Bændablaðið - 01.11.2018, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 20188
FRÉTTIR
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda
brosa þeir breitt alla daga. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Villt og alið, ný kjötvinnsla á Hellu:
Mikið að gera í úrbeiningu fyrir bændur
Félagarnir og frændurnir Guð-
mar Jón Tómasson og Har aldur
Gunnar Helgason, sem báðir eru
undan Eyjafjöllunum, opnuðu í
haust kjötvinnslu á Hellu sem
heitir „Villt og alið“. Auk þess að
vera með verslun og gistingu fyrir
ferðamenn í fimm herbergjum
á efri hæð hússins. Kjötvinnslan
hefur gengið ótrúlega vel.
„Já, það hefur verið allt vitlaust
að gera frá því að við opnuðum og
móttökurnar hafa verið æðislegar,
við áttum aldrei von á þessu,“ segir
Guðmar Jón. Félagarnir bjóða upp
á úrbeiningu og pökkun á kjöti af
nautgripum, hrossum, lömbum og
hreindýrum.
Auk þess flytja þeir inn gæða
krydd frá Þýskalandi, ásamt því
að selja svínakjöt frá Korngrísi í
Laxárdal í kjötborðinu sínu. „Við
heyrum ekki annað en að fólk sé
mjög ánægt með vörurnar okkar
í kjötborðinu enda erum við að
fá fólk víða að af Suðurlandi til
okkar og af höfuðborgarsvæðinu
sem er alveg frábært, það spyrst út
hvað kjötið okkar er gott, það er
besta auglýsingin,“ segir Haraldur
Gunnar. Verslunin er opin alla
virka daga frá 10.00 til 18.00 og á
laugardögum frá 10.00 til 14.00.
/MHH
Ánægðir viðskiptavinir er besta auglýsingin sem Haraldur Gunnar og Guðmar
Jón segjast fá. Hér eru tvær hressar húsmæður sem versla mikið hjá þeim.
Kryddið í versluninni þykir einstak-
lega gott og þægilegt í notkun enda
eru strákarnir að springa úr monti
að hafa það í sölu hjá sér beint frá
Þýskalandi.
Nýja kjötvinnslan og gistingin sem
er á efri hæðinni er í þessu húsi við
Þingskála 4 á Hellu.
Opin umræða um götubita og íslenska matarmenningu:
Segjum sögu um upprunann
Íslenski sjávarklasinn stóð fyrir
opinni umræðu um fyrirbærið
„götubiti“ (street food) og íslenska
matarmenningu síðastliðinn
fimmtudag undir yfirskriftinni
Lyst 2018 - Íslenski götubitinn.
Umræðan fór fram í Húsi
sjávarklasans á Grandagarði,
þar sem Fiskmarkaður Íslands
er til húsa.
Íslenski sjávarklasinn rekur
tvær mathallir þar sem svokallaða
„street food-staði“ er að finna;
Hlemm mathöll og Granda mathöll
og nýlegar fréttir benda til að
mathöllum muni fjölga eitthvað
á næstu misserum í Reykjavík;
meðal annars í Kringlunni og á
Bíldshöfða.
Götubitinn eflist um hinn
vestræna heim
Í greiningu Íslenska sjávarklasans,
sem var birt undir fyrirsögninni
Getur götubitinn eflt íslenska
matvælageirann? í aðdraganda
viðburðarins á fimmtudaginn,
kemur fram að götubitamenningin
hafi eflst mikið víða um hinn
vestræna heim og virðist stefna í að
Ísland verði þar enginn eftirbátur.
Þar segir að matur og vangaveltur
um mat virðist nú taka meira pláss
í almenningsrýminu en oftast áður.
„Matur og framleiðsla er einfaldlega
í tísku og tímarit, blöð og bækur
um mat hafa líklega aldrei verið
vinsælli. Í þessu umhverfi verður
vélvædd matvælaframleiðsla og
veitingastaðakeðjur ekki jafn
vinsælar og áður. […] Eitt einkenni
þessara breytinga mætti kalla hina
nýju matarhugsun en hana má skýrt
greina í tilkomu hugtaka á borð
við staðbundin matvæli (e. locally
sourced), lífræn ræktun og lífræn
matvæli (e. organic), árstíðabundin
framleiðsla (e. seasonal), sanngjarnir
viðskiptahættir (e. fair trade), „slow
food“, beint frá býli og fleira í þessum
dúr. Hér mætti einnig bæta við
vaxandi áhuga fyrir götubita (e. street
food) sem hér verður fjallað nánar
um. Götubitastaðir eiga sér langa
sögu í alþjóðlegri matarmenningu.
[…] Einkenni götubitastaða nútímans
eru þau að þeir bjóða ýmsa smárétti á
viðráðanlegu verði og eru oft í eigu
fjölskyldna eða einstaklinga sem
sjálf vinna við matargerðina. […]
Fólk vill í auknum mæli vita hvaðan
maturinn þeirra kemur, hvernig hann
er unninn og jafnvel sjá hvernig það
er gert. Hin nýja matarhugsun snýst
því oftar en ekki um að leita aftur til
upprunans.“
Eftirtaldir fimm örfyrirlestrar
voru haldnir um íslenska götubitann:
Lotte Kjær Andersen,
framkvæmdastjóri Torvehallerne:
„The development and future of
street food in Scandinavia“, Róbert
Aron Magnússon, stofnandi
Reykjavík Street Food: „Reynslan
af rekstri Reykjavík Street Food“,
Steingrímur Sigurgeirsson
frá vinotek.is: „Götubitinn frá
sjónarhóli sælkerans“, Laufey
Haraldsdóttir, lektor við
Háskólann á Hólum: „Íslenska
eldhúsið og götubitinn“ og Edda
Ívarsdóttir borgarhönnuður:
„Reykjavík, skipulag götubitasölu“.
/smh
Franz Gunnarsson, markaðsstjóri mathallar Íslenska sjávarklasans, segir viðburðinn
hafa verið vel heppnaðan. Hann tekur eftirfarandi tíu punkta um götubitann út úr
örfyrirlestrunum sem voru fluttir á fimmtudaginn.
1. Verum stolt af að nota íslensku á stöðunum og kalla þá íslenskum nöfnum – erlendir gestir
vilja upplifa okkar menningu.
2. Verum frumleg í réttum og gerum fáa rétti en gerum þá sem mest frá grunni.
3. Umhverfið á að njóta vafans á öllum sviðum.
4. Götubitastaðir eiga að vera í eigu einstaklinga eða hóps sem hefur ástríðu fyrir mat – ekki
sjóða eða keðja.
5. Njótum fjölbreytninnar í götubita; úti eða inni, blanda af kaupmennsku og veitingasölu,
bændamarkaður, pop-up vagnar, vegan og bacon.
6. Verum sanngjörn í verði.
7. Hugsum um hönnun á öllum stigum – í uppsetningu staðanna, því samfélagi sem við erum
að byggja og ekki síst í framsetningu matarins.
8. „Bitinn“ skiptir meiru máli en „gatan“. Götubiti á að vera lostæti en hann má vera hvar sem er;
á torgum, í iðnaðarhverfum, í skemmum, í íbúðahverfum.
9. Höfum sögu að segja um uppruna staðanna, þá rétti sem við framreiðum eða hvaðan við komum.
10. Það á alltaf að vera nýsköpunarandi og gaman í kringum götubitann.
Götubitinn frá sjónarhóli sælkerans. Myndir / Frank Nieuwenhuis
Lotte Kjær Andersen, fram-
kvæmdastjóri Torvehallerne í
Kaupmannahöfn, sem hýsir fjölda
smárra street food-staða.
Aðalfundur Landssamtaka
raforkubænda árið 2018
verður haldinn á Laxárbakka í
Hvalfjarðarsveit laugardaginn
10. nóvember og hefst hann kl.
13.00.
Landssamtök raforkubænda er
hagsmunafélag þeirra sem eiga og
reka litlar virkjanir allt að 10 MW,
hyggja að framkvæmdum eða hafa
almennan áhuga á orkumálum.
Landssamtökin voru hluti af
sýningarbás Orkustofnunar á
sýningunni, Íslenskur landbúnaður
2018 sem haldin var í Laugardalshöll,
helgina 12.–14 október. Enda
er tilgangur félagsins m.a. að
stuðla að rannsóknum og úttekt
á mögulegri raforkuframleiðslu.
Orkustofnun kynnti á sýningunni
smávirkjanaverkefni sitt en
þeir sem eru með hugmynd
að vatnsaflsvirkjun geta óskað
eftir því að Orkustofnun meti
lágmarksrennsli fyrir virkjunina
og stilli upp hugmynd að henni.
Sjá einnig frétt á heimasíðu
stofnunarinnar, os.is.
Aðalfundi Landssamtaka
raforkubænda er ætlað að fylgja
eftir þeim mikla almenna áhuga
á orkumálum er við upplifðum í
sýningarbás Orkustofnunar ásamt
því að vinna ötullega að helstu
baráttumálum samtakanna.
Ítarleg dagskrá aðalfundar er
væntanleg á heimasíðu samtakanna,
raforkubondi.wordpress.com.
Raforkubændur halda
aðalfund á Laxárbakka
Kerecis hlaut Nýsköpunar-
verðlaun Íslands 2018
– Frumkvöðull í þróun gervihúðar úr fiskroði
Fyrirtækið Kerecis á Ísafirði
hlaut Nýsköpunarverðlaun
Íslands 2018 sem afhent voru á
Ný sköp unar þingi nýlega. Guð-
mundur Fertram Sigurjóns son,
stofnandi og forstjóri Kerecis,
veitti verðlaununum viðtöku úr
hendi Þórdísar Kolbrúnar R.
Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra.
Kerecis er nýsköpunarfyrirtæki
sem vinnur að þróun fjölmargra vara
sem tengjast húð- og vefjaviðgerðum.
Meginstefið í starfsemi fyrirtækisins
er hagnýting á náttúrulegum efnum
sem styðja við endursköpun húðar
og líkamsvefja. Fyrirtækið er með
höfuðstöðvar og framleiðslu á
Ísafirði og hóf rekstur fyrir átta árum.
Í rökstuðningi dómnefndar
segir: Kerecis hefur leitt öflugt
nýsköpunarstarf sem tengir
saman nýja notkunarmöguleika á
sjávarafurðum í heilbrigðistækni.
Fyrirtækið byggir á sterkum
þekkingargrunni og virku samstarfi
við lækna, fyrirtæki og rannsókna-
stofnanir.
Undanfarið hefur fyrirtækið náð
góðum árangri á markaði vegna
sérstöðu afurða fyrirtækisins, enda
hefur Kerecis einkaleyfavarið tækni
sína í yfir 50 löndum. Fyrirtækið
hefur fengið fjölda viðurkenninga
á undanförnum árum og árið 2017
hlaut fyrirtækið Vaxtarsprota ársins,
sem það nýsköpunarfyrirtæki sem óx
hraðast á Íslandi. Samhliða aukinni
markaðssetningu hefur störfum hjá
fyrirtækinu fjölgað hratt og þar
starfa nú yfir 50 manns við þróun,
framleiðslu og sölu.