Bændablaðið - 01.11.2018, Síða 48

Bændablaðið - 01.11.2018, Síða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201848 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Halldór og Halldóra Lilja keyptu jörðina Ytri-Hofdali árið 1986 og fluttu úr Svarfaðardalnum ásamt kettinum Pollý og tveimur sonum, Þórarni og Bjarka, og hófu blandaðan búskap. Ári seinna bættist Þórdís við. Þau hafa unað sér vel þar síðan. Býli: Ytri-Hofdalir. Staðsett í sveit: Í miðjum Skagafirði. Ábúendur: Á neðri bænum búa Halldór Jónasson, Halldóra Lilja Þórarinsdóttir og Þórarinn Már Halldórsson. Á efri bænum búa Þórdís Halldórsdóttir, Herbert Hjálmarsson og Hjálmar Herbertsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þetta telur allt frá ellilífeyrisþega niður í ungbarn og allt þar á milli. Tveir vel virkir Border Collie hundar, þeir Tappi og Krummi, og tveir fjósakettir; Branda og Panda. Stærð jarðar? 187 ha, þar af tæp- lega 50 ha ræktaðir. Gerð bús? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? 31 mjólkurkýr í gömlu fjósi með brautarkerfi, 200 kindur í garða- húsum. 50 geldneyti og slatti af hrossum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjar og endar með mjöltum á kúm, gjöfum hjá geldneytum og á veturna þegar búið er að taka inn, þá hjá sauðfé líka. Svo á milli eru tækluð þau viðfangsefni sem falla til, sem eru alltaf einhver, mismunandi bara eftir árstíðum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er sauðburður, göngur og þegar fæðist kvíga sem ekki er rauð á litinn (og lifandi) og fallega flekkótt lamb. Leiðinlegast er að velja úr á sláturhús gimbrar og girðingarvinna. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði bara tæknivæddari mögulega. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Mætti vera kannski fjölbreyttari en annars er þetta á góðri leið. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við segjum bara eins og Sigurgeir Sindri myndi segja: „Framtíðin er björt“. Hvar teljið þið að helstu tæki - færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með vaxandi upplýsinga- flæði til neytenda ættum við að einbeita okkur að því að halda okkar vörnum og halda okkar framleiðslum öllum hreinum. Hér er lítil lyfjanotkun og það er stórt tromp til framtíðarinnar litið til útflutnings. Ferskt innflutt kjöt inn á markaðinn er grafalvarlegt mál. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Örnu mjólkurvörur, (elsti bóndinn á bænum er með mjólkuróþol) Lýsi, egg og rabarbarasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Mikið steikt og vel krydduð lambaslög og kjöt og karrí. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fórum vestur á Snæfellsnesið í Mávahlíð fyrir mörgum árum að kaupa gimbrar og hrúta, það snarbreytti sauðfjárræktinni okkar. Og þegar að farið var úr þurrheysverkun í rúllurnar. Hafragrautur og steiktur fiskur Nú þegar íslenskt haframjöl er farið að sjást í búðum ættum við að skoða það nánar. Hafrar geta verið frábær viðbót við heilbrigt mataræði. Flestir borða haframjöl heitt (í hafragraut) í morgunmat, en það er líka hægt að nota þá í bakstur og fleira góðgæti. Hafra- eða chiagrautur Hafrar eru ótrúlega nærandi matvara sem eru fullir af mikilvægum vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Að auki eru þeir ríkir af trefjum og próteinum, í samanburði við annað korn. Hafrar hafa þá eiginleika að geta stuðlað að lægri blóðsykri og kólesterólgildi – auk þess að veita vörn gegn ertingu í húð og vörn við hægðatregðu. Að auki er góð magafylling í þeim og því hafa þeir marga eiginleika sem ættu að gera þeim gott sem sækjast eftir því að léttast. Morgunverður er mikilvægasta máltíð dagsins. Margir hafa tilhneigingu til að ýta bara á „snooze“-takkann of oft og drífa sig í vinnuna án þess að fá hollan morgunmat. Ef það á við um þig er þetta kannski uppskrift fyrir þig. Meginreglan er einföld; þú setur hafra eða fræ í skál að kvöldi, áður en þú ferð að sofa. Einhvers konar mjólk er bætt við og uppáhalds bragðefni eftir smekk. Allt er sett í eina skál eða glas með loki og síðan inn í ísskápinn. Mjólkin bleytir upp hafrana og fræin þannig að næsta morgun eruð þið komin með þennan dýrindis graut til að borða á hlaupum. Aðferð Skref 1: Takið glas eða skál og setjið gamaldags valsaða hafra ofan í. Fyllið glasið eins mikið og þú heldur að þú getir borðað næsta morgun. Skref 2: Nú fyllið þið glasið eða skálina með vökva þar til hafrarnir eru vel blautir; mjólk, sojamjólk, kókosmjólk, möndlumjólk, hrísgrjónamjólk, haframjólk eða jafnvel appelsínusafi. Skref 3: Bæta smá mjólk á toppinn ef fólk vill ásamt meðlæti eins og musli, berjum, banana eða fræjum. Hægt er að nota: möndlur, hesli hnetur, valhnetur, cashew- hnetur, hörfræ, chiafræ, rúsínur, alls konar ber og ávexti; eins og banana, kirsuber, epli eða perur, sólblómafræ, graskersfræ, hnetu- smjör, kókosflögur, bragðbætt jógúrt, skyr og listinn heldur áfram svo lengi sem hugmyndaflugið og búrskápurinn leyfir. Grunngrautur › 1 hrein krukka með loki › ½ bolli valsaðir hafrar (½ bolli = um helmingur krukkunnar) › 1 bolli mjólk (t.d. sojamjólk, möndlumjólk) › 2 msk. hnetur og/eða fræ › 1 tsk. kanill (eða önnur krydd eins og kardimommur eða vanilluþykkni) › 1-2 tsk. uppáhalds sætuefnið þitt Valfrjálst: › 2 tsk. chiafræ › Sumir sneiða hjá ávöxtum, en þá er hægt að gera ósætan graut með avókadó og/eða tómötum. Hjúpaður stökkur fiskur › 400 g kartöflur, skrældar, hakkað › 1/2 bolli maískorn eða annað meðlæti eins og avókadó › 425 g þorskur eða annar hvítur fiskur › 3 vorlaukar, saxaðir › 100 g hveiti › 2 eggjahvítur, léttþeyttar › 1/2 bolli quinoa puffs (kínóa morgunkúlur) og hafrar › 2 matskeiðar af canola olíu › 4 bollar blandað grænmeti eftir smekk › Vinaigrette – gert með 1 matskeið ólífuolíu og 2 matskeiðum edik eða sítrónusafa › 1 sítróna sem er búið að skera í báta › 4 msk. smjör Aðferð Skref 1: Sjóðið kartöflur í potti á miðlungshita í 22–35 mínútur þar til þær eru soðnar. Bætið við maís eða avókadó, síðustu tvær mínúturnar af eldunartímanum. Hellið vatninu og setjið kartöflurnar og maísinn/ avókadóið aftur í pottinn. Merjið gróft. Setjið til hliðar og kælið í 15 mínútur. Setjið svo vorlauk og krydd eftir smekk. Hrærið og blandið vel saman. Skref 2: Setjið eggjahvítu og kínóa kúlur (quinoa puffs) hvort á sinn diskinn. Veltið fisknum upp úr hveiti, svo eggi og endið svo að setja kínóa kúlur og hafra, svo er gott að blanda saman við brauðrasp og möndluspæni. Skref 3: Hitið olíu í stórri pönnu á miðlungshita. Steikið fiskinn á pönnu, snúið honum yfir á hina hliðina og steikið áfram í sjö til tíu mínútur þar til hann er gullinn á lit og stökkur. Berið fram með salati (og/eða grænmeti) með edikolíunni, sítrónubátum og bræddu smjöri. Bjarni Gunnar Kristinsson Matreiðslumeistari Ytri-Hofdalir Hjálmar og Komma eru ágætis vinir.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.