Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fréttir Nýverið gaf Krónan það út að egg frá eggjabúum þar sem hænur eru aldar í búrum yrðu ekki í boði í verslunum Krónunnar frá og með 1. júní 2017. Sigurður Gunnar Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að ástæðan fyrir þessari ákvörðun sé sú að Krónan hafi mótað sér stefnu um samfé- lagslega ábyrgð og hluti af henni snýr að dýravelferð. „Það liggur fyrir að það verður bannað að hafa varphænur í búrum og gefinn rúmur aðlögunartími að því. Við vildum einfaldlega taka afstöðu í þessu máli og vera á undan reglugerðunum,“ segir Sigurður. Búrhænuegg eru um 38 prósent allra eggja í Krónunni „Við höfum selt egg frá fjórum fram- leiðendum; sumir eru eingöngu með lausagönguvarphænur, en aðrir eru með þetta blandað. Salan er nokkuð misjöfn milli verslana og í sumum verslunum fást eingöngu egg úr varphænum sem ekki eru í búrum. Sala á lífrænt vottuðum eggjum hefur tekið mikið stökk upp á við og er í sumum verslunum hjá okkur orðin 20 prósent af heildarmagni. Sölu dreif ingin hjá okkur er þannig, að 15 prósent eru lífrænt vottuð egg og um 47 prósent eru úr lausagöngu – saman lagt um 62 prósent. Sala frá búr hænu eggjum er því um 38 prósent. Eftir að hafa rætt þetta breytta fyrirkomulag við bændur, teljum við eðlilegt að gefa framleiðendum svo- lítinn aðlögunartíma og þess vegna er þessi góði fyrirvari tilkominn,“ segir Sigurður. Búrin bönnuð eftir 31. desember 2021 Brigitte Brugger, dýralæknir ali- fuglasjúkdóma hjá Matvæla stofnun, segir að húsakosturinn á eggjabúum sé talsvert að breytast. „Það er víða unnið að því að taka ný hús í notk- un fyrir lausa- gönguhænur,“ segir Brigitte en hefðbundin óinnréttuð búr verða bönnuð eftir 31. des- ember 2021. „Eggjabú eru 13 talsins og nokkur þeirra eru bæði með lausagönguhús og hús með búrum. Mér sýnist skipting vera þannig að um 64 prósenta hæna séu haldnar í hefðbundnum búrum og 35 prósent hæna vera í lausagönguhús- um – og hluti þeirra með aðgang að útisvæði,“ segir Brigitte. /smh Egg frá búrhænum ekki í boði – Krónan ætlar að hætta að selja slík egg frá 1. júní næstkomandi Heimavinnsla og -sala bænda í Breiðdal: Vöruþróun í fullum gangi undir merkjum Breiðdalsbita Ábúendur á bæjunum Gilsár- stekk og Hlíðarenda í Breiðdal hafa tekið höndum saman og stofnað félag sem ber heitið Breiðdalsbiti og hyggjast mark- aðssetja sauðfjárafurðir sínar undir því. Verkefnið hefur hlotið styrk frá Byggðastofnun, í gegnum verk- efnið Brothættar byggðir og bænd- urnir hafa einnig átt samstarf við Matís varðandi ráðgjöf og vöru- þróun. Aðalmarkmið þeirra er að framleiða lítið magn sem er unnið með mikilli alúð, virðingu og ást á kindunum sem þau fá afurðirnar af. Þá verður mikil áhersla lögð á hreinleika og heilnæmi varanna. Búin eru ekki mjög stór og aðeins sauðfjárbúskapur á þeim og því þörf á meiri tekjum með búskapnum. Enda hafa allir ábú- endur sótt vinnu utan þeirra. Stefnt er að því að fullvinna kjöt- afurðir bændanna í vinnslu aðstöðu hjá Svavari Pétri Eysteinssyni og Berglindi Häsler, bændum og smá- framleiðendunum á Karlsstöðum í Berufirði. Þau hafa innréttað gam- alt fjós undir starfsemi sína. Vöruþróun í fullum gangi „Það er vöruþróun í fullum gangi núna,“ segir Guðný Harðardóttir á Gilsárstekk. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með rúllupylsur og kæfu hér heima á bænum og hér eru smakkfundir næstum vikulega, en við reiknum ekki með að fara á fullt með þetta fyrr en eftir áramót þegar ég verð búin að eiga barnið sem ég geng með núna. Þá förum við inn í vinnsluna á Karlsstöðum og förum í kæfugerð og gerum tilraunir með meiri vöruþróun. Svo ætlum við að vera með grillsteikur í sumar. Gamla fjósið á Karlsstöðum er mjög stórt og rúmar okkur auð- veldlega líka. Svo skiptumst við bara á um að nýta aðstöðuna þannig að þetta mun virka eins og matar- smiðja. Við ætlum með fyrstu vörurn- ar á matarmarkaðinn í Hörpu um mánaðamótin febrúar – mars, til að kynna þær og okkur, en hugmyndin er að markaðssetja Breiðdalsbita sem handverk sem sé staðbundið úr Breiðdalnum. Við finnum hér að uppruninn skiptir miklu máli fyrir neytendur og ekki síst ferðamenn. Þetta er þriðji veturinn minn hérna og ég finn fyrir mikilli aukningu ferðamanna hérna um svæðið. Það hefur auðvitað verið einn aðalhvat- inn fyrir því að við fórum af stað, en líka finnum við sterkt fyrir því frá ferðaþjónustuaðilum hér – og uppi á Héraði – að það er kallað mjög ákveðið eftir staðbundinni vöru, ferðamaðurinn vill upplifa svæðið í gegnum öll skynfærin,“ segir Guðný. /smh Sú meinlega villa slæddist í síðustu nautaskrá sem kom út núna í nóvember að Sólon 10069 er merktur sem nýr nautsfaðir. Hið rétta er að hann er ekki til notkunar sem nautsfaðir heldur sem kýrfaðir. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Upplýsingar um nautsfeður eru réttar á nautaskra.net. Nautastöð BÍ Villa í nautaskránni Aukabúnaðarþing ákvarðaði um félagsgjöld: Félagsaðild að BÍ mun kosta 42 þúsund krónur á ári Aukabúnaðarþing var haldið í Bændahöllinni og á Akureyri fimmtudaginn 24. nóvember síð- astliðinn. Aðeins eitt mál var á dagskrá, samþykktar breytingar vegna innheimtu félagsgjalda nú þegar búnaðargjaldið leggst af um áramót. Ákveðið var að almennt félags- gjald verði 3.500 krónur á mánuði (samtals 42 þúsund krónur á ári) á hvert bú, en því fylgir full aðild fyrir tvo einstaklinga. Strax eftir áramót munu forsvarsmenn Bændasamtakanna fara í fundaferð um landið og kynna bændum nýtt fyrirkomulag félagsgjalda. Ástæða þess að kalla þurfti búnaðarþing saman var að í fyrri samþykktum var lagt upp með að leggja veltutengt gjald á félagsmenn. Sú leið reyndist ófær þegar til kastanna kom og var þess í stað ákveðið að styðjast við fast árgjald. Fleiri geta gerst félagar í BÍ Aðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar og lögaðil- ar sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota, enda séu þeir félagar í a.m.k. einu aðildarfélagi samtakanna. Aðild veit- ir full réttindi fyrir tvo einstaklinga eins og fyrr segir, en vilji fleiri á sama búi gerast félagar þarf að greiða viðbótargjald. Aukaaðild að Bændasamtökum Íslands geta átt þeir einstaklingar, 18 ára og eldri, sem búsettir eru á Íslandi og styðja markmið samtak- anna. Sérstaka aukaaðild að samtök- unum geta átt lögaðilar sem starfa við eða í tengslum við landbúnað. Aðild þessara félaga fylgir enginn atkvæðisréttur eða önnur félagsleg réttindi. Kona fyrst þingforseti Í tvennu tilliti var aukabúnaðarþingið sem haldið var í síðustu viku sér- stakt. Í fyrsta sinn var kona þing- forseti en það var Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. Það heyrði líka til tíðinda að í fyrsta sinn var búnaðarþing haldið á tveimur stöðum á landinu með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Auk þess að sitja í Bændahöll voru 11 þingfulltrúar norðan heiða á skrif- stofum Búgarðs á Akureyri. Tókst það vel og gekk snurðulaust fyrir sig. /TB Rúllupylsugerðin á Gilsárstekk er í þróun. Mynd / Gilsárstekkur Guðný Harðardóttir á Gilsárstekk. Brigitte Brugger. Á aukabúnaðarþingi sem haldið var 24. nóvember var kona í fyrsta sinn þingforseti í langri sögu Bændasamtakanna. Það var Oddný Steina Vals- dóttir, sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. Myndir /HKr. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ ræðir tillögu um félagsgjöld. Ekki eru bara karlar í bændastétt. Talið frá vinstri; Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir og Sif Matthíasdóttir. Katrín María Andrésdóttir, fram kvæmda stjóri Sambands garðyrkjumanna, var ritari þingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.