Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 19.07.2018, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201814 VEIÐIFRÉTTIR Það hafa margir veitt maríulaxinn sinn í sumar og á síðunni segjum við frá tveimur slíkum. Á hverju ári veiðast á milli 70 til 100 slíkir laxar víða um landið og þetta eru veiðimenn á öllum aldri. En maríulaxinn er fyrsti laxinn sem veiðimenn veiða á ævinni. Flestir bíta veiðiuggann af en alls ekki allir. Í Blöndu fyrir skömmu var ungur veiðimaður að renna fyrir lax og sá dagur mun seint renna Ágústi Erni Sigurðssyni úr minni en hann verður 8 ára núna seinna í sumar. Þá setti hann í sinn fyrsta lax og landaði honum. Veitt var á svæði eitt og flugan heimasmíðuð af Steina Hafþórs, en hann þekkir ána betur en þú handarbakið á þér. Ágætlega gekk að landa og það er hróðugur veiðimaður sem veiddi maríulaxinn við Blöndu þennan daginn. Enda fátt skemmtilegra en að veiða fyrsta laxinn sinn. Fiskurinn tók hjá mér! Silungsveiðin hefur víða geng- ið vel um landið og veiðimenn verið duglegir að renna fyrir silunginn. Hreðavatn í Borgarfirði hefur oft gefið vel en ekki er mikið talað um það meðal veiðimanna. Við kíktum aðeins upp að Hreðavatni fyrir fáum dögum og hittum veiðimenn við veiðar. Ágæt veiði í Hreðavatni Hreðavatn stendur við samnefndan bæ í Norðurárdal og í vatninu eru tveir stórir hólmar, Hrísey og Álftárhólmi. Ágæt veiði er í vatninu. ,,Ég var að landa þessum silungi og setti svo í stóran rétt áðan,“ sagði Hafrún Ása er við hittum hana við vatnið. Hún var nýbúin að landa urriða sem hún hélt vel í og vildi alls ekki sleppa honum. ,,Ég ætla að hirða fiskinn og borða hann, kannski,“ sagði Hafrún enn fremur og hélt áfram að kasta spúninum. Fiskurinn var alltaf að kippa í, hann var til staðar en tregur að festa sig á. En Hreðavatn kom á óvart, tölu- verður fiskur er í vatninu og sumir vel vænir. Bara að fá þá til að taka. Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 kapp@kapp.is www.kapp.is KLEFAR Kæli- & frystiklefar í miklu úrvali. Vottaðir gæðaklefar með mikla reynslu á Íslandi. Einfaldir í uppsetningu. HILLUR fyrir kæli- & frystiklefa. Mikið úrval og auðvelt að setja saman. Sérhannaðar fyrir matvæli. KÆLI & FRYSTI BÚNAÐUR Hafðu samband í síma 587 1300 og við sérsníðum lausn sem hentar þér! Héldu að þetta væri silungatittur Hún Guðrún Björnsdóttir veiddi maríulaxinn sinn á Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi fyrir skömmu. Þar var hún í afmælisveiðiferð með manninum sínum sem heitir Ingimar Örn Karlsson. Auðvitað var stöngin tekin fram og rennt fyrir fisk. „Flugan heitir Zelda, sem lax- inn tók hjá mér, og baráttan stóð yfir í næstum 40 mínútur. Þetta var hörkugaman,“ sagði Guðrún. Ingimar var að kenna konunni sinni fluguveiði og þau héldu að það væri einhver tittur á því hann lá lengi kyrr. „Svo tók hann á rás og stökk upp og ég fékk áfall og gargaði verulega hátt. Mjög hátt,“ sagði Guðrún eftir að hún sá fiskinn og bætti við: ,,Við vorum alls ekki að trúa þessu, fisk- urinn barðist vel og stökk nokkrum sinnum upp.“ En eiginmaðurinn hafði kennt Guðrúnu að halda línunni strekktri og vera í sambandi við fiskinn. „Ég náði að þreyta hann vel og við náðum honum loksins upp í lítinn silungaháf. Við vorum að fara að veiða silung en ekki LAX, svo háfurinn var allt of lítill, en þetta hafðist. Fiskurinn var 63 cm langur,“ sagði Guðrún enn fremur eftir að maríulaxinn var kominn á þurrt og hún var hætt að öskra. Matthías Eyjólfsson, múrara- meistari í Reykjavík, nýtir hverja lausa stund til veiða. Nú þegar rigningin gerir iðnaðarmönnum fyrir sunnan skráveifu getur hann með góðri samvisku kastað fyrir fisk. Ekki þýðir að múra í votviðrinu. Matthías brá sér í Laxá í Mývatnssveit á dögunum og landaði nokkrum vænum fiskum. Náttúran skartaði sínu fegursta og lífríki árinnar í blóma. „Laxá í Mývatnssveit er ævintýri líkust og eitt fallegasta svæði landsins! Ég fékk eina ótrúlegustu og bestu veiðivakt sem ég hef nokkurn tímann á ævinni upplifað!“ sagði Matthías. Maríulaxinn Laxveiðin gengur vel þessa dagana en laxinn er að ganga í árnar á hverju flóði. Vatnið er mikið, fiskurinn stoppar lítið heldur þýtur hann áfram. ,,Laxinn horfir hvorki til vinstri né hægri,“ sagði veiðimaður við Blöndu og það eru orð að sönnu. Annar veiðimaður var staddur við veiðiá fyrir vestan og á fimm mínútum komu 40–50 laxar upp á brotið og hylinn þar sem hann veiddi. Hann fékk ekki högg. En svona er bara veiðin – ekki á vísan að róa. Góð veiði í frábærum félagsskap ,,Já, þetta voru skemmtilegir dagar í Langá fyrir skömmu,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, sem vinnur við veiði, veiðir og veiðir meira. Hún rekur veiðifyrirtæki með manni sínum, Stefáni Sigurðssyni, og hugsar um veiði nær allt árið. Hún var að koma úr veiði og er á leiðinni í veiði. ,,Veiðin var mjög góð á svæði eitt og þar er stappað af laxi en mikið vatn var í ánni og vatnið kalt. Fiskur var að skríða upp og dreifa sér um svæðin svo það verður örugglega mikið fjör næstu daga. Allir fengu lax og sumir nokkra svo stemningin var góð. Flott veiðihús, frábær matur, góðir leiðsögumenn og allur aðbúnaður til fyrirmyndar,“ sagði Harpa. Gunnar Bender gunnarbender@gmail.com Dagur við Langá á MýrumÁgúst Ernir Sigurðsson með maríu-laxinn sinn í Blöndu. Vaskur hópur veiðikvenna við Langá á Mýrum og allar fengu lax. Guðrún Björnsdóttir með lax. Hafrún Ása með urriða úr Hreðavatni. Mynd / María Gunnarsdóttir Matthías Eyjólfsson múrari, glaður í bragði með staðbundinn urriða úr Laxá. Múrarinn rennir fyrir fisk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.