Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 16.11.2017, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 FRÉTTIR Austfirðingar hafa eflaust rekið upp stór augu þegar þeir flettu síðasta Bændablaði. Með frétt um tillögu að sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar á bls. 12 birtist mynd af Djúpavogi í stað Breiðdalsvíkur sem þar átti að vera samkvæmt myndatexta. Nærtækast væri auðvitað að kenna um landsþekktum aulahætti utansveitarmanna, en skýringin er einfaldlega klaufaskapur undirritaðs við innsetningu myndar þegar verið var að senda blaðið í prentun. Búið var að setja inn réttu myndina eins og hún er í vefútgáfu blaðsins, en á skjáborðinu var líka mynd af þeim fallega stað Djúpavogi, sem var í fljótfærni sett inn á síðuna. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja Austfirðinga, og þá sér í lagi íbúa Breiðdalsvíkur, velvirðingar á þessum klaufaskap, því fátt er jafn pirrandi fyrir landsbyggðarmann og rangar myndbirtingar af fallegum stöðum á Íslandi. Kær kveðja, Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins Breiðdalsvík i Breiðdalshreppi. Mynd / HKr. Röng myndbirting Fjölskyldu og landbúnaðar- sýningin „Hey bóndi 2017“ var haldin á Hvolsvelli laugardaginn 4. nóvember. Hátíðin sló heldur betur í gegn því þar var mikið fjölmenni saman komið og stemningin með allra besta móti. Boðið var upp á tækjasýningu, kynningu á fyrirtækjum, barnadagskrá, fyrirlestra og fleira og fleira. Það var Fóðurblandan sem hafði veg og vanda af deginum. Magnús Hlynur Hreiðarsson var á staðnum og tók meðfylgjandi ljósmyndir. Eftirherman og orginallinn anna vart eftirspurn Guðni Th. Jóhannesson. forseti Íslands, orginallinn Guðni Ágústsson, Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Margrét Japanir eru hrifnir af hráu hrossakjöti: Verð fyrir hrossakjöt á Japansmarkað hækkar Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu hafa hækkað skilaverð fyrir hrossakjöt úr 105 krónum fyrir kílóið í 126 krónur fyrir hross sem flokkast á Japansmarkað. Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, fagnar því að hærra verð fáist fyrir hrossakjöt og að það sé í gangi vöruþróun við vinnslu á kjötinu. „Japanirnir geta og eru tilbúnir til að taka við talsvert meiru af hrossakjöti en þeir gera í dag. Viðskiptin eru enn í þróun og Kaupfélag Skagfirðinga hefur verið þar í fararbroddi.“ Japanskir kjötskurðarmenn „Hér voru japanskir kjötskurðarmenn á ferð fyrir skömmu og þeir hafa reyndar komið hér áður. Þannig að það er verið að vinna í þessu og ganga lengra í viðskiptunum. Okkur er mjög umhugað um að hrossaskrokkurinn verði nýttur sem allra best og betur en gert hefur verið fram til þessa. Japanirnir nýta skrokkinn mun betur en við og kaupa alla fitu, tungur, lifur og alla vöðva af hrossum sem flokkast inn á þann markað og við flytjum allt saman út frosið.“ Betri nýting fyrir Japansmarkað Sveinn segir að á sama tíma í fyrra hafi skilaverð fyrir hrossakjöt verið 65 krónur fyrir kílóið og engin úrvinnsla að ráði á kaupinu. „Á þeim tíma voru aðeins notaðir vöðvar eins og lundir og file sem fóru á veitingahúsamarkaðinn. Í Japan er aftur á móti mun meira af hrossinu nýtt sem hingað til hefur verið hent og nýting sláturhrossa því mun betri. /VH Japanir eru hrifnir af hrossakjöti og borða góða vöðva hráa. Sveinn Steinarsson. Hrossakjöt í kæli í Sláturhúsinu á Hellu. Mynd / HKr. Fjölmenni á „Hey bóndi 2017“ á Hvolsvelli Finnbogi Magnússon hjá Jötunn Vél- um var ánægður með daginn og gaf sér góðan tíma til að tala við gesti og gangandi. Adrian Packington, sérfræðingur í fóðrun nautgripa hjá DSM, var einn af þeim sem hélt áhugavert erindi á sýningunni. Gestur Einarsson, útvarpsmaður frá Hæli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sendi beint út frá deginum á Útvarpi Suðurlands. Félagarnir Jóhannes Kristjáns- son og Guðni Ágústsson, eða eftirherman og orginallinn, hafa verið á þönum um landið undanfarna mánuði og verið glatt á hjalla hvar sem þeir hafa komið. Þeir eru með óskir um að koma aftur í sum pláss. Guðni segir að á dögunum hafi þeir verið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar hafi verið fullur salur, eða 200 manns, og þannig sé þetta gríðarleg aðsókn. „Við erum í mikilli eftirspurn og fólk vill fá okkur í héruðin, enda á Jóhannes 40 ára leiklistarafmæli. Hann hefur skemmt með eftirhermum og gamansögum í hverju einasta félagsheimili. Nú förum við saman eins og bræður og segjum sögur og Jóhannes hermir eftir þjóðþekktum mönnum. Hann er magnaður og auðvitað einstakur skemmtikraftur að þessu leyti, hann nánast holdgervist, verður eins og karakterinn sem hann hefur tekið að sér, þetta kemur vel fram á sýningunum hjá okkur,“ segir Guðni. „Við erum búnir að vera í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson, kom með móður sinni og skemmti sér konunglega. Svo erum við komnir í Iðnó, en höldum líka áfram að sinna landsbyggðinni. Fram undan er Græni hatturinn á Akureyri í annað sinn, Miðgarður í Skagafirði, Logaland í Borgar firði, Félagsgarður í Kjós og Hótel Sel- foss 1. desember. Guðna finnst Alþingi Íslendinga ekki vera á eins góðum stað og áður fyrr hvað bæði virðingu og jafnframt skemmtilegheit varðar. Gömlu stjórnmálamennirnir voru frægir fyrir hnyttin tilsvör og framboðsfundir loguðu af húmor og glettni, það jaðraði við að sumir væru þá með uppistand í sínum alvarlegu ræðum og kannski er það listin til að fá fólk til að sækja fundi og messur. Jafnframt var alltaf mikið af góðum hagyrðingum á Alþingi sem séra Hjálmar Jónsson virkjaði svo vel með frægum kvæðamannakvöldum. /HKr. Móðir forseta Íslands, Margrét Thorlacius, og Guðni Th. Jóhannesson forseti skemmtu sér greinilega konunglega ásamt fjölda gesta á uppistandi þeirra Guðna og Jóhannesar í Bæjarbíói fyrir skömmu. Sýningin var haldin í Félagsheimil- inu Hvoli, tækjasýning var á planinu fyrir utan þar sem mátti sjá stór og lítil tæki og allt þar á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.