Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 32

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi: Bjórböðin, Gauksmýri og Ólöf í Vogafjósi hlutu viðurkenningar Uppskeruhátíð ferða þjón- ustunnar á Norðurlandi fór fram í Mývatnssveit nýverið og tókst í alla staði ákaflega vel. Mývetningar tóku vel á móti sínum kollegum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir í ýmis fyrirtæki á svæðinu, áður en boðið var upp á kvöldmat og skemmtun í Skjólbrekku. Venju samkvæmt voru þrjár viðurkenningar veittar, Sproti ársins, Fyrirtæki ársins og viðurkenning fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Bjórböðin Sproti ársins Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Að þessu sinni kom hún í hlut Bjórbaðanna á Árskógsströnd, en þau komu með hvelli inn í ferðaþjónustu fyrr á þessu ári. Böðin voru opnuð í júní og vöktu strax mikla athygli bæði hérlendis sem erlendis. Reyndar hafði hugmyndin um byggingu baðanna vakið athygli löngu áður en ráðist var í framkvæmdir, enda slík böð ekki að finna hvar sem er í heiminum. Fyrirtækið kom því ekki aðeins nýtt inn á markaðinn, heldur kom það inn með glænýja upplifun. Bjórböðin hafa skapað sér ákveðna sérstöðu í ferðaþjónustu og ferðaskrifstofur verið fljótar að taka við sér með því að bjóða upp á ferðir þar sem viðkoma í böðunum er innifalin. Ferðaþjónusta á Norðurlandi nýtur góðs af þessari nýjung þar sem þarna er komin eftirsóknarverð þjónusta sem önnur ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér. Það er reyndar ekki bara vegna sjálfra bjórbaðanna, heldur einnig veitingastaðarins og barsins sem hafa notið vinsælda. Fyrirtækið er þegar orðið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Bjórböðin eru rekin af Ragnhildi Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Það fyrirtæki sem fékk verðlaunin í ár er Bjórböðin sem komu með hvelli inn í ferðaþjónustu fyrr á þessu ári. Frá vinstri er Halldór Óli Kjartansson hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands, Ragnheiður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Bjórbaðanna, Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar, sem er einn eigenda Bjórbaðanna, og börn hennar, Ester Líf Ólafsdóttir og Sigurður Bragi Ólafsson bruggmeistari. Viðurkenningin Fyrirtæki ársins er veitt fyrirtæki sem er búið að slíta barnsskónum og hefur skapað sér sterka stöðu á markaði. Að þessu sinni hlaut ferðaþjónustan að Gauksmýri viðurkenninguna Fyrirtæki ársins. Þá er Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogafjósi sem hlaut viðurkenninguna fyrir Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Lengst til hægri er svo Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands. Myndir / Rögnvaldur Már Helgason/Markaðsskrifstofa Norðurlands Landsbankinn býður fyrirtækjum alhliða lausnir fyrir ármál þeirra. Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Sérfræðiþekking á ölbreyttum þörfum fyrirtækja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.