Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 39

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 er steinturn sem byggður er utan í klettinn. Í turninum eru slitnar hringlaga steintröppur sem leiða gesti upp í látlausan og eilítið villtan efri garðinn. Sagan segir að vel hirtir villigarðar eins og þessi hafi þótt tilvaldir fyrir unga aðalsmenn og -meyjar endurreisnartímabilsins til að stunda í feluleiki, daðra og kyssast á laun. Malarstígur frá útgangi turnsins í efri garðinum leiðir gesti að svölum, með fallega munstruðu handriði, sem bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir Verona og að virða garðinn fyrir sér frá sjónarhorni fuglsins. Í efri garðinum eru líka bekkir þar sem hægt er að setjast niður í skugga trjáa. Sítrusarækt og útflutningur Eystri hluti neðrigarðsins er ólíkur aðalgarðinum að því leyti að í dag er hann að mestu grasflöt en var matjurtagarður fyrr á tímum. Við austurvegg garðsins er að finna orangerý, eða gróðurhús, sem notað var til að rækta sítrónur og appelsínur fyrir heimilið og voru sítrusarnir einnig seldir aðalsfólki í Evrópu og til hirðarinnar í Rússlandi. Í austurveggnum er einnig innskot með myndarlegri höggmynd af guði jurtagróðurs, gleði og víns, Dionysos eða Bakkusi, þar sem hann heldur á vínberjaklasa og með lærisvein sér við hlið. Tignir gestir Helsti hvatamaður að gerð garðsins var Agostino Giusti sem uppi var á árunum 1548 til 1615. Auk þess að vera áhugasamur um garðlist lét hann sér annt um mynd- og tónlist og léku lútuleikarar iðulega snemmbarrokk tónlist eða undirleik fyrir castrato-söng í garðinum fyrir tigna gesti. Agostino var vel kynntur háaðlinum um alla Evrópu og gestkvæmt var í garðinum þegar tignir gestir heimsóttu Verona. Mikilmenni eins og Cosimo De Medici, Jóseph II keisari og Fransis I keisari af Austurríki og faðir Maríu Lúísu, eiginkonu Napóleons. Alexander I Rússakeisari, skáldin Púskin og Goethe og tónskáldið Mozart hafa einnig heimsótt garðinn og heillast af honum. Alveg eins og Vilmundur Hansen þegar hann heimsótti garðinn í haust og varði einni dagsstund til að njóta hans. Við göngustíginn undir klettinum er steinturn sem byggður er utan í klettinn. Kjaftur ufsagrýlunnar, undir svölum efrigarðsins, átti það til að spúa eldi sem magnaður var með fýsibelg. Brugmansia 'Feingold', eða englalúður. Aðkoman að garðinum er látlaus og nánast ósýnileg í samfelldri og þröngri götumyndinni. Auðvelt er að villast í völundarhúsinu þrátt fyrir að hekkið sé ekki nema tæpur metri að hæð. Giusti-fjölskyldan reisti sér látlausa höll sem sneri að götunni og ræktaði garð aftan við hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.