Bændablaðið - 19.07.2018, Side 24

Bændablaðið - 19.07.2018, Side 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201824 Víðidalur í Reykjavík var vett- vangur Landsmóts hesta manna daganna 1.–8. júlí. Nokkur þúsund manns voru þar saman komin til að berja augum glæsilegustu hross landsins í keppni og á kynbóta- sýningu. Talið er að um 8.000 manns hafi lagt leið sína á Landsmót á hinum 8 dögum sem mótið stóð yfir en brekkan við Hvammsvöll í Víðidal var þétt setin yfir hápunktum móts- ins sem fóru fram síðustu daga hátíðarinnar. Gestir virtust ekki láta veðrið á sig fá, bjuggu sig samkvæmt aðstæðum og skemmtu sér konunglega. Fjölbreytt dagskrá fór fram víða um dalinn, en fyrir utan keppni og kynbótasýningar var m.a. hægt að sitja fyrirlestra, sækja markað, kynna sér hross og ræktunarbú, dilla sér og frílysta á annan hátt. Helstu úrslit í keppnisgreinum Hafsteinn frá Vakursstöðum sigraði A-flokk gæðinga með knapa sínum, Teiti Árnasyni, með 9,09 í lokaeinkunn, eftir að hafa leitt keppnina frá forkeppni. Frami frá Ketilsstöðum og Elin Holst hömpuðu Háfetabikarnum, sigurlaunum B-flokks gæðinga. Sigur Frama og Elinar var einkar sætur en þetta er þriðja Landsmót parsins á glæstum ferli þar sem þau hafa orðið bæði Íslands- og Reykjavíkurmeistarar í fjórgangi. Þá hlaut Elin Gregersen styttuna við mótslok, fyrir snyrtilegan hest og prúða reiðmennsku. Töltþrenna Árni Björn Pálsson á Ljúfi frá Torfunesi sigraði firnasterka töltkeppni eftir eins konar einvígi hans og Jakobs Svavars Sigurðssonar og Júlíu frá Hamarsey í úrslitum á föstudagskvöldið. Þetta er í þriðja sinn í röð sem Árni Björn fagnar sigri í greininni. Árni Björn sigraði einnig 150 metra skeið á Korku frá Steinnesi. Skeiðmeistari Heimsmet í 250 metra skeiði voru slegin þrisvar sinnum á nokkrum mínútum þegar keppt var í greininni á föstudaginn. Besta tímann átti hinn 21 árs gamli Konráð Valur Sigurðsson á hestinum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu, en mettíminn reyndist vera 21,15 sekúndur. Konráð Valur og Kjarkur bættu svo öðrum sigri við þegar þeir reynd- ust fljótastir keppenda á flugskeiði. Ung og efnileg Hin 12 ára gamla Guðný Dís Jónsdóttir frá hestamannafélaginu Spretti sigraði barnaflokk á hesti sínum Roða frá Margrétarhofi. Benedikt Ólafsson frá hesta- mannafélaginu Herði sigraði ung- lingaflokk á stóðhestinum Biskupi frá Ólafshaga en aðeins munaði 0,05 kommum á honum og Védísi Huld Sigurðardóttur og Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum sem kepptu fyrir hestamannafélagið Ljúf. Það var svo Bríet Guðmunds- dóttir á Kolfinni frá Efri-Gegnis- hólum frá hestamannafélaginu Spretti sem sigraði ungmennaflokk en annar var Þorgeir Ólafsson á Hlyn frá Haukatungu syðri sem hlaut sæti í A-úrslitum með sigri í B-úrslitum. HROSS&HESTAMENNSKA Glæst tilþrif endurspegluðu jákvæða framþróun íslenskra gæðinga á 23. Landsmóti hestamanna: Líf og fjör á hátíð hestamanna Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is Árni Björn varð töltmeistari Lands- Þær Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, sem situr Kjark frá Stangarlæk I og - Myndir / ghp Konráð Valur klæddist Ferrari peysu í kappreiðunum og uppskar heimsmet Ljúfur frá Torfunesi og Árni Björn Pálsson heilluðu bæði brekku og dómara Guðný hikaði ekki við að hleypa Roða á stökk fyrir framan þúsundir áhorf-

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.