Bændablaðið - 19.07.2018, Page 9

Bændablaðið - 19.07.2018, Page 9
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 9 „Mesta mildin var auðvitað sú að ekki varð manntjón,“ segir Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri í Borgarbyggð. Ein sú allra stærsta skriða sem fallið hefur, að því talið er, féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal snemma á laugardagsmorgun, 7. júlí. Fyrstu mælingar benda til að efnismagnið sé 10 til 20 milljónir rúmmetra. Stöðugt grjóthrun og smáskriður hafa fallið úr skriðusárinu frá því sú stóra féll. Mikið hrun var úr sári skriðunnar á laugardaginn, það hófst um eftirmiðdaginn og stóð fram undir miðnætti. Féllu nokkrar stórar skriður og aðrar minni, en engin náði þó niður að jafnsléttu. Þá féllu ekki skriður úr gamla sárinu. Jón var á ferðinni á þessum tíma og fylgdist með atgangi í fjallinu en varð ekki var við viðbragðsaðila á þeim tíma sem hann staldraði við. Eitthvað var um að fólk væri á ferli að skoða staðhætti. Fjarskiptasambandið í Hítar- dalnum var ekki upp á marga fiska, þannig lentu lögregla og björgunarsveit í vandræðum með samskipti sín á milli, ekkert gsm- samband var á staðnum og lélegt samband á tetra-stöðvunum, sem eru neyðarstöðvar. Velsóttur íbúafundur til upplýsingar Sveitarfélagið Borgarbyggð boð- aði til íbúafundar í félagsheimil- inu Lyngbrekku skömmu eftir að skriðan féll og segir Gunnlaugur að það hafi einkum verið gert íbúum til upplýsingar um stöðu mála vegna þeirra náttúruhamfara sem urðu á svæðinu. „Það skiptir íbúana máli að vita að tekið er á málum af ör- yggi og festu og stjórnsýslan sýni fagmennsku þegar atburðir sem þessi eigi sér stað. Þetta er gríðar- lega stór skriða, tjónið mikið og það þarf að bregðast við á margan hátt. Fjölmörg verkefni eru fram undan og með því að bjóða íbúum á fund gerum við þeim grein fyrir hver staðan er og hver næstu skref verða,“ segir Gunnlaugur. „Veiði í Hítará átti að hefjast á sunnudagsmorgun og vitað var af ferðum manna við greni á svæðinu á laugardagskvöld. Það er því mikil mildi að skriðan féll á þeim tíma þegar enginn var á þessum slóðum,“ segir Gunnlaugur. Skriðan er um einn og hálfur kílómetri á lengd og álíka breið, um einn og hálfur kílómetri. Fagfólk frá hinum ýmsu opinberu stofnun- um mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim þáttum sem að þeim snýr, m.a. frá lögreglu og almannavörn- um, Landsbjörg, Veðurstofunni, Landgræðslunni, Veiðimálastofnun, Bændasamtökunum Íslands og Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Fulltrúar þessara aðila vinna að því að leggja mat á afleiðingar skriðu- fallsins, bæði nú þegar og til lengri tíma litið. Óvissa um margt Gunnlaugur segir óvissu ríkjandi hvað marga þætti varðar, það eigi m.a. við um veiði og aðstæður við Hítará, sem verið hefur fengsæl hin síðari ár. Laxastigi í ánni er ónýtur. Hítará hefur verið góð og gjöful lax- veiðiá, þar sem lax er ríkjandi, um 750 laxar veiddust þar á liðnu sumri. Þar veiðist einnig bleikja. Líkur eru á að laxagengd minnki í kjölfar ham- faranna og hlunnindi landeigenda skerðist í kjölfarið. Áin hefur nú fundið sér nýjan farveg framhjá skriðunni. Þá megi nefna afréttarmálin og eins hvenær öruggt sé að hleypa umferð fólks inn á svæðið í námunda við skriðuna. Landslag er gjör- breytt, stórt moldarflag á svæðinu eftir skriðuna og því megi gera ráð fyrir gríðarlegu moldroki frá henni. Landgræðsla íhugi hvernig bregðast megi við því, en hættan sé til staðar. Á íbúafundinum hefðu menn hvatt til þess að yfirvöld flýttu fyrir áburðar- gjöf og sáningu yfir svæðið, sem nær yfir um 180 ha lands í allt. Girðingar töpuðust og eins hólf sem bændur í Hítardal geymdu fé sitt í á haustin. /MÞÞ Náttúruhamfarir þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli: Mikil eyðilegging og mildi að ekki varð manntjón í Hítardal Þessi mynd var tekin úr dróna við fjallsbrún Fagraskógarfjalls kl. 14.37 þann 16. júlí. Myndir / Jón Guðlaugur Guðbrandsson Svipað sjónarhorn og örstuttu seinna, en þá hafði kletturinn við fjallsbrún líka hrunið niður. urðu laugardagsmorguninn 7. júlí. Eldri vetrarmynd sýnir fjallið eins og það var.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.