Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Helstu nytjaplöntur heimsins Vatnabuffalóinn er íbúum Suðaustur-Asíu allt í senn fæða, burðar- og dráttardýr. Í menn- ingu Indverja er kýrin heilög og Ítalir framleiða mozzarella-ost úr buffalóamjólk. Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að í heiminum séu hátt í 180 milljónir taminna vatnabuffalóa og langflesta þeirra, um 95%, er að finna á Asíu. Á Indlandi er fjöldi talinn vera rétt tæpar 100 milljónir og því ríf- lega helming allra vatnabuffalóa í heiminum að finna þar. Pakistan er í öðru sæti þegar kemur að fjölda vatnabuffalóa með hátt í 25 milljón dýr. Næsta land þar á eftir er Kína og samkvæmt áætlun FAO er fjöldi vatnabuffalóa þar um 23 milljónir. Í fjórða sæti er Egyptaland með um 2,5 milljón dýra og í Brasilíu, sem er í fimmta sæti, eru þeir um 1,7 milljónir og í Nepal, sem er í sjötta sæti, eru þeir tæplega milljón. Eftir það fellur fjöldi vatnabuffalóa í hverju landi snarlega. Í Mjanmar, sem áður hét Búrma, eru þeir taldir vera rúmlega tvö hundruð þúsund og þótt merkilegt megi þykja er fjöldinn litlu minni á Ítalíu. Þar á eftir koma Tyrkland og Víetnam með rúmlega 30 þúsund vatna- buffalóa hvort land. Auk er að finna fáeinar milljónir taminna vatnabuffalóa í Afríku og Suður-Ameríku, nokkur hundruð þúsund í Ástralíu og í Evrópu og nokkur þúsund gripi í Norður- Ameríku. Uppruni og útbreiðsla Vatnabuffalóar eru tamdir nautgrip- ir sem eru upprunnir í Asíu. Þeir eru af ætt nautgripa og ættkvísl sem kallast, Bubalus. Innan ættkvíslar- innar eru sjaldgæfar tegundir villtra buffalóa eins og B. arnee sem finnst í Nepal og austanverðu Indlandi og B. kerabau og villtir B. bubalis sem eiga búsvæði í Suðaustur-Asíu. Steingervingar benda til að í eina tíð hafi einnig verið uppi villtir vatnabuffalóar í Evrópu og kallast B. murrensis. Tamdir vatnabuffalóar eru afkomendur B. bubalis og er þeim skipt í tvær undirtegundir vatna- buffalóa sem halda sig mikið í ám og þá sem eiga búsvæði á mýra- eða fenjasvæðum. Sú fyrri kallast fljótabuffalóar, en sú síð- ari mýrabuffalóar. Ríflega 70% af öllum vatnabuffalóum í heiminum eru fljótabuffalóar. Í heiminum er að finna yfir eitt hundrað vel skilgreind buffalóa- ræktunarkyn og fjölda afbrigða. Þar af finnast að minnsta kosti tíu á Indlandi sem kallast Badhawari, Kalahandi, Nili-Ravi, Jafarabadi, Marathwada, Mehsana, Nagpuri, Pandharpuri, Toda, og Surti. Tvö á Kúbu, Búfalo de Pantano og Búfalo de Rio og tvö í Búlgaríu sem kall- ast Murrah og búlgarski buffalóinn. Ravi í Pakistan og Xilin í Kína svo dæmi séu tekin. Fljótabuffalóar eru meira nýttir til mjólkurframleiðslu en mýrarút- gáfan. Mýrarbuffalóar þykja aftur á móti betri dráttar- og burðardýr. Forverar taminna vatnabuffalóa áttu búsvæði um stóran hluta Suðaustur-Asíu, allt frá Pakistan í vestri til Víetnam í austri, og í suðurhéruðum Kína. Þá var einnig að finna á Filippseyjum og í Indónesíu. Talið er að fyrstu vatna- buffalóarnir hafi verið tamdir í Indusdalnum, sem liggur frá Afganistan gegnum Pakistan til Indlands, fyrir um það bil 5.000 árum og aftur í Kína þúsund árum síðar. Þaðan hafa þeir breiðst út sem húsdýr til annarra svæða í Suður-Asíu. Frá Asíu berast vatnabuffalóar af fljótakyni til Mesópótamíu um 2.500 árum fyrir Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar að í heiminum séu hátt í 180 milljónir taminna vatnabuffalóa. Á Indlandi og Pakistan eru kýr vatnabuffalóa helsta uppspretta mjólkur og mjólkurafurða landanna. Vatnabuffalóar eru sagðar vera einstaklega meðfærilegar skepnur og hreint barnameðfæri. Kjöt vatnabuffalóa er seigara en venjulegt nautakjöt og því oft hægeldað til að mýkja það. Mjólk buffalóa hentar vel til ostagerðar. Mozzarella-ostur úr buffalóamjólk er upprunninn á Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.