Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Guðrún Eik og Óskar tóku við búinu 1. janúar 2014 af foreldrum Guðrúnar, Ólöfu og Skúla, en hún er 6. ættliðurinn sem býr á Tannstaðabakka. Þar hefur sama ættin búið frá því milli 1820–1830. Foreldrar Guðrúnar búa enn í sínu húsi og reka 2 kjúklingaeldishús, en Guðrún og Óskar byggðu nýtt íbúðarhús á jörðinni. Það má segja að þau hafi ekki setið auðum höndum en á þessum tæpu þremur árum stækkuðu þau stíupláss í nautaeldishúsi um þriðjung, rifu út úr 2/3 af fjárhúsunum og innréttuðu fyrir nautgripauppeldi. Að svo búnu byggðu þau íbúðarhús og eignuðust tvíbura. Býli: Tannstaðabakki. Staðsett í sveit: Hrútafirði, Húnaþingi vestra. Ábúendur: Guðrún Eik Skúladóttir og Óskar Már Jónsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Tvíburadæturnar Bjarnveig Anna og Þórey Sunna, 1 árs, hvolpurinn Táta og kettirnir Kólumbus og Arinn Eldur. Foreldrar Guðrúnar, Ólöf og Skúli, búa einnig á jörðinni. Stærð jarðar? 300 ha. Gerð bús? Aðallega kúabúskapur, nokkrar kindur og hænur. Fjöldi búfjár og tegundir? Erum með 38 árskýr, nautaeldi – alls um 150 nautgripir. Þá erum við með 72 kindur, sjö hænur, hundu og tvo ketti. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað og endað á mjöltum og ýmis verk þar á milli, eða það sem fellur til á hverjum árstíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Guðrúnu finnst skemmtilegast að mjólka og stússast í kringum kindurnar og ungviðið hverju sinni, en leiðinlegast í bókhaldinu. Óskari finnst skemmtilegast í öllu sem tengist jarðrækt, en leiðinlegast í öllu sem viðkemur kindum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við stefnum á að vera búin að byggja nýtt fjós og fjölga kúnum upp í 60. Nóg af gripum í uppeldi og nóg að gera. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmál bænda eru gríðarlega mikilvæg fyrir bændastéttina. Þar er oft unnið óeigingjarnt og á tíðum vanþakklátt starf í okkar þágu. Því er regluleg endurnýjun í öllum félögum af hinu góða og í raun nauðsynleg. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við erum bjartsýn og höfum óbilandi trú á íslenskum landbúnaði, svo við trúum ekki öðru en að íslenskum landbúnaði muni vegna vel í framtíðinni. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin eru í íslenska lambakjötinu og íslenska skyrinu. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri og nautalund. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsta vorið okkar fór lóðning í tölvunni í mjaltabásnum. Þetta uppgötvaðist þegar kvöldmjaltir voru að fara af stað og kl. 21 um kvöldið brunuðum við hjónin af stað á Selfoss, en þar var staðsettur eini varahluturinn sem til var í landinu. Við vorum komin til baka um 4-leytið um nóttina, og kýrnar orðnar ansi reiðar yfir því hve kvöldmjöltunum hafði seinkað. Við ræstum út rafvirkjann og kl. 7 um morguninn kláruðum við mjaltirnar, á sama tíma og við værum að byrja morgunmjaltirnar venjulega. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Makrónur, piparkökur og jólalifrarkæfa Aðventan gengur nú í garð. Þá er upplagt að leggja metnað í matar- gerðina og ekki síst að spreyta sig í gerð sígildra smákakna. Fátt er betra en að dekra við sig á myrkum síðkvöldunum og maula franskar makrónur eða piparkökur með heitu súkkulaði eða kaldri mjólk, við notalegan bjarmann frá kertaljósinu. Makrónur (French Macaron) Marga dreymir um að tileinka sér fullkomna tækni við að baka litrík- ar franskar jólamakrónur, sem eru ljúffengar og auðveldar ef þær eru rétt gerðar. Ef þú vilt læra og þorir, þá er þetta frábær og einföld leið. Svo þarf bara að fylla með uppá- halds fyllingunni þinni og njóta á aðventunni. › 3 eggjahvítur › 35 g (1/4 bolli) hvítur sykur › 220 g (1 og 2⁄3 bollar) flórsykur › 1 bolli fínt malaðar möndlur Aðferð Þeytið eggjahvítur í hrærivél, þar til eggjahvítan er froðukennd. Setjið sykurinn saman við og haldið áfram að þeyta þar til eggjahvíturnar eru orðnar gljáandi og loftkenndar, Ef þær hreyfast ekki þegar skálinni er hvolft eru þær tilbúnar. Sigtið flórsykur saman við og malaðar möndlur (gott að vinna saman í matvinnsluvél). Blandið saman við eggjahvíturnar. Setjið í sprautupoka og sprautið í litla toppa um 2,5 sentímetra í þvermál, á bökunarplötu með smjörpappír. Láttu standa við stofuhita þar til þær mynda harða húð á toppinn, um eina klukkustund. Hitið ofninn í 140° C gráður. Bakið kökurnar þar til þær eru orðnar harðar, en ekki brúnaðar. Ætti að taka um 10 mínútur. Látið smákökurnar kólna alveg áður en fylling er sett í, til dæmis sulta, smjördeig eða súkkulaðikremið hér að neðan. Gaman er að setja rauðan duft-matarlit í möndlurnar og sykurblönduna til að fá skemmtilegan jólalit á kökurnar. Piparkökur Deigið verður að kæla í að minnsta kosti þrjár klukkustundir og í allt að tvo daga. Smákökur er hægt að geyma í loftþéttum umbúðum fram að jólum. › 400 g (3 bollar) hveiti › 1 tsk. matarsódi › 3/4 tsk. malaður kanill › 3/4 tsk. malaður engifer › 1/2 tsk. malað Allrahanda › 1/2 tsk. malaður negull › 1/2 tsk. salt › 1/4 tsk. duft svartur pipar › 8 matskeiðar (120 g) ósaltað smjör, við stofuhita › 85 g (1/4 bolli) kóksfeiti, við stofuhita › 55 g (1/2 bolli) ljós púðursykur › 2/3 bolli melassi, dökkur púðursykur eða muscovadosykur › 1 stk. stórt egg Aðferð Hitið ofninn í 165 gráður. Sigtið hveiti, matarsóda, kanil, engi- fer, allrahanda, negul, salt og pipar í gegnum sigti í skál. Setjið til hliðar. Þeytið, smjör og kókosfitu í stórri skál eða í hrærivél þar til þetta hefur vel blandast saman, eða í um það bil 1 mínútu. Bætið púðursykri við þar til blandan er létt í áferð og lit, í um tvær mínútur. Bætið melassa (eða dökka púðursykrinum) við og eggi. Hrærið rólega saman með tréskeið, og smám saman er hveitinu bland- að saman við. Skiptið deiginu í tvo hluta og setjið í plastfilmu. Kælið í um þrjár klukkustundir. Hægt er að gera deigið allt að tveimur dögum áður en bakað er. Næst eru piparkökurnar rúllaðar út. Vinnið með einn hluta í einu, en geymið hinn í kæli. Takið deigið úr kæli og látið standa við stofuhita þar til það er nógu heitt til að hægt sé að rúlla því út án þess að það molni. Það ætti að taka um tíu mínútur. Stráið hveiti á það og rúllið því út þar til það er um 0,5 sentímetrar á þykkt. Skerið út kökur og flytjið á smjörpappír. Bakið í um 10 til 12 mínútur. Kælið og njótið með fyllingu eða beint úr kökuboxinu með kaldri mjólk. Jólalifrarkæfa › 500 g af svínalifur › 200 g andalifur (eða kjúklingalifur) › 300 g af andakjöti (til dæmis af andalærum eða kjúklingakjöt af læri) › 400 g svínafita (spekk) (Ef ekki fæst er hægt að nota beikon en þá þarf að minnka salt í uppskriftinni) › 2 epli › 10 stk. sveskjur án steina › 1 laukur › 3 tsk. malað Allrahanda krydd › 2 tsk. malaður negull › 2 msk. Por vín eða jólasnafs › 4 egg › 2 bollar mjólk › 5 msk. hveiti › salt og ferskur malaður pipar Vinnið saman í matvinnsluvél lifur, kjöt, fitu, epli í bitum, sveskj- ur og lauk og setjið í skál. Hrærið krydd og lifur ásamt eggjum og mjólk í mjúkan massa. Setja hveiti saman við og hrærið vel í. Kryddið svo með salti og pipar. Setjið blönduna í litla dalla úr áli eða glerkrukkur sem þola hita. Bakið í vatnsbaði (setjið vatn í ofnskúffu svo dallana ofan á, lokað með álpappír) við 175 gráður í 35–40 mínútur, þar til kæfan er gullin að ofan. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Tannstaðabakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.