Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 1
20. tölublað 2018 ▯ Fimmtudagur 18. október ▯ Blað nr. 525 ▯ 24. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Sala íslenskra orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum úr landi er slæmt ímyndarmál fyrir Ísland: Þetta er augljóslega afar sérkennilegt segir umhverfis- og auðlindaráðherra – Samræmist ekki markmiðum stjórnvalda um ímynd Íslands og að hér sé eingöngu framleidd og seld endurnýjanleg raforka Bændablaðið óskaði eftir svörum frá Guðmundi Inga Guðbrands- syni umhverfis- og auðlinda- ráð herra þann 24. ágúst sl. um afstöðu hans til sölu íslenskra orku fyrirtækja á hreinleika- vottorðum. Í svari ráðherrans kemur m.a. fram að honum þyki sala slíkra vottorða koma mjög spánskt fyrir sjónir. Í forsíðufrétt Bændablaðsins 23. ágúst sl. er frétt um sölu íslenskra orkufyrirtækja á „hreinleika- vott orðum“ til erlendra orku- og iðn fyrirtækja. Þar kom fram að samkvæmt gögnum Orku- stofnunar var hlutfall hreinnar endur nýjanlegrar raforku á Íslandi þá komið niður í 13% af heildar- framleiðslunni árið 2017 vegna sölu á hreinleikavottorðum. Þá var raforka framleidd með kolum, olíu og gasi sögð vera 58% af heildinni og 29% var sögð framleidd með kjarnorku. Samanlagt er þetta 87%. Koldíoxíð sem Íslendingar voru sagðir spúa út í andrúmsloftið í fyrra vegna raforkuframleiðslu nam 447,12 g/kWh og geislavirkur úrgangur 0,87 mg/kWh. Ef það er sett í samhengi við þá mengun sem Íslendingar tóku á sig í fyrra fyrir erlend orkuver og verksmiðjur, þá sitjum við uppi eftir vottorðasöluna á síðasta ári með 8,6 milljónir tonna ígildis af koldíoxíði og 16,74 tonn af geislavirkum úrgangi. Ljóst er að erlend orkufyrirtæki sem framleiða raforku með kolum, olíu, gasi eða kjarnorku, nota íslensk hreinleikavottorð til að fegra sína ímynd og segjast framleiða hreinni orku en þau gera í raun. Það gefur þeim síðan möguleika á að framleiða áfram óáreitt raforku með jarðefnaeldsneyti. Þetta skýtur mjög skökku í allri umræðu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Auk þess sem orkuframleiðsla af þessum toga er utan sviga í samningum eins og Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun CO2. Á árinu 2017 náði heildarlosun gróðurhúsalofttegunda vegna raforkuframleiðslu nýjum hæðum, eða 32,5 gígatonnum af CO2 og jókst þá á milli ára um 420 milljónir tonna. Aukningin samsvarar mengun frá 170 milljónum bíla. Stendur losun CO2 vegna orkuframleiðslu fyrir um 25% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á heimsvísu. Ef iðnaður er tekinn með, sem er líka fyrir utan sviga, þá er hlutfallið 46% samkvæmt tölum IPPC. Kemur mjög spánskt fyrir sjónir Bændablaðið spurði um afstöðu umhverfis- og auðlindaráðherra varðandi þessa vottorðasölu frá Íslandi. Svar barst 16. október og þar segir m.a.: „Þetta kann að virka vel í Evrópu þar sem raforka getur flætt frá einu landi til annars, og skapað hvata fyrir endurnýjanlega orku. Hérlendis orkar þetta hins vegar mjög svo tvímælis, enda alveg ljóst að við framleiðum t.d. ekki kjarnorku – og því kemur mjög spánskt fyrir sjónir að rafmagnsreikningurinn sýni eitthvað slíkt. Hér á landi heyrir málið undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem lét vinna skýrslu árið 2016 um upprunaábyrgðir raforku í íslensku samhengi. Í henni er meðal annars bent á að sala upprunaábyrgða úr landi geti skaðað ímynd Íslands, þ.e. þá ímynd að orkuframleiðsla landsins sé hrein og endurnýjanleg (og þar með orkunotkun). Undir þetta tek ég.” Samræmist ekki markmiðum stjórnvalda „Ég er sammála því sem kom fram þegar skýrslan var kynnt að ef markmið stjórnvalda er að tryggja ímynd Íslands og að framsetning á raforkusölu á Íslandi sé með þeim hætti að hér sé eingöngu framleidd og seld endurnýjanleg raforka, þá virðist sala orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum úr landi ekki samræmast því markmiði.“ Einnig var spurt hvort það sé eðlilegt að Íslendingar taki á sig ómælda mengun á pappírunum vegna sölu hreinleikavottorða, á sama tíma og íslensk stjórnvöld hafa það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Það þykir mér ekki. – Rétt er þó að undirstrika að þetta breytir engu um okkar alþjóðlegu skuldbindingar í loftslagsmálum, hvorki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku né loftslagsbókhald, enda byggir bókhald okkar þar á raunframleiðslu íslenskrar raforku. Sala hérlendra orkufyrirtækja á upprunaábyrgðum þýðir þannig til dæmis ekki að Ísland fái bókfærða losun frá kolaorkuverum í Evrópu. Þetta tengist alþjóðlegum skuldbindingum okkar í loftslags- málum með öðrum orðum ekkert, en er á hinn bóginn til dæmis ímyndarmál. Og sem slíkt tel ég það slæmt,“ segir ráðherra. – Sjá nánar um svör ráðherra og Landsvirkjunar við fyrirspurnum Bændablaðsins um sama mál á bls. 20 og 21 /HKr. Landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 var haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík um síðustu helgi eftir 50 ára hlé. Aðsókn var langt umfram væntingar og er talið að á milli 80 til 100 við það sem áður þekktist. Stálpaðri kökkum þótti ekki síður mikið til koma, eins og sést á innfelldu myndinni. – Sjá nánar um sýninguna á innsíðum. Myndir / HKr. Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði 24–25 Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng 28–29 til bænda við Djúp 32–33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.