Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 „Við erum afskaplega ánægð, aðbúnaður fyrir skepnurnar er mjög góður og mjalta- þjónninn hefur reynst sérlega vel,“ segir Elín Margrét Stefánsdóttir, sem býr ásamt Ævari Hreinssyni, manni sínum, og börnum í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. Yfir 120 manns komu í heimsókn í Fellshlíð nýverið í tilefni af því að eitt ár var liðið frá uppsetningu fyrsta GEA-mjaltaþjónsins á Íslandi, en hann er frá Líflandi. Annar slíkur hefur síðan verið tekinn í notkun og verið að setja þann þriðja upp um þessar mundir. Elín Margrét segir að samhliða því að nýi mjaltaþjónninn var tekinn í notkun hafi breytingar verið gerðar á fjósi og hlöðu á bænum. „Við breyttum gömlu fjósi og hlöðu í lausagöngufjós og þar eru nú básar fyrir 68 mjólkandi kýr, auk þess sem geldkýr hafa sér- pláss í húsunum og þar er einnig aðstaða fyrir geldneyti. Alls höfum við pláss fyrir rúmlega 150 gripi og erum að fullnýta húsin,“ segir hún. Getur tekið frá mjólk frá tilteknum spenum Mjaltaþjónninn í Fellshlíð er af gerðinni Mlone og segir Elín Margrét að hann hafi staðið undir væntingum. Mjaltaþjónninn er útfærður á þann hátt að einn þjónn eða þjarki færist á milli mjaltaklefa og getur hann sinnt allt að fimm klefum, eða á þriðja hundrað kúa. Jafnframt þessu fara þvottur spena, þurrkun, formjaltir og mjaltir fram í spenahylkjum eftir ásetningu og styttir sú tækni viðveru hverrar kýr í mjaltaklefa. Ásetning spenahylkja þykir jafnframt mjög skilvirk hjá MIone-þjóninum og þjónn- inn lærir að þekkja og muna stöðu spena hjá hverri kú. Til viðbótar getur þjónninn tekið mjólk frá tilteknum spenum og leitt í affall eða frátökumjólk. Ekki er því þörf á að hella allri mjólk frá kú sem mælist með hækkandi leiðnitölu í ákveðnum spenum. „Það er mikill kostur að þessi möguleiki er fyrir hendi, að hægt sé að taka mjólk úr einum spena frá ef eitthvað er athugavert, en halda engu að síður áfram að mjólka úr hinum þremur,“ segir hún. Bændur sammála um að gera enn betur Elín Margrét segir að þær breytingar sem gerð- ar voru á þeim húsakosti sem fyrir var kosti um helmingi minna fé en ef ráðist hefði verið í að byggja nýtt fjós. „Við erum ánægð með hvernig til tókst hjá okkur, hér er allt nýuppgert og fínt en útgjöldin eru mun minni en ef við hefðum farið út í nýbyggingar,“ segir Elín. Hún kveðst frekar bjartsýn til framtíðar litið og hún finni fyrir auknum áhuga kúabænda varðandi það að byggja ný fjós eða endurbæta sinn húsakost. „Menn eru ekki neitt að gefast upp, það er langur vegur frá, ég held að almennt séu bændur sammála um að gera enn betur,“ segir hún og nefnir t.d. í því sambandi að Auðhumla/ MS muni nú um áramót hrinda af stað nýju verkefni sem ber nafnið Fyrirmyndarbú. Elín Margrét á sæti í stjórn Auðhumlu og MS og hefur tekið þátt í undirbúningi þess. Dýralæknir á vegum Auðhumlu mun fara heim á þau bú sem þess óska og taka þau út, m.a. skoða dýravelferð og aðbúnað, aðkomu og umgengni. Þau bú sem standast úttektina fá greitt 2% hærra verð fyrir sínar afurðir. Ekki er skylda að taka þátt í verkefninu en það er að sögn Elínar Margrétar hugsað sem hvatning fyrir bændur að gera eins vel og framast er kostur. /MÞÞ Opið fjós í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit: Fyrsti GEA-mjaltaþjónninn hér á landi í notkun í eitt ár − Hefur reynst einstaklega vel, segja ábúendur Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM Stundum geta glöp reynst gróðavegur. Svo fór fyrir mér þá ég fyrir skömmu misfór með höfund að vísunni „Þú mátt eiga vísu vísa“ en fékk blessunarlega leiðréttingu frá hollvini þessa vísnaþáttar, Halldóri Ólafssyni, sem gjörþekkti höfund- inn, Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. Með leiðréttingunni fylgdi nefnilega greinar- korn sem Halldór reit um jarðfræðinginn Sigurð, og birti í tímaritinu Jökli. Í þessum vísnaþætti verða því tilfærðar vísur úr grein Halldórs. Sigurður var einhverju sinni staddur í tímamótateiti heima hjá Magnúsi Kjaran stórkaupmanni.Sigurður þakkaði húsráð- anda með stöku í gestabókina: Þulið er margt í þakkarræðum, þykir mér jafnan klén sú varan. En af hans konu og af hans skræðum öfunda ég Magnús Kjaran. Einhverju sinni á tímum Kröfluelda, eftir innilegu í húsi Norrænu eldfjallastöðvar- innar í Mývatnssveit sakir stórhríðar, orti Sigurður: Víst er þó að voni ég að veðri sloti, að öll var dvölin yndisleg í Eldakoti. Sigurði Thoroddsen verkfræðingi og jarðfræðingnum var vel til vina. Sextugur fékk verkfræðingurinn svofellda kveðju frá jarðfræðingnum: Lífið hratt fram hleypur með jag sitt og stress, hlaup þau jarðfræðingar láta sig engu varða, er aldurinn hækkar hugsa þeir aðeins til þess hve hann er enn lágur á jarðsögumælikvarða. Á jólum 1963 fékk Halldór Ólafsson vísu frá Sigurði, sem þá velktist illa haldinn um borð í varðskipi að rannsaka Surtseyjargosið sem hófst í nóvember það ár: Bráðum hef ég hlotið nóg Herra allsvaldandi. Gef mér ekki gos á sjó, en gos á þurru landi. Halldór fékk svo kveðju frá Sigurði á jólum 1968, en það ár sá fyrir endann á Surtseyjargosinu: Fölna glóðir eyju elds, allar slóðir huldar fönnum; á þó sjóð til ævikvelds enn frá góðum jöklamönnum. Fjallabílstjórinn Guðmundur Jónasson var í vina hópi Sigurðar. Eitt sinn á ferða- lagi um Skagafjörð bað Guðmundur Sigurð að stinga vísu að Jónasi Jónassyni, (Hofdala Jónasi) sem annaðist mæðiveikis- girðingarvörslu við Grundarstokksbrú yfir Héraðsvötn: Glöggt ber vitni getuleysi og fálmi girðingin, því hennar eiginleiki er, að vera illur farartálmi öllu nema garna- og mæðuveiki Sigurður ferðaðist talsvert með Ferðafélagi Íslands. Í einni Kjalferðinni var fararstjóri Hallgrímur Jónasson kunnur hagyrðingur. Hallgrímur orti stanslítið framan af ferðinni, en er á leið, tregaðist honum um tungu. Um þau umskipti orti Sigurður: Mala kvarnir meistarans, mjög þó harðnar stritið. Eru farnir andar hans í Þjóðvarnarritið? Halldór Ólafsson gerðist félagi í Jöklarannsóknarfélagi Íslands og hafði mikið samneyti við Sigurð, og gerðist um hríð aðstoðarmaður hans. Eftir eina vel lukkaða rannsóknarferð á Vatnajökul, gerðu menn sér gleðistund í skálanum í Jökulheimum. Þeir félagar Sigurður og Halldór, sváfu andfætis í sömu koju. Um morguninn kvað Sigurður til Halldórs: Er með þræl í aumu bæli ei mér hæli sérlega. Dauf er sæla‘ á drykkjuhæli Dóri vælir ferlega. 167 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Þær breytingar sem gerðar voru á húsakosti sem fyrir var í Fellshlíð kostuðu helmingi minna fé en ef ráðist hefði verið í að byggja nýtt fjós á staðnum. Yfir 120 manns komu í heimsókn í Fellshlíð í tilefni af því að eitt ár var liðið frá uppsetningu fyrsta GEA-mjaltaþjónsins á Íslandi, en hann er frá Líflandi. Ábúendur í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit, Elín Margrét Stefánsdóttir og Ævar Hreinsson, ásamt börnum sínum, Erni, Þór og Evu Ævars- börnum. Elsta soninn, Jóhann Jóhannesson, myndina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.