Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Tannburstar eru sjálfsagður hlutur í okkar lífi og vonandi lífi allra. Colgate-hárin renna um munn okkar daglega, stökk hár, mjúk hár, græn hár, gul hár, barnaburstar, burstar með gúmmígómbursta á annarri hliðinni, keyptir í kippum á heimilið og allir hafa sinn lit til aðgreiningar frá hinum. Tannburstinn er einfalt verkfæri. Notandinn áttar sig á hvernig hann er notaður um leið og hann sér fyrirbærið. Kannski vegna þess að hann er bara prik, sem forfeður okkar notuðu eflaust til að sækja maura sér til matar í trjástofna. Virknin svipuð líka, við skiptum bara maurunum út fyrir Karíusi og Baktusi. Hvernig byrjaði þessi vegferð sem varð að svo sjálfsögðum hlut? Fundist hafa leifar af forvera tannburstans frá því um 3500 f. Krist. Þetta var einfaldlega trjá- sprek sem Babýlonar tuggðu á, útleggst líklega á íslensku sem tuggusproti. Sprotinn hefur einnig fundist í egypskum grafhýsum frá um 3000 f. Krist og eru ritaðar heimildir til frá Kínverjum frá því árið 1600 f. Krist. Grikkir og Rómverjar til forna eru taldir hafa notað tannstöngla við sína tannhirðu. Eftir því sem við komum nær okkur í tíma fer að færast fjör í leikinn. Elsti burstinn með hárum sem fundist hefur er kínverskur og er frá tíma Tang- keisaraveldisins (690–907). Burstinn var framleiddur úr bambus og svínshárum frá kaldari svæðum Kína og Síberíu, þar sem svínum vaxa stífari burstir. Tannburstinn barst svo með ferðalöngum á 16. öld frá Asíu til Evrópu þar sem aðferðin við tannhirðuna var að nudda sótuga og salt tusku við tennurnar. Bretinn William Addis er talinn eiga heiðurinn af fyrsta fjöldaframleidda burstanum í Evrópu í kringum 1770. Honum leiddist fangelsisvist sem hann sat af sér og ákvað að tuskuaðferðin væri léleg og hannaði því bursta úr beini og fangavarðahárum. Þessi frumgerð varð síðar fyrirmynd að fjöldaframleiddri vöru eftir að tukthúsvist hans lauk. Fyrsti Ford T-bíllinn skreið af færibandinu árið 1908, um svipað leyti voru menn að átta sig á því að plastburstar væru sniðugri en dýrahársburstar sem héldu lengi í sér vatni og bakteríum. Á þessum tíma var fjöldaframleiðsla á burstum komin á í Evrópu og Ameríku og eftirspurnin að aukast þrátt fyrir að tannburstun hafi ekki orðið almenn á bandarískum heimilum fyrr en eftir seinna stríð þar sem hermönnum var skylt að bursta daglega. Burstinn hefur síðan eftir plastbyltinguna fengið alls konar upplyftingu. Nefna má straumlínulagaðri handföng, löng hár á köntunum og styttri fyrir miðju til að ná að hjúpa tönnina betur, fjaðrandi framenda, gúmmí til að kitla tannholdið og svo mætti lengi telja. Til marks um mikilvægi burstans var hann valinn sú uppfinning sem Bandaríkjamenn mættu minnst við að missa árið 2003. Tannburstinn á sér sem sagt langa sögu þrátt fyrir að láta lítið fyrir sér fara og hér var bara stikl- að á stóru. Við eigum forfeðrum okkar mikið að þakka að við getum í dag vaknað með Colgate- bros á vör og farið með hreinar og fínar tennur út í daginn. Halldór Laxness segir í Alþýðubókinni að hefði hann efni á að gefa öllum Íslendingum tannbursta, mundi hann gera þjóðinni meira gagn en þótt hann skrifaði handa henni ódauðleg ljóð. /Jóhannes F. Halldórsson Saga tannburstans STEKKUR Ástæðan fyrir því að vinna skipulag og tilgangurinn með því virðist oft gleymast og umræða um skipulasmál þróast því miður gjarnan þannig að þátttakend- ur skipast í lið – með eða á móti skipulagsframkvæmdunum. Þeir sem vinna við skipulag forðast svo oft að tjá sig um málið að líkja mætti því við þöggun, sem stafar kannski af hræðslu við að fá ekki fleiri verkefni. Richard E. Klosterman fjallaði um rök með og á móti skipulagi í nútíma lýðræðislegu samfélagi með frjálsa markaði í grein sem kom út 1985. Rökunum skiptir hann upp í fjóra eftirfarandi flokka: Hagræn rök Hægræn öfl þrýsta á að einfalda skipulagsferlið og fækka reglu- gerðum. Hugmyndafræðin gengur út á að frjálsir markaðir leiði til þeirra ákvarðana sem eru bestar og best sé að lágmarka opinber afskipti. Það byggist á þeirri forsendu að markaðir séu full- komnir og enginn aðili hafi mark- aðsráðandi stöðu. Það á þó alls ekki alltaf við og sér í lagi ekki þar sem teknar eru ákvarðanir sem skipta máli fyrir aðra en þá sem koma beint að ákvarðanatökunni. Þegar einhver af forsendum fyrir fullkomnum mörk- uðum heldur ekki er talað um mark- aðsbresti og þá er hugsanlegt að íhlutun opinberra aðila geti leitt til betri niðurstöðu fyrir samfélagið. Það á til dæmis við um almanna- gæði svo sem almenningsgarða þar sem notkun eins aðila takmarkar ekki notkun annars. Annað dæmi þar sem markaðir bresta er þegar kostnaður vegna starfsemi fellur á aðra, til dæmis sem mengun. Skipulag leikur mikilvægt hlut- verk í aðskilnaði ósam rýmanlegrar starfsemi. Enn eitt dæmi þar sem íhlutun hins opinbera getur haft áhrif er þegar ákvarðanir einkaað- ila leita í óhagstætt jafnvægi vegna væntinga um hegðun annarra. Slík dæmi geta til að mynda komið upp í sambandi við viðhald á fjölbýl- ishúsum. Svona vandi er þekktur sem prisoners‘ dilemma. Enn fremur eru ákveðnir aðilar sem geta orðið undir í samkeppni á frjálsum markaði. Hið opinbera getur haft áhrif á skiptingu gæða og gætt hagsmuna barna og eldri borgara. Inngrip stjórnvalda í markaðs- bresti felst því ekki aðeins í opinberri mótun skipulags. Markaðsaðferðir eru skilvirkari en miðstýring. Markmið samfé- lagsins þurfa að vera skýr svo að niðurstaða skipulags skili sínu hlutverki. Fjölbreytileiki Ákvarðanir stjórnvalda eiga að styðja við markaðssamkeppni. Því miður er samkeppni á stjórmála- vettvangi ekki fullkomin frekar en markaðssamkeppnin. Munur er á hugmyndafræði og raunveruleika. Tilteknir hópar eru með ráðandi stöðu á ákveðnum sviðum stjórn- mála. Stjórnvöld þurfa að tryggja að tekið sé viðeigandi tillit til sjón- armiða minnihlutahópa og einstak- linga sem eiga sér ekki málsvara. Hefðbundin sjónarmið Það er hlutverk hins opinbera að útvega almannagæði. Þröngt skorðaðar áætlanir hins opinbera ná iðulega hvorki utan um vanda- málið né koma með fullnægjandi lausn. Marxísk rök Marxistar líta svo á að hið opin- bera sé hlutlaust verkfæri sem sér um að uppfylla þarfir samfélags- ins. Til að ná framförum þarf sam- félagið að umbylta vinnuaflinu og fela hinu opinbera þær ákvarðanir sem teknar eru á mörkuðum og á vettvangi stjórnmála. Þótt það samræmist fyrirkomu- lagi skipulagsmála nú á tímum býður marxíska kerfið ekki upp á annan farveg breytinga en byltingu. Slík athöfn dregur úr mikilvægi skipulags og er ólíkleg í vextrænum lýðræðisríkjum. Samantekt Þessi sjónarmið gefa til kynna ferns konar hlutverk skipulags. Í fyrsta lagi er því ætlað að styðja við sameiginlegar þarfir samfé- lagsins. Í annan stað að taka tillit til ytri áhrifa athafna einstaklinga og hópa. Í þriðja lagi að bæta upplýsingar fyrir ákvarðanatöku opinberra aðila og einstaklinga og að lokum að vernda þarfir þeirra sem minnst mega sín. Skipulag má samt ekki falla í farveg endurtekningar og strangra verndunarreglna. Til að fá aukinn stuðning frá samfélaginu þyrfti hið opinbera að bæta skilning sinn á almannahagsmunum, upplýsing- um og stjórnmálaathöfnum. Þá gæti skipulag uppfyllt betur grunn- þarfir samfélagsins. SKIPULAGSMÁL Af hverju skipulag? Sigríður Kristjánsdóttir lektor − auðlinda- og umhverfisdeild LbhÍ sigridur@lbhi.is Nýja fjósið sómir sér vel við bæinn Hvamm í Ölfusi, alls um 830 fermetrar að stærð. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýtt og glæsilegt fjós á Hvammi í Ölfusi „Byggingin gjörbreytir allri aðstöðu hjá okkur, við erum í skýj- unum með nýja fjósið og ekki síður kýrnar og nautgripirnir sem eru komnir inn í það, þetta er draum- ur sem er orðinn að veruleika,“ segir Pétur Guðmundsson, bóndi á Hvammi Í Ölfusi. Nýja fjósið sem hann var að taka í notkun er 830 fermetrar að stærð, legubásafjós með geldneyta- aðstöðu, sambyggt eldra fjósi. Pláss er fyrir 67 kýr en nýja fjósið er hannað með aðstöðu fyrir mjaltaþjón þótt hann sé ekki kom- inn. Haughús er undir öllu húsinu. „Við munum nota eldra fjósið fyrir sjúkra- og kálfastíur. Tilgangurinn með nýja fjósinu er að bæta alla aðstöðu fyrir kýrnar og framleiðsl- una, bæta vinnuaðstöðuna og mæta auknum kröfum sem nýjar reglu- gerðir kveða á um,“ bætir Pétur við. /MHH Charlotte Clausen og Pétur á Hvammi eru hæstánægð með nýja fjósið sem Stefán Helgason og hans starfs menn hjá verktakafyrirtækinu Kríutanga byggðu á sjö mánuðum. Húsið kostar eins og gott einbýlishús á höfuðborgar- svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.