Bændablaðið - 01.11.2018, Qupperneq 54

Bændablaðið - 01.11.2018, Qupperneq 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 1. nóvember 201854 Fréttir hafa borist um að bændur á bænum Birkihlíð í Skagafirði hefðu slátrað lömbum heima í lok september sl. Forstjóri Matís hafi síðan selt kjötafurðir af lömbunum á bændamarkaði á Hofsósi 30. september, þrátt fyrir að vitað sé að óheimilt sé að selja afurðir af heimaslátruðum gripum. Það vekur sérstaka athygli að forstjóri ríkisstofnunar skuli með opinberum hætti fremja slíkt meint lögbrot, þar sem Matís hefur það sem eitt af sínum helstu markmiðum og hlutverkum að stuðla að öryggi matvæla. Lagafyrirmæli Þau lagafyrirmæli sem gilda um slátrun búfjár er að finna í lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir. Í 1. grein segir m.a. að tilgangur laganna sé að tryggja svo sem kostur er gæði, heilnæmi og hollustu sláturafurða, að þær séu ómengaðar og framleiddar við fullnægjandi hreinlætisaðstæður. Í 1. málsgrein 5. greinar er skýrt tekið fram að sláturdýrum, sem slátra á til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu innan lands, skal slátra í löggiltum sláturhúsum. Í 11. gr. segir m.a. að heilbrigðis- skoðun skuli fara fram á öllum sláturdýrum áður en slátrað er og að heilbrigðisskoðun á öllum sláturafurðum skuli fara fram í sláturhúsinu áður en frekari vinnsla fer fram eða þær eru afhentar til dreifingar. Það er síðan í lok 5. greinar sem heimildin til heimaslátrunar er að finna, en þar segir að eigendum lögbýla sé heimilt að slátra búfé sínu á sjálfu býlinu til eigin neyslu. Ofangreind lagafyrirmæli eru því afar skýr og heimildin til heimaslátrunar mjög þröng. Aðeins eigandi lögbýlis má slátra sínu eigin búfé heima á sjálfu lögbýlinu og afurðanna má aðeins neyta á bænum. Það er því óheimilt að selja þessar afurðir eða dreifa þeim á annan hátt frá lögbýlinu, svo sem til gjafa, vinnslu, söltunar eða frystingar. Hér skal vakin athygli á reglugerð nr. 856/2016 um lítil matvælafyrirtæki og hefðbundin matvæli, sem sett er með stoð í þremur lögum, um matvæli, um dýrasjúkdóma og um velferð dýra og einnig eru ákvæðin í samræmi við Evrópureglugerðir þar að lútandi. Markmið með setningu reglugerðarinnar var m.a. að auðvelda litlum sláturhúsum og matvælafyrirtækjum að uppfylla kröfur í hollustuhátta- og eftirlitsreglugerðum, en þó þannig að ekki væri slegið af lámarks kröfum um matvælaöryggi og neytendavernd. Neytendavernd er höfuðmarkmið ofangreindra fyrirmæla Við slátrun í sláturhúsum er lögð gífurleg áhersla á að tryggja eins og framast er unnt að kjöti og öðrum sláturafurðum sé skilað í dreifingu, vinnslu og sölu eins hreinum og heilnæmum og kostur er. Allur sláturferillinn er undir eftirliti dýralækna, bæði hvað varðar sjúkdómaeftirlit og almennt hreinlæti varðandi starfsfólk og búnað hússins. Ferillinn hefst með því að dýralæknir skal fylgjast með að flutningur sláturfjár hafi verið samkvæmt reglum um dýravelferð. Hann skoðar síðan fé í sláturrétt og tryggir að aðeins heilbrigðu fé sé slátrað til manneldis og að dýravernd sé í heiðri höfð við aflífunina. Fylgst er með upplýsingum um hugsanlega lyfjameðhöndlun sláturdýranna og að útskolunartími lyfjanna sé liðinn, til að tryggja að ekki finnist lyfjaleifar í afurðunum. Hreinlætiseftirlit er í auknum mæli framkvæmt með sýnatökum og gerlarannsóknum, t.d. hvað varðar vinnsluvatnið og hvernig sótthreinsun vinnslutækja hafi til tekist. Þá skal heilbrigðisskoðun á öllum sláturafurðum fara fram í sláturhúsinu áður en frekari vinnsla fer fram eða þær eru afhentar til dreifingar. Að skoðun lokinni skal merkja allar sláturafurðirnar samkvæmt reglugerð þar að lútandi, t.d. með sérstökum heilbrigðisstimpli. Þá skal sláturleyfishafi einnig starfrækja innra eftirlit með framleiðslunni, samkvæmt sérstökum reglum, sem dýralæknar fylgjast með að séu uppfylltar. Í sláturhúsum er einnig framkvæmd ákveðin sjúkdómavöktun, t.d. vegna búfjársjúkdóma eins og garnaveiki og riðuveiki. Sérstaka áhættuvefi vegna riðuveiki þarf að fjarlægja og koma í viðeigandi förgun. Komi fé ekki til slátrunar í sláturhúsum, þar sem hægt er að fjarlægja áhættuvefi og taka sýni úr fénu, þá eru búfjáreigendur að vinna gegn því markmiði að útrýma þessum sjúkdómum. Það er einnig eitt af hlutverkum kjötskoðunarlækna að fylgjast með að förgun sláturúrgangs fari fram samkvæmt settum reglum. Það segir sig því sjálft að kjöt sem kemur frá heimaslátrun, við ófullkomnar aðstæður og án skoðunar á lifandi sláturfé og síðan á afurðunum, getur aldrei orðið söluvara né til annarrar dreifingar. Neytendur sem kaupa slíkt kjöt hafa enga tryggingu fyrir hvaða meðhöndlun dýrin fengu fyrir slátrun og við hvaða aðstæður var slátrað. Kjötið getur verið hættulegt til neyslu, m.a. valdið matareitrunum. Fari slíkt kjöt í dreifingu og vinnslu, getur það mengað önnur matvæli í kjötvinnslum, verslunum, mötuneytum eða eldhúsum veitingastaða og þannig valdið stórfelldum matareitrunum og matarsýkingum. Heimaslátrun getur líka verið óæskileg út frá markaðssjónarmiðum, samanber yfirlýsingu þáverandi framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda sem birtist með grein minni í Bændablaðinu þann 16. október 2001: „Landssamtök sauðfjár- bænda taka undir með yfirdýra- læknisembættinu og vilja einnig benda á það að heimaslátrun getur aldrei uppfyllt sömu kröfur og eftirlit með sláturafurðum eins og tíðkast í sláturhúsum. Þar af leiðandi býður heimaslátrun upp á stóraukna hættu á alls konar sýkingum í kjöti sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir kindakjötsmarkaðinn í heild sinni. Það er ekki forsvaranlegt að nokkrir aðilar stefni afkomu sauðfjárbænda í hættu með slíku athæfi. Einnig er það fé sem slátrað er heima hvergi til á pappírum í formi birgða eða sölu sem gerir allt eftirlit með birgðum erfiðara og allt sölu- og markaðsstarf ómarkvissara.“ Nýlega komu fregnir um að sala á kindakjöti hafi dregist verulega saman í sumar, sem nemi um 256 tonnum. Matareitrun vegna neyslu á heimaslátruðu kjöti myndi gera erfiða stöðu sauðfjárbænda enn verri vegna áhrifa á sölu á öllu kindakjöti. Er neytendavernd í molum? Það vekur athygli að það tók Matvælastofnun (MAST) 11 daga að krefjast þess að hið heimaslátraða kjöt yrði innkallað, þar sem sala þess hafi verið brot á 1. mgr. 5.gr. laga nr. 96/1997 og ekki hafa borist fréttir af að málið hafi verið kært til lögreglu. Einnig vekur furðu að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, sem fer með eftirlit með sölu matvæla á svæðinu, skuli ekki vera búið að kæra þessa ólöglegu sölu. Ekki verður annað séð en að lögbrot hafi verið framin í þessu máli og ef viðkomandi eftirlitsaðilar gera ekkert í málinu, þá má búast við að heimaslátrun geti aukist í stórum stíl gagngert til að selja neytendum án alls heilbrigðiseftirlits. Neytendavernd virðist því að engu höfð í þessu máli. Halldór Runólfsson Höfundur er fyrrverandi yfirdýralæknir og fyrrverandi skrifstofustjóri landbúnaðar- og matvælamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. ÚTSALA NEUMEIER NB30 - 152 kg Verð áður 498.000 + vsk. Verð nú 398.000 + vsk. NEUMEIER ND250 hjólbörur Verð áður 289.000 + vsk. Verð nú 220.000 + vsk. Fliegl Profi-Combi baggakló Verð áður 285.000 + vsk. Verð nú 195.000 + vsk. Fliegl afrúllari Verð áður 530.000 + vsk. Verð nú 330.000 + vsk. Fliegl BIG RUN ASW 248 PUSH-OFF Er á staðnum. 565 2727 - 892 7502 Smáauglýsinga- síminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF: Árni Björn Pálsson var kjörinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var laugardaginn 27. október sl. Árni Björn átti viðburðarríkt ár á keppnisvellinum, en hæst ber sigur hans í töltkeppni Landsmóts í þriðja sinn í röð. Þá stóð hann uppi sem sigurvegari Meistaradeildarinnar. Árni var auk þess valinn gæðingaknapi ársins. Fleiri knapar voru heiðraðir á hátíðinni: Jakob Svavar Sigurðsson var kjörinn íþróttaknapi ársins, Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi ársins, Teitur Árnason er gæðingaknapi ársins og efnilegasti knapinn var Arnór Dan Kristinsson. Védís Huld Sigurðardóttir hlaut sérstaka viðurkenningu frá Landssambandi hestamannafélaga sem jafnframt sæmdi Hermann Árnason með heiðursverðlaunum. Félag hrossabænda færði Sólveigu Stefánsdóttur heiðursverðlaun félagsins í ár. Þá hlaut hrossaræktarbúið Ketilsstaðir / Syðri Gegnishólar titilinn Ræktunarbú ársins hjá Félagi hrossabænda og var auk þess valið besta ræktunarbú keppnishrossa að mati LH. Mynd/LH hestar Heimaslátrun LESENDABÁS Halldór Runólfsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.