Bændablaðið - 19.07.2018, Side 34

Bændablaðið - 19.07.2018, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. júlí 201834 Sýklalyfjanotkun í landbúnaði og hagsmunagæsla: Ágóði lyfjaframleiðenda er gríðarlegur Sýklalyf sem notuð eru í land- búnaði eru mun ódýrari en sams konar lyf sem notuð eru til lækn- inga á fólki. Talið er að hagnaður lyfjafyrirtækja vegna sýklalyfja til landbúnaðar sé um 5,6 milljarðar bandaríkjadala á ári, eða rúmlega 600 milljarðar króna. Samkvæmt útreikningum Animal Pharma, samtaka sem fylgj- ast með lyfjanotkun í landbúnaði, skilaði lyfjanotkun í landbúnaði í Evrópu lyfjafyrirtækjum tæpum 135 milljörðum króna í hagnað á síðasta ári og tæpum 215 milljörð- um króna í Bandaríkjunum. Talið er að heildarvirði sýklalyf- jamarkaðarins í heiminum, hvort sem þau eru notuð í landbúnaði eða heilsugæslu manna, sé hátt í fimm þúsund milljarðar króna á ári. Í Bandaríkjunum er 70% heildarnotkunar sýklalyfja tengd landbúnaði og samsvarandi tala fyrir Kína er áætluð 52%. Notkun lyfjanna er að stórum hluta sögð vera til að fyrirbyggja sjúkdóma við svína-, naut- og kjúklinga- eldi en lyfin eru einnig notuð sem vaxtarörvar til að auka þyngd dýr- anna. Ógn við lýðheilsu jarðarbúa Undanfarin ár hafa áhyggjur manna vegna ofnotkunar á sýklalyfjum aukist gríðarlega. Áhyggjurnar stafa aðallega vegna aukins sýkla- lyfjaónæmis baktería og þess að fram hafa komið svokallaðar of- urbakteríur sem eru ónæmar fyrir flestum sýklalyfjum. Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi ein stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa. Talið er að árlega deyi um 700.000 manns að völdum sýklalyfjaónæmis og að ef ekkert verður að gert muni að minnsta kosti 10 milljónir mann deyja af völdum þess fyrir árið 2050. Vaxandi þrýstingur er á stjórn- völd um allan heim að sporna gegn misnotkun sýklalyfja sem vaxtarhvata og þeirri ógn sem af þeim stafar. Þrátt fyrir yfirgnæfandi sannanir fyrir þeim hættum sem geta staf- að af misnotkun sýklalyfja stunda lyfjafyrirtæki látlausan lobbýisma og áróður til að koma í veg fyrir að reglur um notkun lyfjanna verði hertar og þannig dregið úr gróða fyrirtækjanna. Lyfjafyrirtækið Zoetis, sem er stærsti framleiðandi sýklalyfja fyrir dýr í heiminum, framleiðir meðal annars sýklalyf sem kallast cenftiofur en það lyf er talið mjög mikilvægt til að koma í veg fyrir sýkingar í fólki. Árið 2012 sendi Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu þar sem sagt var að vegna styrkleika cenftiofur og mikillar notkunar þess í landbúnaði í Bandaríkjunum væru yfirgnæf- andi líkur á að almenningi í landinu stafaði hætta af notkun þess. Sýklalyf til landbúnaðar ódýrari Sýklalyf sem seld eru til notkunar í landbúnaði eru margfalt ódýrari en sýklalyf sem ætluð eru mönnum, þrátt fyrir að oft sé um mjög svipuð eða sama lyfið að ræða. Ástæða þessa, að sögn talsmanna framleið- enda, er meðal annars að sýklalyf til landbúnaðar eru seld í stærri ein- ingum og óvandaðri pakkningum. Dæmi eru um að fólk noti sýkla- lyf sem ætluð eru dýrum í stað sýklalyfja sem það fær ávísað frá læknum vegna þess að dýralyfin eru margfalt ódýrari. Grjóthörð hagsmunagæsla Gagnrýnendur hagsmunagæslu lyfjafyrirtækjanna, sem miðar að því að koma í veg fyrir að hömlur verði settar á notkun lyfjanna, segja fyrirtækin beita öllum tiltækum ráðum. Aðferðum þeirra hefur verið líkt við aðferðir tóbaksfram- leiðenda á sínum tíma og lyfjafyrir- tækin sökuð um að beita neytendur vísvitandi blekkingum. Önnur aðferð framleiðenda sýklalyfja er sögð vera að afneita öllum rannsóknum sem benda til að lyfin geti reynst hættuleg hvort sem um er að ræða notkun í landbúnaði eða hjá mönnum. Bragð þeirra er oftar en ekki að tefja málið með því að vísa til rannsókna sem benda til hins öndverða. Oft rannsókna sem fyrirtækin hafa greitt fyrir sjálf. Söluaðferðir lyfjafyrirtækja sem selja sýklalyf til notkunar í landbún- aði ganga út á að draga sem mest úr umtali um hættuna sem af lyfjunum getur stafað og að gera allt tal um slíkt vafasamt og óþarfa hysteríu. Lobbýismi og árangur Talið er að lyfjafyrirtæki í Banda- ríkjunum hafi á árinu 2016 eytt 131 milljón bandaríkjadala í hagsmuna- gæslu, öðru nafni lobbýisma. Í lok síðasta árs hafnaði landbún- aðarráðuneyti Banda ríkjanna tillögu Alþjóðaheilbrigðis stofnunarinnar þar sem lagt var til að bannað yrði að gefa heilbrigðum dýrum sýklalyf sem einnig væru notuð fyrir fólk. Ástæða höfnunarinnar var sögð vera sú að tillagan samræmdist ekki stefnu Bandaríkjanna og að hún byggði ekki á traustum vísindaleg- um grunni. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði á Íslandi og Noregi er sú minnsta í heiminum. /VH Í árdaga áttu dráttar véla- framleiðendur það til að vera stórorðir í auglýsingum og hvergi slá af þegar gortað var um gæði framleiðslunnar. Dæmi er um að í heimsstyrjöldinni fyrri hafi einn framleiðandi haldið því fram að traktorinn sem hann framleiddi gæti unnið stríðið einn síns liðs. Árið 1919 hóf Nelson Furnace og Blower Co. framleiðslu á dráttarvél. Nokkrar útgáfur af vélinni höfðu þegar litið dagsins ljós en í þetta sinn var framleiðandinn bjartsýnn og stórhuga. Strax á fyrsta ári var boðið upp á þrjár ólíkar týpur, 15 til 24, 20 til 28 og 35 til 50 hestöfl. Allar týpurnar voru með fjögurra strokka vél sem gekk fyrir bensíni og parfínolíu. Gírkassinn var með þremur gírum áfram og einum afturábak. Vélin var á fjórum jafnstórum stálhjólum og með drif á öllum. Bestar á markaði Framleiðandinn lagði út í mikla og stórorða auglýsingaherferð og vart mátti á tímabili opna blað sem tengdist landbúnaði án þess að þar væri að finna auglýsingu um Nelson dráttarvél. Í auglýsingunum var hvergi slegið af og því blákalt haldið fram að Nelson traktorar væru þeir allra fullkomnustu og bestu á markað og hannaðir eftir óskum bænda. Dæmi um texta í auglýsingu frá 1919 var eitthvað á þessa leið. „Verkfræðingar jafnt sem söluaðilar og bændur telja Nelson dráttarvélarnar vera þær allra fullkomnustu á markaði í dag. Nelson traktorarnir eru hannaðir með styrk í huga og afl í huga. Jafnframt því sem þeir eru auðveldir í notkun, sveigjanlegir og henta til allra bústarfa. Ekkert verk er Nelson ofviða.“ Í annarri auglýsingu segir að í prófun hafi Nelson traktorinn dregið þungar byrðar langar leiðir yfir mýrlendi sem var 30 sentímetra á kaf í vatni og rutt sér leið upp tæplega kílómetra háa og bratta hlíð í gegnum þykkan undirgróður og fallna trjástofna. Einnig segir að Nelson dráttarvélin hafi verið reynd og staðið sig vel við erfiðustu aðstæður í Bandaríkjunum þverum og endilöngum. Keppinautunum úthúðað Í auglýsingunum frá Nelson var gengið svo langt að úthúða keppinautunum og blákalt halda því fram að dráttarvélar annarra framleiðenda væru margfalt lakari af gæðum og stæðust Nelson ekki á nokkur hátt snúning. Þrátt fyrir að stórt væri tekið upp í sig var framleiðslan á Nelson dráttarvélum ekki eða að mjög takmörkuðu leyti hafin þegar auglýsingaherferðin hófst. Auglýsingarnar voru því, eins og oft er með auglýsingar, stormur í vatnsglasi, og ekki flugufótur fyrir fullyrðingunum og líkt og höfundar þeirra skrifuðu fyrir hliðarveruleika þessa heims. Nelson dráttarvélarnar þóttu þegar upp var staði þokkalegar en allt of dýrar miðað við gæði. Fáar seldust og fyrirtækið fór á hliðina árið 1924. /VH Í Bandaríkjunum er 70% heildarnotkunar sýklalyfja tengd landbúnaði og samsvarandi tala fyrir Kína er áætluð 52%. UTAN ÚR HEIMI Nelson-dráttarvélin – stórorða auglýsingaherferð Dæmi eru um að fólk noti sýklalyf sem ætluð eru dýrum í stað sýklalyfja sem það Heildarvirði sýklalyfjamarkaðarins í heiminum, hvort sem þau eru notuð í landbúnaði eða heilsugæslu manna, er hátt í 5.000 milljarðar króna á ári.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.