Bændablaðið - 01.11.2018, Side 27

Bændablaðið - 01.11.2018, Side 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 2018 27 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS Hljóðsokkar á stóla Verð 862 kr. stykkið (Þrír litir) Leitið tilboða í stærri kaup www.stalidjan.is Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Dempar hljóð um allt að 18dB. Minnkar slit á gólfi . Má þvo í þvottavél. Mjög létt að setja á og taka af. Bráðnauðsynlegt í skóla, mötuneyti og allstaðar þar sem að fjölmenni kemur saman. a gar ýg 0030365dB næ sinluA - - fráa aH hf i Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Íslenskt grænmeti er því orðið enn grænna en áður og neytendur fá tryggingu fyrir því að kolefnisfótspor á flutningi grænmetisins eru jöfnuð að fullu af vottuðum aðilum. Samningurinn felur m.a. í sér að haldið er sérstakt kolefnisbókhald til að reikna út kolefnisfótspor í flutningum frá bónda og í verslanir. Út frá þeim gögnum er trjám plantað á tilgreindum svæðum og eru þau vernduð í 60 ár. Þannig er allur akstur vörunnar kolefnisjafnaður. Kolviður er sjóður sem starfar samkvæmt skipulagsskrá samþykktri af stjórnvöldum 2006 og lýtur eftirliti Ríkisendurskoðunar. Stofnendur sjóðsins eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd með stuðningi ríkisstjórnar Íslands, en markmið hans er binding kolefnis í gróðri og jarðvegi til að draga úr styrk koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti. Samkvæmt mælingum á flutningi grænmetis frá framleiðendum hefur Kolviður gróðursett tré sem jafnar út kolefnisfótsporin og sú vinna mun halda áfram um ókomin ár. „Við teljum afar mikilvægt að halda áfram að vera eins vistvæn og græn og við getum. Síðustu ár höfum við tekið mörg stór og mikilvæg skref í þá átt. Þannig er yfir áratugur liðinn frá því að við hættum allri notkun frauðplasts, tæp 10 ár frá því að allri notkun á plastbökkum var hætt og bakkar úr endurvinnanlegum pappa teknir upp í staðinn, fljótlega koma á markað jarðgerðanlegar umbúðir unnar úr jurtasterkju og einnig eru væntanlegir kartöflubréfpokar fyrir okkar kartöflur. Að kolefnisjafna nú akstur grænmetisins er eðlilegt næsta skref. Íslendingar vita hvaðan íslenskt grænmeti kemur og nú að það komi í verslanir ko le fn i s j a fnað ,“ segir Gunnlaugur K a r l s s o n , framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna. „Kolviðarskógar eru nú þegar á Geitasandi á Rangárvöllum og á Úlfljótsvatni og unnið er að samningum um uppbyggingu skógar við Skálholt. Frá upphafi hefur um 600.000 trjám verið plantað í Kolviðarskóga og þeim fyrirtækjum sem vilja kolefnisjafna sig fjölgar jafnt og þétt. Það er afar ánægjulegt að Sölufélag garðyrkjumanna stígi nú þetta skref og stækki enn frekar Kolviðarskóga landsins og geri grænmetið enn grænna,“ segir Reynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Kolviðs. UMHVERFI&LOFTSLAGSMÁL Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður: Grænmetisflutningur kolefnisjafnaður Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur við viðurkenningunni sem þær Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags, og Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og græns Umhverfisvænt Alþingi Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, tók nýlega fyrir hönd Alþingis við viðurkenningu frá Umhverfisstofnun fyrir að hafa tekið formlega fyrsta Græna skrefið. Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags, afhenti viðurkenninguna og sagði af því tilefni að Alþingi sýndi mikilvægt frumkvæði í málinu og að margt smátt gerði eitt stórt. Markvisst hefur verið unnið að því að gera Alþingi að umhverfisvænum vinnustað. Stórlega hefur dregið úr pappírsnotkun með rafrænni útgáfu þingskjala, prenturum hefur verið fækkað, rusl er flokkað á öllum starfsstöðvum, ekki eru notuð plastglös eða annar einnota borðbúnaður, ræstiefni eru umhverfisvottuð, starfsmönnum er boðið upp á samgöngusamninga og margt fleira. „Tilgangur og markmið verkefnisins Græn skref ríkisstofnana er að efla vistvænan rekstur ríkisins, skapa fordæmi í að minnka umhverfisáhrif vinnustaðarins og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Hólmfríður. Verkefnið er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar. Steingrímur lýsti því yfir eftir að hann hafði tekið við viðurkenningunni að næsta skref yrði að hefja undirbúning að því að kolefnisjafna alla starfsemi Alþingis. /MHH Flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.