Bændablaðið - 01.11.2018, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201826
Arna ehf. í Bolungarvík hóf
framleiðslu á laktósafríum
mjólkurvörum í september
2013. Hefur framleiðslunni verið
mjög vel tekið og er fyrirtækið
í stöðugum vexti. Starfsfólk
Örnu hafði í nógu að snúast við
að sinna áhugasömum gestum
á Landbúnaðarsýningunni sem
fram fór í Laugardalshöllinni 12.
til 14. október sl.
„Arna er rétt rúmlega 5 ára
gamalt fyrirtæki og hefur verið í
stöðugum vexti. Síðustu þrjú árin
hefur vöxturinn verið mjög mikill
og hefur gengið mjög vel,“ segir
Hálfdán Óskarsson, stofnandi og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Vinnur úr nær 4 milljónum
lítra á þessu ári
– Þegar fyrirtækið hóf starfsemi
hafði Hálfdán á orði að stefnt væri
að því að nýta alla mjólk sem til
félli á Vestfjörðum, en hún er keypt
í gegnum MS. Hvernig skyldi hafa
til tekist?
„Á þessu ári er mjólkin sem
framleidd er á norðanverðum
Vestfjörðum um einn þriðji af því sem
við þurfum fyrir okkar framleiðslu.
Til viðbótar fáum við mjólk til
vinnslu frá Búðardal. Hún kemur
að hluta af Patreksfjarðarsvæðinu,
að öðru leyti veit ég ekki hvaðan
hún kemur. Þannig erum við þegar
að nýta alla mjólk sem til fellur
á Vestfjörðum og vinnum hana í
Bolungarvík.“
Hálfdán segir að starfsmenn
fyrirtækisins séu nú 22 og
mjólkurmagnið sem Arna tekur
í vinnslu verður nálægt fjórum
milljónum lítra á þessu ári.
Allar vörur Örnu eru úr
laktósafrírri mjólk
Hann segir að viðtökurnar hafi verið
mjög góðar og fólki líki greinilega
við þeirra vörur. Arna ehf.
sérhæfir sig í framleiðslu á
laktósafríum mjólkurvörum,
þ.e. án mjólkursykurs. Vörur
Örnu ehf. eru framleiddar
úr próteinbættri íslenskri
kúamjólk. Vörurnar eru
ferskar og þykja heilnæmar
og góðar, enda upprunnar
í hreinni íslenskri náttúru.
Þær henta öllum sem neyta ferskra
mjólkurafurða, en sérstaklega vel
þeim sem hafa mjólkursykurs óþol
eða kjósa mataræði án laktósa.
Við almenna matargerð koma
mjólkurvörur og laktósi oft við
sögu. Oft þarf fólk því að sneiða
hjá slíkum vörum ef einhver
innan fjölskyldunnar glímir við
mjólkursykursóþol.
Arna býður því
fjölbreytta vörulínu
með stöðugt fleiri
framleiðsluvörum sem
er afrakstur öflugrar
vöruþróunar.
„Laktósafríu mjólkurvörurnar
okkar henta sérstaklega vel þeim
sem finna fyrir óþægindum í kjölfar
neyslu venjulegra
mjólkurafurða, en
einnig þeim sem
sækjast einfaldlega
eft ir ferskum
og bragðgóðum
afurðum.“
Nú eruð þið ekki
einráðir í framleiðslu
á laktósafríum
mjólkurvörum og
með MS sem öflugan
keppinaut sem er
jafnframt ykkar
birgir í hrámjólk.
Hvernig gengur í
samkeppninni?
„Það væri alls
ekki gott að vera
einráðir á markaði
og samkeppnin er því
mjög holl fyrir alla,“
segir Hálfdán.
Ostaframleiðsla Örnu hefst á
Ísafirði eftir áramót
Arna hefur verið að fikra sig
áfram í framleiðslu á laktósafríum
ostum. Fetaostur eða „Salatfeti“
er fyrsta eiginlega ostategund
fyrirtækisins sem byrjað var
að framleiða fyrir þrem árum.
Fyrirtækið hefur tekið gömlu
mjólkurstöðina
á Ísafirði á
leigu, þar sem
hugmynd in
er að framleiða
fleiri gerðir
osta. Fyrirtækið
Vivaldi keypti
húsið af MS og
leigir það áfram
til Örnu. Þarna
var Mjólkursamlag
Ísfirðinga áður
með sína vinnslu,
en það var selt
til MS 2006 og
starfseminni þar
hætt í framhaldinu.
Var Hálfdán um
árabil mjólkur-
bússtjóri hjá MÍ.
„Við hefjum osta-
framleiðslu á Ísafirði
eftir áramótin. Við byrjum á
laktósafríum ferskostum en
venjulegir ferskostar innihalda
laktósa. Hins vegar eyðist laktósinn
úr flestum gömlum ostum sem látnir
eru lagerast. Þess vegna erum við
að stíla inn á ferskostana,“ sagði
Hálfdán Óskarsson. /HKr.
LÍF&STARF
Mjólkurvinnslan Arna ehf. í Bolungarvík sýndi framleiðslu sína á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll:
Nýtir nú alla mjólk sem til fellur
á Vestfjörðum og rúmlega það
– Fær alla mjólk í gegnum MS og er að hefja ostaframleiðslu á Ísafirði eftir áramót
Hálfdán Óskarsson, stofnandi
og framkvæmdastjóri Örnu
í Bolungarvík, hafði í nógu
að snúast með starfsfólki
sínu í bás fyrirtækisins í
Laugardalshöllinni. Myndir / HKr.
Það hefur lengi verið vitað að
hæfnin til þess að melta laktósa
(mjólkursykur) er mismikil eftir
einstaklingum. Mannfólk, eins
og önnur spendýr, framleiðir
laktasa á fyrstu skeiðum lífsins
sem gerir því kleift að brjóta
niður laktósann sem er að finna
í móðurmjólkinni. Það dregur
hins vegar úr framleiðslu
ensímsins hjá flestum
spendýrum þegar fæðumynstur
þeirra breytist með aldrinum.
Hið sama gerist hjá meirihluta
þess mannfólks sem byggir
jörðina, en áætlað er að um 35%
þess geti melt laktósa fram yfir
7–8 ára aldur.
Mismunandi tíðni
mjólkursykursóþols eftir
heimshlutum
Tíðni mjólkursykursóþols er mjög
breytileg eftir heimshlutum, og
getur jafnvel verið mjög ólík innan
sömu landsvæða. Í Evrópu er tíðni
mjólkursykursóþols frekar lág
samanborið við aðrar heimsálfur
þar sem tíðnin getur náð upp í
90100% eins og í sumum löndum
Asíu, Afríku og Suður-Ameríku.
Líkum hefur verið leitt að því að
tíðnin hér á landi sé í samræmi við
það sem þekkist í Skandinavíu og
öðrum löndum Norður-Evrópu,
en þar er hún að jafnaði 4–11%.
Tvísykran laktósi
Laktósi er tvísykra, samansett
úr einsykrunum glúkósa og
galaktósa. Í líkama þeirra sem
búa yfir þeirri hæfni að geta
melt laktósa brotnar hann
niður í glúkósa og galaktósa í
smáþörmunum, sem auðveldar
frásog sykranna út í blóðrásina
Hæfnin til þessa niðurbrots
veltur á framleiðslu líkamans
á ensími sem kallast laktasi, en
virkni þess felur í sér að hvata
niðurbrot laktósans. Skortur á
þessu ensími í smáþörmunum
leiðir til þess að laktósinn fer
óklofinn niður í ristil en frásogast
ekki út í blóðrásina. Í ristlinum
hittir laktósinn fyrir bakteríur sem
nýta hann með tilheyrandi gerjun
og loftmyndun. Þessi samanlagða
atburðarás hefur í för með sér þau
óþægindi í meltingarvegi sem fólk
með mjólkursykursóþol þekkir
einum of vel. Heimild: Arna
Hvað er mjólkursykuróþol?