Bændablaðið - 19.07.2018, Síða 27

Bændablaðið - 19.07.2018, Síða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 2018 27 var að grennslast fyrir um það kom í ljós að það vildi ekki fara vegna þess að veðrið var ekki ákjósan- legt. Í þá daga þurfti ekki að greiða neitt staðfestingargjald eða greiða fyrirfram fyrir ferðina, eins og nú tíðkast. Útflutningur á hestum var mikið torf Póri rifjar upp útflutning á hestum á árum Sambandsins sem stóðu í vegi fyrir útflutningi hans á 110 hestum til Ameríku. „Þá komst ég í samband við konu frá Staten Island rétt fyrir utan New York. Ég fór með blaðamanni frá Morgunblaðinu á fund úti, og allt var klappað og klárt. Sýningin átti að vera í Madison Squere Garden. Þá stígur Sambandið inn í, segist vera með einkaleyfi á útflutningi á hestum og að öll viðskipti verði að fara í gegnum þá. Konan sagði þá við mig að hún vissi ekki að það væri starfandi mafía á Íslandi og hætti við allt saman. Svona var þetta, allt erfitt og þröngt.“ Útflutningur utan Sambandsins hófst svo smátt og smátt í kringum 1990 þegar menn stofnuðu fyrirtæki utan um útflutninginn. Þá gat Sambandið ekki staðið í vegi fyrir viðskiptunum. Í kjölfarið voru settar upp sýningar hér og þar. Uppátækin fjölmörg í gegnum tíðina Í bókinni um sögu Laxnes hestaleigunnar er frásögn af Landsmóti sem haldið var á Skógarhólum 1978. Póri rifjar þá sögu upp: „Það var þannig að ég reið með þá fáu hesta sem ég átti á Skógarhóla og hugmyndin var að ríða niður að Valhöll fyrir hádegi og fólk gæti stoppað þar og fengið sér hádegisverð og farið svo aftur upp á keppnissvæði. Þá mæta þar einir 12 lögreglumenn og stöðva mig. Ég var rekinn út úr þjóðgarðinum á þeim rökum að það mætti ekkert leigja innan þjóðgarðsins. Samt var bátaleiga þar. En mér var sagt að fara út með alla mína hesta. Ég hafði svo gaman af því þegar ég kom út og lögreglan spurði mig hvar hestarnir mínir væru. Þá benti ég á næsta hest og sagðist eiga þennan, og þennan. Lögreglan rak fólkið af baki sem brást illa við og barði lögregluna með svipum, enda átti ég ekkert í þessum hestum. Þetta sýnir vel þessa öfundsýki í Íslendingum. Að einhver skyldi leyfa sér að fara með hestaleigu fyrir framan Landsmót, no way!“ Miklar framfarir í ræktun íslenska hestsins Ræktun á íslenska hestinum hefur tekið miklum breytingum á undan- förnum árum og áherslum verið breytt. Póri segist hafa séð miklar framfarir og sé ánægður með það starf sem unnið er í ræktuninni. „Það er rosalega gaman af þessu unga fólki, ungu krakkarnir og Háskólinn á Hólum. Þar er unnið mikið og gott starf. Þetta er tvennt ólíkt, fagmennskan við ræktun. Ég hef alveg ofboðslega gaman að því.“ Þol og þrek hesta er lykilatriði í þeirri hestamennsku sem stunduð er í Laxnesi og mikið lagt upp úr þeim eiginleikum hestsins. Stefnan hafi alltaf verið að njóta útiveru og samveru hesta og manna. Lítið gefinn fyrir öfundsýki Þegar tal okkar berst að samkeppn- inni á markaðnum þá segir Póri frá dæmisögu. „Ég var einu sinni með vídeó- leigu niðri í gamla kaupfélagshúsi. Þá átti ég ekki mikinn pening og keyrði um á gamalli Lödu. Svo var vinur minn að kaupa sér nýjan Jaguar og spurði mig hvort ég vildi ekki bara taka gamla Benz bílinn hans og ég myndi svo bara borga honum með hestum eða einhvern tíma seinna. Ég þáði það en viku seinna voru komnar tvær vídeó- leigur í viðbót.“ Póri segir að oft sé settur upp rekstur sem ekki sé hugsaður til enda. Það sé vaðið í að taka lán til að byggja upp en ekki hugsað fyrir afborgunum og langtímarekstri. /BR – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Akralind 4 | 201 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 760 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar 551 5000 Ármúla 15, 108 Reykjavík - www.proventus.is - proventus@proventus.is TIL FJÖLBREYTTRA STARFA UM LENGRI EÐA SKEMMRI TÍMA Útvegum starfsmenn Nánari upplýsingar í síma 551 5000 eða sendið fyrirspurn á netfangið proventus@proventus.is Hlaðan í Laxnesi er notuð til veisluhalda og er einkar notaleg sem slík. Það vantar ekki fagmennskuna hjá járningamanninum, enda nokkrir hófar sem þarf að járna reglulega. Póri stillir sér upp hjá hnakk sem honum áskotnaðist úr erlendum nætur- klúbbi. Þar var hann notaður sem barstóll. Hnakkurinn er um 200 ára gamall.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.