Bændablaðið - 01.11.2018, Side 34

Bændablaðið - 01.11.2018, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201834 Bill Gates-stofnunin hefur sett fjármagn í fram halds rannsóknir á rafhlöðu sem gengur fyrir hlandi. Hugmyndin er runnin undan rifjum sérfræðinga hjá Bristol Robotic Laboratory sem fundu það út að hægt væri að nota hland sem orkugjafa í rafhlöður. Sýndu þeir m.a. fram á að slíkar rafhlöður geta knúið farsíma. Er þar notast við örverur sem brjóta niður þvagið og mynda við það raforku. /HKr. Dráttarvélarnar IMR Rakovica voru smíð- aðar í Belgrad í gömlu Júgóslavíu sem nú tilheyrir Serbíu. Fyrir- tækið var stofnað 1927 upp úr fyrirtæki sem hét Industrija Aeroplanskih Motora AD. Fékk nýja fyrir- tækið nafnið Industrija motora Rakovica, eða IMR, og smíðaði vélar til ýmissa nota, m.a. í flugvélar og síðar dráttarvélar. Fyrsta dráttarvélin sem smíðuð var af fyrirtækinu í Júgóslavíu hét Zadrugar T-08 af árgerðinni 1949. Var þessi dráttarvél með 42 hestafla bensínmótor. Árið 1954 var svo kominn Perkins dísilmótor í gripinn sem framleiddur var samkvæmt leyfi frá Bretlandi. Árið 1959 fékkst svo leyfi til að framleiða mótora sem hannaðir voru af Landini. Zadrugar T-08 dráttarvélarnar voru framleiddar allavega til ársins 1959, en árið 1967 kom Rakovica 60 dráttarvélin fram á sjónarsviðið. Síðan Rakovica 60 Super árið 1976. IMR Rakovica 47 með húsi og miðstöð Árið 1984 var smíðuð dráttarvél R-47 og var hún framleidd til ársins 1994. Hún var 2,5 tonn og með 46 hestafla (PTO 38,9 hestöfl) IMR Rakovica 2,5 lítra og þriggja strokka dísilmótor. Hægt var að fá á þær vélarhús og með miðstöð til hitunar ef óskað var. Árið 2009 keypti IMR hlut í sameiginlegri framleiðslu með IMT fyrirtækinu. Árið 2011 hófst útflutningur á ósamsettum dráttarvélum undir nafninu CKD til Eþíópíu. Voru slíkar vélar einnig seldar til Egyptalands undir tegundarheitinu EAMCO 761 Super. Var sú dráttarvél með 76 hestafla IMR mótor og forverar hennar R-65- 12 DSDV og R-75- 12BS-DV komu fyrst fram á sjónarsviðið á árinu 2003 og voru framleiddar til ársins 2013. Staðan versnar Árið 2014 var staðan í dráttarvélaframleiðslu IMR og IMT orðin erfið og var lagt til að þau sameinuðust til að eiga möguleika til að lifa af. Ekkert kom þó út úr þeim hugmyndum þótt báðum fyrirtækjunum hafi þá verið stjórnað af sama framkvæmdastjóranum. Rekstri var svo hætt og bæði fyrir- tækin IMR og IMT voru lögð niður árið 2015. Það virðist þó hafa verið endurreist því samkvæmt fjár- m á l a v e f s í ð u n n i Bloomberg er fyrir- tæki með þessu nafni nú með aðsetur á tveimur stöðum, í Beograd í Serbíu og í Svartfjalla landi (Montenegro). /HKr. UTAN ÚR HEIMI Hlanddrifin farsímabatterí Símar hlaðnir með kjaftagangi Vísindamenn í Bretlandi eru sagðir hafa komist að því að mögulegt er að hlaða snjallsíma með því að nota umhverfishljóð. Smíðaður var snjallsími sem byggði á tækni sem nefnd er piezoelectric effect. Var þá búinn til örhleðslubúnaður [Nanogenerator] sem tók upp umhverfishljóð og breytti því í rafstraum. Var þessi búnaður sagður það næmur að hann gat framkallað rafmagn af hljóði sem varð til við samtal fólks. Samkvæmt því ætti fólk að geta hlaðið slíkan síma meðan talað er í hann. Þetta hljómar vissulega undarlega, en langt er síðan menn uppgötvuðu að það væri hægt að hlusta á sólina. Var hljóð sólarinnar meira að segja sent út í eyru íslenskra sjónvarpsáhorfenda nýverið. Miðað við rannsóknir bresku vísindamannanna, þá gæti ómæld verðmæti falist í kjafta glöðum einstaklingum. Væntanlega liggur þá beinast við að virkja talglaða alþingismenn til raforku- framleiðslu. /HKr. Zadrugar og IMR Rakovica Uppskera helmingi minni í Svíþjóð Leita þarf aftur til ársins 1950 til að finna jafn lélegar uppskerutölur í Svíþjóð og er þetta klár afleiðing hins mikla þurrkasumars sem Svíar fóru ekki varhluta af. Áætlanir á uppskeru á korni og olíufræplöntum voru um 4,2 milljónir tonna en nýjustu niðurstöður sýna að einungis náðust inn um 3,5 milljónir tonna. Síðastliðin fimm ár hefur meðaluppskeran verið rétt rúmlega 6 milljónir tonna svo ljóst er að uppskerubresturinn er töluverður. Áætlanir gerðu ráð fyrir að leita þyrfti 25 ár aftur í tímann til að sjá viðlíka uppskerubrest en raunin varð að leita þurfti enn önnur 45 ár aftur til að sjá slíkar tölur, eða allt til ársins 1950. Þetta ástand mun hafa áhrif á bændur og greinina í mörg ár en sænsk yfirvöld lögðu fram neyðarpakka upp á 250 milljónir sænskra króna í sumar og hefur nú þegar verið greitt úr honum 150 milljónir sænskra króna til bænda þar í landi. Nú vinna stjórnvöld hörðum höndum að því að miðla upplýsingum til sænskra bænda fyrir uppskeruárið 2019, svo sem um mikilvægi áhættugreininga og nýjar stefnur fyrir sölu á korni. Eftir þetta erfiða sumar eru Svíar ekki sjálfbærir með korn og er ljóst að þurrkarnir muni einnig hafa áhrif á framleiðslu á mjólkurvörum, kjöti og bjór sem dæmi. /ehg - Bondebladet Skaðsemi Roundup og glyfosats staðfest í hæstarétti San Fransisco: Monsanto og Bayer AG horfa fram á þúsundir lögsókna í Bandaríkjunum Mánudaginn 19. október var kveðinn upp dómur í hæstarétti Norður-Karolínuríkis í Banda- ríkjunum sem staðfestir að Roundup, gróður eyðingar- efni Monsanto, hefur valdið krabbameini hjá garðyrkju- manni sem það notaði. Er þar með komin endanleg dómsniðurstaða sem gefur fordæmi í áralöngum ásökunum um skaðsemi slíkra gróðureyðingarefna. Það var Judge Suzanne Bolanos, dómari við hæstarétt í San Fransisco, sem kvað upp dóminn, en málið fór fyrir réttinn vegna áfrýjunar Monsanto á niðurstöðu undirréttar í dómsmáli sem Dewayne Johnson höfðaði 2016 eftir að hann fékk krabbamein sem hann taldi hafa orsakast af meðhöndlun hans á Roundup við sín störf við umhirðu garða. Virka efnið í Roundup er glyfosat sem Monsanto og ýmsir vísindamenn, hafa fullyrt að væri skaðlaust, þrátt fyrir að Alþjóða- heilbrigðisstofnunin WHO hafi áður gefið út að glyfosat gæti orsakað eitlaæxli. Johnson fór fram á 289 milljónir dollara í bætur en Bolanos dómari dæmdi Monsanto til að greiða honum 78 milljónir dollara. Auk þess var fyrirtækið dæmt til að greiða 39 milljóna dollara refsingu í stað 250 milljóna króna kröfu, fyrir að láta undir höfuð leggjast að vara fólk við skaðsemi Roundup og annarra afurða sem innihalda glyfosat. Var Monsanto m.a. dæmt fyrir það að hafa ekki varað Johnson við skaðsemi efnanna og að það gæti valdið krabbameini. Læknir Johnson telur litlar líkur á að hann eigi meira en tvö ár eftir ólifuð vegna sjúkdómsins. Mál Dewayne Johnson er það fyrsta þar sem skaðsemi Ropundup og þar með á virka efninu glyfosati er staðfest með dómi. Monsanto, sem nú er komið í eigu þýska efnarisans Bayer AG, horfir nú að sögn fram á allt að 8.000 lögsóknir af svipuðum toga bara í Bandaríkjunum. Enginn veit hvaða skriðu þessi dómsniðurstaða kann að hafa á lögsóknir t.d. í Evrópu og víðar, en efnið er sagt í notkun í yfir 160 löndum. Heildarnotkun á glyfosati í heiminum er talin vera um 635 þúsund tonn á ári. /HKr. Hinn 46 ára gamli Dewayne Johnson, sem lagði risafyrirtækið Monsanto fyrir dómi í San Fransisco og fékk þar staðfesta skaðsemi gróður- eyðingarefnisins Roundup.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.