Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 55

Bændablaðið - 16.11.2017, Qupperneq 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 16. nóvember 2017 Í síðustu viku kom fyrsta hálkan í Reykjavík og alltaf við þær aðstæður voru margir óviðbúnir á illa útbúnum bílum til aksturs í snjó og hálku. Við þessar aðstæður koma saltbílar út á göturnar snemma á morgnana og salta sem flestar götur borgarinnar. Fyrir nokkuð mörgum árum sagði við mig maður norðan úr landi að á veturna keyrði hann á Akranes og tæki þaðan Akraborgina bíllaus síðasta spölinn því hann vildi ekki pækilsalta bílinn sinn. Saltið mýkir upp göturnar svo að það heyrist minna í nöglunum eftir söltun Síðustu sex vikur hafa hjól- barðaverkstæðin í Reykjavík verið að skipta undir bílum þeirra forsjálu. Að sögn starfsmanna verkstæðanna hefur dekkjasala aldrei verið eins mikil og nú í haust, en nálægt helmingur seldra dekkja eru nagladekk þrátt fyrir áróður gegn nagladekkjanotkun í Reykjavík. Á þessum sex vikum var því kominn mikill fjöldi bíla á nagladekk sem keyrði um auðar götur Reykjavíkur á nöglum. Þrátt fyrir allan þennan fjölda af bílum á nagladekkjum var ekki að sjá í stilltu veðri fyrstu helgina í nóvember að neitt svifryk lægi yfir borginni. Nú er búið að moka salti á göturnar frá fimmtudeginum 9. nóvember og fram á sunnudaginn 12. Fyrir þá sem eru næmir á bíla sína eru til ökumenn sem finna að með öllum þessum saltaustri mýkist malbikið (allavega heyrist minna í nagladekkjum á malbiki eftir að búið er að salta). Er svifrykið saltinu að kenna? Til eru nokkrir sem vilja staðhæfa að með söltun sé verið að leysa upp tjöruna í malbikinu. Eftir verður mölin og fínn sandurinn sem gerir þetta svifrik sem oft sést liggja yfir bænum á björtum stilltum dögum. Við þessa kenningu verður til spurning um hversu umhverfisvænt er að salta göturnar. Tjaran verður eftir á dekkjunum, á bílunum, snjónum og síðan í jarðveginum ýmist með bráðnun á snjónum eða þegar bíleigendur þrífa bílana með leysiefnum (tjaran er í raun tegund af olíu og ef nokkrir lítrar af olíu fara í læki eða sjó er almennt talað um olíuslys). Persónulega vil ég taka undir þessar kenningar og vil allt salt burt af götunum. Ekkert salt og allir á nöglum Stór finnsk könnun á banaslysum í finnskri vetrarumferð um notkun nagladekkja sýndi að 30% færri banaslys eru hjá þeim sem eru á nöglum en hjá þeim sem aka um á ónegldum vetrardekkjum. Á Akureyri hefur til margra ára ekki verið saltaðar götur, eins og allir vita stendur Akureyri inni í firði og töluvert skjólsælla er á Akureyri en í Reykjavík. Aldrei minnist ég þess að hafa séð fréttir af svifryki á Akureyri vegna nagladekkjanotkunar. Undirvagnar á bílum Akureyringa eru mun minna ryðgaðir en undir bílum Reykvíkinga sem keyra í saltpækli nánast allan veturinn með tilheyrandi ryðmyndun á öllum undirvagni bílanna. Miðað við ofangreinda kenningu er Reykjavíkurborg að spilla vísvitandi jarðvegi með því að salta þannig að olía í miklu magni fer í jörð daglega. Vetrardekkjareglugerðin er að lágmarki 3 mm Ég vildi óska að einhver mér fremri í eðlis- og efnafræði gæti hrakið allt það sem hér að ofan er ritað og mér verði gert að éta öll þessi skrif ofan í mig. Allavega hjálpar að vera duglegur að skola með volgu vatni bremsubúnað og undirvagn reglulega sé ekið á höfuðborgarsvæðinu (ef komið er í stutta heimsókn í „saltborgina“ er gott að skola undirvagninn við fyrsta tækifæri). Það ætti hins vegar að vera öllum ljóst að þann 1. nóvember 2014 tók í gildi reglugerð um vetrardekk, en í þessari reglugerð segir að ekki megi vera minna munstur í hjólbörðum á veturna en 3 mm munstursdýpt. Það gildir frá 1. nóvember til 15. apríl. Er söltun á götum umhverfissóðaskapur? Bændablaðið kemur næst út 30. nóvember Smáauglýsingar 56-30-300 KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is KRYDD- BLANDA STÆKKA BLAÐUR ÚTVORTIS SÁLDRA SKRÁ MJAKA SVOPN K A M M B Y S S A LGJALDA A U N A TIFUMFRAM T I K K ARÓL R K S Y R G J A R A M MÖRHRÓP F I T A LJÓÐUR PRAKKARI LEYFI SPRIKL F R Í ÁLAGSAKEYRIR O K I EINKARFÚSKA A L L Í RÖÐHÁMA F ÍÞRÓTTA- FÉLAG ÓFORSJÁLNI TREGA TÓN- TEGUND S P I L A DRABBNOKKRIR S L A R K STRIT ÓNÁÐA ÝLEIKA T Ú Ð A FJALLÞJÁNINGA F E L L VIÐBÓTTUNGUMÁL Á B Ó TSTÚTUR O K SKIKI FÖST STÆRÐ S K Á K KROPPUR INNIHALD L Í K A M IKLAFI R I F MERKIGRUFLA V I T I SKARASPILLA R A K A TALABEIN M SEYTLARREISA A G A R ODDILÓN N E S HALLANDIKAFMÆÐI S K Á A F S A L MJAKA H N I K A ÓLÆTIBLEKKING A TAF-HENDING L E T R A HRÆÐASTÁTT Ó T T A S T TVEIR EINS TSKRIFA D A R Ð I V F A NAUMUR R S A P KRYDD A K R A LITA N M I Á L L L AFJÚK VARA VIÐ 72 Njarðarnesi 1 sími 460 4350 Hjólbarðaþjónusta - Smurþjónusta - Þrif á bílum - vönduð handverkfæri og fl. Úrval hjólbarða á betra verði Fólksbíla-, traktora-, vinnuvéla-, vagna-, jeppa,- og vörubíladekk í úrvali. Smurþjónusta (Jason ehf.) 20% afsláttur af öllum dekkjum Ármann sími 896 8462 og Tryggvi 896 412 Jeppadekk 35x12,5x15 Double Star vörbíladekk Double Star Vinnu- og dráttarvéladekk Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 MYNDA- BÓK VELJA FISKA MÁNUÐUR NÆSTUM DANS TVEIR NÁÐAR- MEÐAL FLEYGA LÍFSHLAUP LOSA HLJÓÐ- FÆRI RÍKJA GÁSKI LÖNG INNI- LEIKUR ANGAR HLJÓTA SÝKJA BLUND ÓREIÐAVERKFÆRI KÁKA SPYRJA MÆLI- EINING KRASSA HYLLI FITA ANSA HEILU NUDDASTSLÉTTA KÆRLEIKS- ÞEL SAMBAND FUGL KVEÐJA ÓGÆFA NEITUN KK NAFN HITA HRÓ NUDD BORÐA ÚT HARLA HAMINGJA SKAMMT MYNTSKEL SKARÐ NABBI ÓNÆÐI ÞEI HEITI AÐ BAKI BEITA DRYKKUR GYÐJA STAÐ- FESTA SANDMÖL LÍKA ÁTTBRASKA RAUP ÁMA TIL SÖLUSJÁ EFTIR DUL 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.