssýslu. „Í ljósi mikillar og stöðugr- ar fækkunar íbúa landshlutans er þýðingarmikið að sveitarfélögin fái stuðning hins opinbera til þess að kanna þá kosti sem uppi geta verið í stóriðjumálum og henta landshlutan- um, m.a. með tilliti til náttúrugæða,“ segir í ályktun um iðnaðarupp- byggingu við Hafursstaðir sem sam- þykkt var á ársþingi Sveitarfélags á Norðurlandi vestra, en það fór fram nýlega. Fram kemur í ályktuninni að þakka bera framlag til málsins á fjárlögum ársins 2016, en jafnframt verði að krefja stjórnvöld um áfram- haldandi og aukinn beinan fjárstuðn- ing við uppbyggingu iðnaðarkosta í landshlutanum. Gerð er skýlaus krafa um að öll orkuöflun í landshlutan- um verði nýtt til atvinnueflingar á svæðinu. Á ársþinginu kom fram í ræðu framkvæmdastjóra þess að samþykkt hefði verið að gera íbúakönnun á starfssvæði samtakanna. Í könnun- inni var spurt um ýmsa búsetuþætti á svæðinu. Einnig var spurt um viðhorf til iðnaðaruppbyggingar við Hafursstaði. Fram kom að verið væri að vinna úr svörum við könnunni og niðurstöður hennar yrðu kynntar fljótlega. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.