Bændablaðið - 01.12.2016, Side 32

Bændablaðið - 01.12.2016, Side 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 „Það eru margir sem skilja ekki neitt í því hvernig við nennum að standa í þessu. Að þeytast á milli félagsheimila vítt og breitt um landið, standa upp á sviði og spila og syngja í fjóra tíma og hendast svo á einhvern annan stað jafnvel í órafjarlægð,“ segir Friðjón Ingi Jóhannsson, sem fer fyrir Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1995 og hefur verið að óslitið síðan. Nýr diskur frá sveitinni var að koma á markað; Austfirskir staksteinar 3 heitir sá og er, eins og heitið ber með sér, sá þriðji í röð staksteina austfirskra. Hinir fyrri komu út árið 1996 og 2003. Friðjón svarar þeim sem skilja ekki þrautseigju hljómsveitarmeð- lima við þeyting og spilamennsku á dansleikjum á þennan veg: Það er adrenalínið. Þetta er svo ofboðslega skemmtilegt. Og gefandi. Við fáum mikið út úr þessu. Sumir fara út að hlaupa, ganga á fjöll eða hvaðeina, þetta er okkar áhugamál og okkur þykir þetta langt í frá þreytandi eða slítandi. Þá værum við auðvitað ekki að þessu, auk þess sem gestir á dansleikjum myndu fljótt finna ef spilamennskan væri ekki af heilum hug. Við gefum allt í þetta, reynum eftir bestu getu að lesa salinn, hvað fólk vill heyra og dansa við, þannig að prógrammið hjá okkur getur verið breytilegt eftir aldurssamsetningu og stuðinu hverju sinni.“ Í mjólkuriðnaði í 40 ár Friðjón Ingi er að austan, Héraðsmaður í húð og hár og hefur starfaði í mjólkuriðnaði í fjóra áratugi. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri, var þar við nám á árunum 1974 og 1975 og á góðar minningar frá árum sínum þar. „Ég fór beint að námi loknu aftur austur og til starfa hjá Mjólkursamlagi K.H.B. á Egilsstöðum þar sem ég fór á samning hjá öðlingnum Svavari Stefánssyni og hélt síðan í mjólk- urfræðinám til Danmerkur, þar sem ég var árin 1978 til 1979,“ segir Friðjón. Hann hóf að nýju störf að námi loknu hjá Mjólkursamlaginu á Egilsstöðum sem á þeim tíma var að flytja í nýtt hús. „Það var nóg að gera í því starfi, fjölbreytt framleiðsla, árið 1975 voru alls 146 kúabú á félagssvæðinu,“ segir hann og nefnir sem dæmi um þá þróun sem orðið hefur í mjólk- urframleiðslunni að kúabúin séu nú innan við 30 talsins á svæðinu, en þau séu vissulega mun stærri en áður var. „Mér fannst einhverjar blikur á lofti þegar kom fram að aldamót- um og taldi verulegar líkur á að samlagið yrði lagt af. Ég fór því að hugsa mér til hreyfings,“ segir hann en tilfinning hans reyndist á rökum reist, samlagið á Egilsstöðum var selt Mjólkurbúi Flóamanna og eftir stóru MS-sameininguna var tekin ákvörðun um að leggja samlagið á Egilsstöðum niður. Eftir dramatískt ferli var þeirri ákvörðun þó snúið, en framleiðslan eystra einfölduð og sér- hæfð, þar var eftir breytingar einung- is framleiddur Mozzarella-ostur. Mikið til af minnisblöðum Friðjón flutti ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar árið 2000 og réð sig til Mjólkurbús Flóamanna, eins undarlega og það nú hljómar. Þar tók hann við starfi mjólkureftirlits- manns á svæði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, með starfsaðstöðu á Akureyri og í Borgarnesi, en Mjólkurbú Flóamanna hafði þá tekið að sér að sjá um mjólkureftirlit á því svæði. Það náði allt norður í Húnavatnssýslur, vestur í Dali og Vestfirði og niður í Borgarfjörð og Kjós. Þá var hann einnig aftur kominn inn á sitt gamla svæði Mjólkurbús K.H.B. á Egilsstöðum, þar sem samlagið var nú komið í eigu Mjólkurbús Flóamanna. Þessu starfi gegndi Friðjón í sjö ár. „Þetta var mjög skemmtilegt tímabil og ómetanlegt að kynnast bændum á mismunandi svæðum landsins, en svakaleg vinna og svæð- ið stórt. það voru miklir umbrotatímar í iðnaðinum á þessum árum, bæði umdeildar sameiningar og eins mjög hertar kröfur til gæða framleiðslunnar frá bændum. Ég lagði alltaf mikið upp úr góðri þjónustu við bændur, enda af bændum kominn, og ekki má gleyma því að bændur eiga fyrirtækið. Það voru því mikil viðbrigði að komast undir þak þegar ég réð mig til starfa hjá MS Akureyri árið 2008, eftir allan þvælinginn sem fylgir mjólk- ureftirlitsstarfinu.“ Friðjón kveðst oft og tíðum hafa verið gagnrýninn á þær ákvarðanir sem teknar hafa verið á umliðnum árum í mjólkuriðnaðinum, telur margar þeirra orka tvímælis, en telur ekki rétt að tíunda þær skoðanir nánar, slíkt geti haft afdrifaríkar afleiðingar. „Það má þó koma fram að á 40 ára ferli mínum í mjólkuriðnaðinum hefur mikið orðið til af minnisblöð- um, góðum og slæmum, og vinna hafin við að opinbera þau á einn eða annan hátt í fyllingu tímans.“ Í hljómsveitarbransanum frá 1972 Friðjón hefur meðfram sínum dag- legu störfum stundað spilamennsku af miklu kappi. „Ég hóf ferilinn í Alþýðuskólanum á Eiðum árið 1972 í hljómsveit sem bar nafnið Thule 2,5. Þaðan lá leiðin í hljómsveitina Völund og ég kom svo víða við, þar má nefna hljóm- sveitirnar Bigg-Fí-band, Skruggu, Panik, Mánatríó og Slagbrandi. Það er svo árið 1986 sem hljómsveitin Bergmál var stofnuð og starfaði hún allt til ársins 1995, að vísu á tímabili undir nafninu Tríó Eyþórs. Þá var stofnuð Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Sú hljóm- sveit var stofnuð í því skyni að spila á einu balli. Það vatt heldur betur upp á sig, samkomustaðirnir sem sveitin hefur leikið fyrir dansi á eru orðnir 110 talsins í öllum lands- hlutum „og við erum enn að,“ segir Friðjón. Með honum í sveitinni eru þeir Árni Jóhann Óðinsson, sem leik- ur á gítar og syngur, og Daníel Friðjónsson, sonur Friðjóns, er á trommum, en sjálfur er Friðjón á bassanum auk þess að syngja. Milli þess sem strákarnir þeytast þvers og kruss um landið og spila á böllum hér og hvar hafa þeir gefið út fjölda diska. Sá nýjasti var að koma á markaðinn og er sá þriðji í röðinni með lögum eftir austfirska Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar − sendir frá sér þriðja diskinn í röðinni Austfirskir staksteinar: Viljum fyrst og fremst varðveita dans- og dægurlög − og forða þeim frá glötun Friðjón Ingi Jóhannsson, tónlistarmaður, búfræðingur og mjólkureftirlitsmaður, starfar nú hjá MS-Akureyri og er þar á fullu í að framleiða smjör. / MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.