Bændablaðið - 16.11.2017, Page 7

Bændablaðið - 16.11.2017, Page 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra. Þetta er í sjötta skipti sem sviðaveisla er haldin og var húsfyllir á skemmtuninni. Gestir gæddu sér á nýjum, reyktum og söltuðum sviðum, rjúkandi heitum sviðalöppum og nýrri og reyktri sviðasultu. Í eftirrétt var síðan Sherry-frómas, ávaxtagrautur og hinn sívinsæli blóðgrautur sem er jafnan á boðstólum. Reyktu og söltuðu sviðin koma frá Húsavíkurbúinu við Steingrímsfjörð og það eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson sem verka þau. Margir leggja hönd á plóg Að venju sáu heimamenn um veislustjórn og skemmtiatriði, Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli, var veislustjóri og Skagfirðingurinn og Strandamaðurinn Eiríkur Valdimarsson á Hólmavík var ræðumaður kvöldsins. Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson í Hveravík sáu um tónlistaratriði og skemmtisögur. Allt var það ljóm- andi vel heppnað og b r á ð s k e m m t i l e g t . Margir leggja hönd á plóginn við undirbúning veislunnar. Öll sú fyrirhöfn er unnin í sjálfboðavinnu og sama gildir um þá sem troða upp. Fyrir það eru forsvarsmenn Sauðfjárseturs ins þakklátir. /MÞÞ Sviðaveisla Sauðfjársetursins haldin í Sævangi í Steingrímsfirði: Ný, reykt og söltuð svið og rjúkandi sviðalappir MÆLT AF MUNNI FRAM Gunnar Veltan fékk í síðasta vísnaþætti birta hugsmíð sína um Höskuld Einarsson frá Vatnshorni í Skorradal. Nýverið rak á fjörur mínar ein afbragðs vísa Höskuldar ort til Húnvetninga. Í þessum þætti er alltaf rúm fyrir slíkar: Þó ég leiti um stormastorð stærstu hugrenninga, finn ég bara engin orð yfir Húnvetninga. Þrátt fyrir ylinn sem ofangreind vísa færir, þá eru andleg samskipti okkar Einars Kolbeinssonar drjúgum mikil. Fyrr hefur verið vikið að ósérhlífni Einars við fæðuöflun bæði til lands og sjávar: Lömbin heimti tröllstór tvö; -á tuginn þriðja fallið, þegar kindur sótti sjö sjáðu til, í fjallið. Ennþá er ég að finna féð; er fráleitt þó ég spyrji, hvort hafir þú nokkurn svartfugl séð svamla á Eyjafirði? Og litlu síðar sendir Einar vísu: Veit ég enn af vin í stað varða ævigötu; hefurðu nokkuð aðgang að afbragðs síld í fötu? Nýverið sendi Einar stöðuskýrslu úr búri sínu í Bólstaðarhlíð: Síst í fleti ligg í leti lengi getur batnað tíð, hangiket í nýju neti nú má éta senn í Hlíð. Meðfram því að klóra saman efni í þennan vísnaþátt þá hlýði ég á útvarpsmessu. Þá verður mér fyrir að fletta í einni af þeim ljóðabókum sem blessaður maðurinn hann Björn Ingólfsson á Grenivík gaf mér. Ljóðakverið, sem er eftir Pál Vatnsdal, og hann gaf út sjálfur,var einungis ljósprentað í 200 eintökum. Kverið kallaði Páll Glettur. Það sýnist réttnefni, því vísurnar eru kátlegar mjög. Fyrir verður bragur sem Páll nefnir „Götumessa“ og hefur yfir sér nokkuð annan brag en útvarpsmessan tilvitnuð: Þú stendur á strætis-horni og stóryrðum þeytir í kring, og vísar öllum og öllu í eilífa fordæming. Og hjarta þitt skelfist og hrærist af hugsuninni um það, að allt eigi eftir að lenda í eilífum kvalastað. Þú telur þinn trúmálavefur sé toglaus og skínandi hreinn, -þó uppistaðan sé eldur og ívafið brennisteinn. Þú hamast og hrópandi lemur höfðinu steininn við, -og segist feta í fótspor hans sem frelsaði mannkynið. En hver skyldi komast lengra í að kenna‘ okkur sanna trú: Kristur af hásæti kærleikans -eða úr kvölum helvítis þú. Miðlungi málvör var hún Gunna sem Páll yrkir um vísu og nefnir „Ég sel ekki dýrara en ég keypti“: Þó dýrtíðin klónum kræki og kreppan að sumum herði, sögurnar sínar hún Gunna selur með innkaupsverði. Í vísnabók annarrar stúlku setti Páll þessa fallegu vísu: Settu stefnu sólu mót sjáirðu hana ljóma. Telfdu djarft og hirtu ei hót um heimsins sleggjudóma. 190 Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra. Myndir / Jón Jónsson LÍF&STARF Gestir gæddu sér á nýjum, reyktum og söltuðum sviðum, rjúkandi heitum sviðalöppum og nýrri og reyktri sviðasultu.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.