Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Stóra brúneggjamálið hefur skekið fjöl- miðla landsins síðustu daga í kjölfar ítar- legrar umfjöllunar Kastljóss um afleita meðferð á varphænum. Þótt eflaust sé búið að koma öllu í gott stand á búinu í dag, þá er skaðinn orðinn mikill. Sá skaði lendir ekki bara á eigendum búsins heldur verða allir aðrir alifuglabænd- ur á Íslandi líka fyrir miklum álitshnekki. Bændasamtök Íslands hafa fordæmt illa meðferð á dýrum á búinu og það sama hafa bæði alifuglabændur og aðrir bændur um land allt gert. Það vekur þó furðu í allri þessari umræðu að þrátt fyrir dýrar eft- irlitsstofnanir skuli svona vandamál hafa fengið að grassera á búinu í hartnær áratug. Matvælastofnun, sem hefur farið með eft- irlitshlutverkið, kvartaði lengst af yfir ónóg- um heimildum. Þar er við hið háa Alþingi að sakast sem greinilega hefur verið ansi lengi að smíða löggjöfina á þann máta að hægt væri að fara eftir henni. Síðan er það reglugerðarsmíðin sem nauðsynleg er til að hægt sé að framfylgja lögunum. Sú smíða- vinna tók líka drjúgan tíma. Vandræðin eru því allt í gegnum stjórnkerfið sem hlýtur að teljast algjörlega óviðunandi. Það er því afar eðlilegt eftir svona uppákomu að almenningur velti því fyrir sér til hvers sé verið að setja peninga í rándýrt eftirlitskerfi sem virkar greinilega ekki betur en þetta. Sektin liggur eðlilega hjá þeim sem held- ur dýr en sinnir því ekki að aðbúnaðurinn sé með þeim hætti að þeim geti liðið sem best. Eigendur viðkomandi fyrirtækis hafa með framferði sínu eyðilagt alla möguleika á að nokkurn tíma verði framar notað hugtakið „vistvænn landbúnaður“, nema þá helst sem skammaryrði. Þetta hugtak og merki sem búið var til á sínum tíma var virðingarverð tilraun til að hífa þá sem það notuðu upp úr meðal- mennskunni. Það átti að gefa neytendum vísbendingu um að framleiðsla frá við- komandi búum væri rekin með sérlega vistvænum hætti. Alla tíð skorti þó á að nógu góðar skilgreiningar og regluverk væri sett til að notkun á merkinu stæð- ist væntingar. Öll eftirfylgni með notkun merkisins var síðan í skötulíki. Í stað þess að reyna að smíða haldbærar reglur var ákveðið að fella reglugerð frá 1998 um vistvænan landbúnað úr gildi. Var það gert 1. nóvember 2015. Þrátt fyrir það var hverjum sem var í sjálfu sér heimilt að skreyta framleiðslu sína með þessu merki þótt menn hafi í raun aldrei uppfyllt nokkur skilyrði um það sem kalla mætti vistvænan landbúnað. Í heilan mánuð hafa kjörnir alþingis- menn verið að reyna að hnoða saman nýrri ríkisstjórn. Það er vissulega nauðsynlegt að hafa hér starfhæfa ríkisstjórn, en alþingismenn verða líka að hafa í huga að þeir eru kosnir á þing til að smíða lög til hagsbóta fyrir land og þjóð. Þá hlýtur það að vera krafan að fólk sem þar situr geti sett saman lagatexta sem er það skýr og auðlesanlegur að ekki sé hægt að snúa út úr honum og túlka á mismunandi vegu. Sú stofnanamállýska sem tröllriðið hefur lagasetningu hér á landi er ekki síður ámælisverð en klúður allra þeirra sem eiga síðan að framfylgja og fara eftir lögunum. Í Njálssögu voru þessi fleygu orð sett á prent; „með lögum skal land byggja en með ólögum eyða“. Þetta orðatiltæki er enn í fullu gildi og öruggt má telja að það sé ekki vanþörf á góðri tiltekt í lagasöfnum Íslendinga til að henda þaðan út öllum ólögum sem samin hafa verið í gegnum tíðina. Þingmenn ættu því að hafa það í huga, að ef þeir geta ekki samið skil- merkileg lög og látið fylgja því eftir með vandaðri reglugerðarsmíð, þá er betra að þeir sleppi öllu fikti við lagasmíðar. /HKr. Eftirlitsvandi Ísland er land þitt Vitinn á Fonti á Langanesi stendur á norðaustasta tanga Íslands á um 50 til 70 metra háu bjargi. Viti var fyrst reistur á bjarginu árið 1910, en núverandi viti er frá 1950. Við Font hafa orðið meiri háttar sjóslys, hið síðasta að hausti 1907. Þá fórst þar norskt skip,sem var að koma frá Jan Mayen með 17 manna áhöfn. Að skipinu hafði komið leki nokkru eftir að það fór frá Jan Mayen svo ákveðið var að leita hafnar á Íslandi. Ekki tókst betur til en svo að skipið strandaði yst við Langanes. Allir mennirnir fórust nema einn. Hann komst upp undir bjargið, hélst þar við í skúta um nóttina en gat klifrað upp á bjargbrún daginn eftir. Þótti það einstakt þrekvirki. Flest líkin fundust rekin undir bjarginu og voru þau dregin í Mynd / HKr. Fyrr í þessari viku fjallaði Kastljós um málefni eggjaframleiðandans Brúneggja ehf. Þar kom meðal annars fram að fyr- irtækið hefur ekki sinnt aðfinnslum Matvælastofnunar með fullnægjandi hætti vegna athugasemda um aðbúnað dýra. Auk þess var gert að umtalsefni notkun á merki vistvæns landbúnaðar þrátt fyrir að reglu- gerð um merkið hafi verið numin úr gildi fyrir rúmu ári síðan. Það voru mikil vonbrigði að sjá þær sláandi myndir sem báru vott um slæman aðbúnað dýranna og sinnuleysi eigendanna við að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru. Afstaða Bændasamtaka Íslands hefur alltaf verið skýr í svona málum. Samtökin fordæma illa meðferð á dýrum og hafa ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað. Ljóst er að í þessu tilfelli var farið á svig við lög og allmennt siðferði í dýrahaldi. Þetta er óafsakanlegt og mjög fjarri þeirri fyrirmynd sem íslenskur landbúnaður getur svo sannarlega verið. Ný lög um velferð dýra tóku gildi í ársbyrj- un 2014, en reglugerðir um einstakar dýra- tegundir sumar hverjar ekki fyrr en undir lok þess árs. Í þeim eru mjög framsæknar reglur um velferð dýra og fylgja innleiðingu þeirra miklar áskoranir fyrir landbúnaðinn. Lögin og reglugerðir sem á þeim byggja gera rík- ari kröfur til aðbúnaðar búfjár en áður hefur tíðkast. Markmiðið er að tryggja velferð og heilbrigði dýra með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Þó svo að ljóst sé að innleiðing nýrra aðbúnaðarreglugerða verði kostnaðar- söm fyrir íslenska bændur er mikill vilji til að velferð dýra hér á landi verði eins og best gerist í heiminum. Með nýjum lögum um velferð dýra fær Matvælastofnun auknar heimildir til að bregð- ast við málum sem þessum frá því sem var í eldri lögum. MAST og BÍ hafa samráðsnefnd sem hittist reglulega til að fara yfir sameigin- leg mál og ræða hvað betur megi fara í eftirliti og matvælaframleiðslu. Ljóst er að sú nefnd verður að setjast niður án tafar til að ræða hvað betur hefði mátt fara í þessu máli og tryggja að slíkt geti ekki endurtekið sig. Bændasamtökin hafa áður lýst yfir mik- ilvægi þess að eftirlit sé gott með þeim sem stunda landbúnað og matvælaframleiðslu og farið sé eftir lögum og reglum í hvívetna. Matvælastofnun hefur á síðustu árum þróað eftirlitskerfi og hefur fleiri úrræði en áður til þess að bregðast við slæmri meðhöndlun dýra. Hlutverk stofnunarinnar er að gæta þess að mál líkt og fjallað var um í Kastljósinu komi ekki upp. Það vekur spurningar af hverju mál geta velkst um í kerfinu jafnvel um árabil og lítið sé aðhafst. Markaðssetning undir merkjum vistvænnar framleiðslu Kastljósþátturinn fjallaði einnig um mark- aðssetningu eggja undir merkjum vistvænnar framleiðslu. Ljóst er að framleiðsluhættirnir uppfylltu ekki kröfur til að standa undir slíkri nafnbót, meðal annars vegna fjölda hæna á hvern fermetra. Hægt er að taka undir það að með slíku háttarlagi sé verið að blekkja neytendur. Bændasamtökin áttu ásamt fleirum aðild að starfshóp um endurskoðun reglugerðar nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarfram- leiðslu sem skipaður var í september 2014. Hópnum var ætlað að fara yfir reglugerðina, skilgreiningar á henni og reglur um eftirlit. Jafnframt var hópnum falið að leggja mat á nauðsyn reglugerðar um vistvæna landbún- aðarframleiðslu. Í niðurstöðum hópsins sagði m.a.: „Hópurinn fór yfir reglugerð nr. 504/1998 um vistvæna landbúnaðarframleiðslu og ræddi ítarlega hvaða hlutverki vistvæn vott- un ætti að gegna og hvaða aðilar ættu að vera ábyrgir fyrir henni. Hópurinn var sammála um að núverandi fyrirkomulag, þar sem ekki er reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hafa fengið vistvæna vottun, sé óviðunandi. Jafnframt hefur hópurinn verulegar efasemdir um að það sé heppilegt að stjórnvöld setji reglur um vistvæna framleiðslu og standi fyrir vottuninni með þeim hætti sem reglugerð nr. 504/1998 mælir fyrir um.“ Í þessu ferli var leitað samráðs við aðildar- félög Bændasamtaka Íslands og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Niðurstaðan var sú að Bændasamtökin töldu rétt að fara þá leið sem að ofan er lýst þar sem ekkert eftirlit var með framkvæmd reglugerðarinnar. Starfshópurinn lagði því til að reglugerð um vistvæna landbúnaðarfram- leiðslu yrði felld úr gildi og var það tilkynnt af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins í september 2015. Bændasamtökin komu þessum niðurstöðum á framfæri við aðildarfélög sín. Merkingar matvæla verða að vera í lagi Samtök bænda hafa ávallt lagt áherslu á mik- ilvægi þess að merkingar matvæla séu skýrar og upplýsandi. Árið 2013 höfðum við for- göngu um samstarf um upprunamerkingar við Neytendasamtökin og Samtök atvinnu- lífsins. Það samstarf var með miklum ágætum og afurð þess var upplýsingaritið „Frá hvaða landi kemur maturinn?“ sem er aðgengilegt á vefslóðinni www.upprunamerkingar.is. Bæklingurinn inniheldur leiðbeiningar til matvælaframleiðenda um hvernig verði sem best staðið að upplýsingagjöf um uppruna til neytenda á umbúðum matvæla. Eftir fund með formanni Neytenda- samtakanna nú fyrr í vikunni eru forsvarsmenn bænda og neytenda sammála um að hagsmunir neytenda og bænda fari saman þegar kemur að merkingum matvæla og upplýsingum til neyt- enda. Því er áhugi af beggja hálfu til að halda áfram á sömu braut og vinna í sameiningu betri merkingum og útrýma öllum blekkingum í sölu matvæla hér á landi, hvort sem um er að ræða innlend eða innflutt matvæli. Þær myndir sem birtust landsmönn- um í Kastljósþættinum fyrr í vikunni voru sláandi og bera búskapnum á viðkomandi eggjabúum slæmt vitni. Ástæða er til að þakka aðstandendum þáttarins fyrir faglega umfjöllun. Öll umfjöllun var byggð á stað- reyndum og forsvarsmönnum fyrirtækisins og Matvælastofnunar gafst kostur á að svara fyrir sig. Það var mikilvægt að fá það staðfest að almennt sé aðbúnaður og velferð varphænsna í góðu lagi á landinu. Þetta einstaka tilvik er fordæmalaust eins og fram kom í viðtali við forstjóra Matvælastofnunar í þættinum. Við þurfum hins vegar öll að leggjast á eitt um að slíkt endurtaki sig aldrei aftur. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands sindri@bondi.is Mál sem má ekki endurtaka sig Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Prentsnið – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.