Bændablaðið - 16.11.2017, Side 21

Bændablaðið - 16.11.2017, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 út mismuninn með AEA- losunarheimildum sem því voru úthlutaðar í kerfi um skiptingu ábyrgðar. Ekki enn niður njörvað Þetta er þó alls ekki eins klippt, skorið og geirneglt eins og ætla mætti. Í skýrslunni segir að ýmsar grundvallarreglur ESB um stjórn loftslagsmála frá 2021–2030, þ.á m. um skiptingu ábyrgðar milli aðildarríkja, skyldu ríkja á sviði LULUCF og rekstur viðskiptakerfisins hafa ekki verið endanlega samþykktar þó að drög liggi fyrir. Auk þess er óvíst hvenær og með hvaða hætti þessar reglur verða teknar upp í EES-samninginn og innleiddar hér á landi. Þar að auki á enn eftir að ná samkomulagi við ESB um hlutdeild Íslands í sameiginlega 40% markmiðinu. Náist ekki samningar við aðildarríki ESB mun Ísland setja sér markmið á annan hátt og skila þeim áætlunum sínum til skrifstofu UNFCCC. Lítið sem ekkert liggur fyrir um hvernig slíkt markmið myndi líta út. Nokkur óvissa um skuldbindingar Íslands til 2030 Eins og ráða má af framansögðu ríkir nokkur óvissa um þær skuldbindingar sem Ísland mun undirgangast fram til 2030. Einnig er óljóst að hve miklu leyti hægt verður að nýta LULUCF-aðgerðir til að uppfylla skuldbindingarnar. Þar sem ESB viðurkennir aðeins að takmörkuðu leyti að telja megi slíkar aðgerðir fram á móti losun gagnvart markmiði ESB samkvæmt Parísarsamningnum – og vegna þess að Ísland hefur ekki sett sér sjálfstætt markmið á sviði landnotkunar – er hugsanlegt að aðgerðir á sviði landnotkunar hér á landi verði að miklu leyti óháðar reglum Parísarsamningsins, þ.á m. fjárhagshvötum hans. /HKr. Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Uppgræðsla og endurheimt gróðurþekju og jarðvegsmyndun er mikilvægur liður í kolefnisbindingu. Hér er Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, að vinna að uppgræðslu. Mynd / Úr Tímariti Bændablaðsins Gróðurhúsaáhrif Íslenskrar sauðfjárræktar: Heildarlosun talin vera um 291.400 tonn – Einkum um metangas og glaðloft að ræða Landbúnaður er mikilvæg uppspretta gróðurhúsa loft- tegunda á heimsvísu og jafnframt hafa loftslagsbreytingar mikil og vaxandi áhrif á greinina. Það er mat skýrsluhöfunda að heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt sé um 291.400 tonn CO2-ígilda á ári. Þetta nemur 28,6 kg CO2-ígilda á hvert framleitt kg lambakjöts. Kolefnisjöfnun sauðfjárræktar hefjist 2018 Landssamtök sauðfjárbænda áætla að kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar geti hafist 2018 og verið að fullu komin til framkvæmda árið 2022 samkvæmt aðgerðaáætlun. Stefnt er að því að allar afurðir frá íslenskum sauðfjárbændum verði vottaðar sem kolefnishlutlausar. Reiknilíkan auðveldar málið Umhverfisráðgjöf Íslands hefur útbúið reiknilíkan sem gerir sauðfjárbændum kleift að reikna kolefnislosun frá búum sínum og átta sig á loftslagsávinningi mótvægisaðgerða. Líkanið verður síðar tengt við rafræn skýrsluhaldskerfi Matvælastofnunar. Stefnt er að því að gera sérstaka þátttökusamninga við bændur og lagt til að Búnaðarstofu MAST verði falin umsjón með verkefninu í samstarfi við Landgræðslu ríkisins, Skógræktina, Landssamtök skógareigenda o.fl. eftir því sem við á. Landssamtök sauðfjárbænda leggja til að komið verði á kerfi þar sem bændur fá 2.500 kr. eingreiðslu fyrir hvert bundið eða samandregið tonn af CO2-ígildum sem falla undir fyrirfram skilgreindan ramma til viðbótar við útlagðan kostnað. Losun frá landbúnaði Þegar rætt er um losun gróðurhúsa- lofttegunda frá landbúnaði í skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands er oftast, nema annað sé tekið fram, miðað við flokkun loftslagssamningsins, en skv. henni fellur losun vegna eftirtalinna þátta undir landbúnað: • Metangerjun búfjár (metan) • Meðhöndlun búfjáráburðar (metan, glaðloft) • Ræktun hrísgrjóna (metan) • Notkun tilbúins áburðar og búfjáráburðar á ræktarland (glaðloft) • Sinubrunar á hitabeltissléttum (metan og glaðloft) • Bruni landbúnaðarleifa á ökrum (metan og glaðloft) • Notkun annarra áburðarefna (metan og glaðloft) Losun frá landbúnaði verður einkum vegna búfjár (metan og glaðloft) og vegna dreifingar búfjáráburðar og tilbúins áburðar á tún og akra (glaðloft). Á heimsvísu verður einnig talsverð losun vegna hrísgrjónaframleiðslu (metan). Aðrar uppsprettur eru minni. Samtals nemur losun vegna þessara þátta landbúnaðar 10–15% af heildarlosuninni á heimsvísu. Þar við bætist losun vegna umhirðu/ nýtingar landbúnaðarlands og LULUCF. Þar er um að ræða koldíoxíð, metan og glaðloft vegna röskunar á jarðvegi, svo sem plægingar, en slík röskun stuðlar að losun þess kolefnis sem bundið er í jarðveginum. Auk þess er um að ræða framræslu mýra og eyðingu skóga til að búa til ræktarland. Landbúnaður og LULUCF hafa sérstöðu meðal losunarflokka í losunarútreikningum, þar sem þetta eru ekki einungis uppsprettur heldur einnig „svelgir“, þar sem kolefni getur bundist bæði ofanjarðar í plöntum og neðanjarðar í jarðvegi. Í landbúnaði á sér enn fremur stað „falin“ losun, sem talin er fram undir öðrum flokkum skv. loftslagssamningnum, m.a. vegna rafmagnsnotkunar, eldsneytisnotkunar (dráttarvélar, flutningar) og framleiðslu aðfanga, s.s. áburðar og plöntuvarnarefna. Mismunandi er eftir fram- leiðslugreinum og aðstæðum hversu stór hluti heildarlosunar á rætur að rekja til annarra þátta en þeirra sem taldir eru fram undir landbúnaðarflokknum. Í sauðfjárrækt stafar langstærsti hluti losunarinnar frá þeim þáttum sem taldir eru fram undir landbúnaðarflokknum. Losun á metani og glaðlofti mætt með uppgræðslu og skógrækt Almennt er viðurkennt að erfitt geti verið að draga úr losun á metani og glaðlofti frá landbúnaði. Því gerir tillaga að reglum ESB um skiptingu ábyrgðar ráð fyrir að þau lönd innan ESB þar sem losun frá landbúnaði er hlutfallslega stór hluti af heildarlosun fái aukið svigrúm til að nota aðgerðir á sviði landnotkunar (LULUCF) til að standa við skuldbindingar sínar í sameiginlegu markmiði ESB til 2030.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.