Bændablaðið - 18.10.2018, Page 4

Bændablaðið - 18.10.2018, Page 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 20184 FRÉTTIR Hlutfall innflutts kjöts er stöðugt að aukast – Ótti við að íslensk kjötframleiðsla gæti verið að þróast á neikvæða braut svipað og gerðist í Svíþjóð Það hefur ekki farið ýkja hátt um allar breytingar á tollvernd íslensks landbúnaðar síðustu ár. Breytingarnar leynast nefnilega víðar en í alþjóðlegum samningum þó það kunni að hljóma undarlega fyrir marga. Í síðasta Bændablaði voru birtar töflur sem sýna breytingar á markaðshlutdeild innlends kjöts síðastliðin 3–4 ár. Greinargott yfirlit yfir þróun áranna 2010– 2013 er einnig að finna í Skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2014. Í stuttu máli hefur skipting kjötmarkaðarins milli innlendrar framleiðslu og innflutnings tekið grundvallarbreytingum á örfáum árum. Meðfylgjandi súlurit sýnir markaðshlutdeild innflutts kjöts sem hefur á tímabilinu vaxið frá því að vera tæp 5% 2010 í nærri 25% árið 2017. Ótalinn er þarna innflutningur á unnum kjötvörum, pylsum, áleggi og þess háttar, auk þess sem kemur í tilbúnum réttum eins og pasta og pitsum. En hverjar eru ástæður þessara stórfelldu breytinga? Útlit er fyrir að þær séu nokkrar. Rétt er að rifja hér upp að þeir viðskiptasamningar sem mest áhrif hafa haft á tolla og markaðsaðgang fyrir landbúnaðarafurðir voru gerðir og komu til framkvæmda miklu fyrr. Sá fyrri, Samningurinn um alþjóðaviðskiptastofnunina, var lögfestur árið 1995. Sá seinni og mun þýðingarmeiri var samningur um viðskipti við landbúnaðarafurðir við ESB. Þar var opnað fyrir mun stærri tollfrjálsa kvóta en áður höfðu þekkst fyrir þessar kjöttegundir auk þess sem allir tollar voru lækkaðir um 40%. Með því voru tollar á allt kjöt skrifaðir í % og kr/kg inn í samning við ESB. Það þýðir með öðrum orðum að þótt íslensk stjórnvöld teldu ástæðu til að breyta með einhverjum hætti tollum á innflutt kjöt innan þess svigrúms sem þau hafa innan WTO samningsins er búið að festa tollinn í % og kr gagnvart ESB. Þar þarf því ekki bara lagabreytingu að hálfu Alþingis heldur breytingu á milliríkjasamningi. Tollverndin vegur þungt Þriðja atriðið sem vegur þungt í tollverndinni er svo heimildir í búvörulögum (65. Gr.) til að lækka tolla tímabundið þegar innlendar afurðir eru á markaði. Meðan samhliða eru tollfrjálsir kvótar fyrir ýmsar lykilvörur er smám saman hægt að grafa undan innlendri framleiðslu. Sem dæmi má taka svínakjöt. Þar er sögulegur skortur á hráefni í beikon yfir aðal ferðamannatímann. Ef tollkvótar eru notaðir til að flytja inn aðra hluta skrokksins eykur það enn á svínasíðuskortinn og áhrifin þannig keðjuverkandi. Á sama tíma skortir mjög á að hagtölusöfnun Hagstofu Íslands um landbúnað sé nægjanleg. Engin söfnun fer þar t.d. fram á verði til framleiðenda sem er gert af hagstofum annarra landa sem eru aðilar að EUROSTAT. Upplýsingasöfnun um aðrar búgreinar en kjöt og mjólk, t.d. egg og garðyrkju, er líka af skornum skammti. Hagtölur eru engu að síður grunnurinn bæði að stefnumótun stjórnvalda og hagsmunagæslu atvinnugreina. /Erna Bjarnadóttir Skýrsla starfshóps: https:// www.stjornarradid.is/media/ atvinnuvegaraduneyti- media/media/Acrobat/ Tollaskyrsla_15.12.2014.pdf Alilfuglakjöt Svínakjöt Nautakjöt Í Svíþjóð voru tollar felldir niður og landamæri opnuð við ESB-aðildina: Samdráttur varð í markaðshlutdeild innlendra landbúnaðarafurða – Talið að svipað geti gerst á Íslandi í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar Opnun landamæra og niður- fell ingar á innflutningstollum vegna aðildar Svíþjóðar að Evrópusambandinu 1995 varð til þess að markaðshlutdeild innlendrar búvöruframleiðslu minnkaði verulega. Á Íslandi velta menn fyrir sér hvort dómur Hæstaréttar í síðustu viku með afnámi tollverndar á hráu kjöti og ófrosnu kjöti muni hafa svipaðar afleiðingar fyrir íslenska bændur. Frændur okkar Svíar eru með þeim allra fremstu í bændastétt á heimsvísu þegar kemur að búfjárhaldi. Dýravelferð er þar í hávegum höfð, sænskar reglur um aðbúnað dýra ganga í mörgu mun lengra en almennt gerist innan ESB. Samt hafa sænskar landbúnaðarafurðir verið á undanhaldi í baráttunni við innfluttar vörur. Sýklalyfjanotkun í Svíþjóð er með því lægsta sem þekkist innan Evrópu. Sænskir neytendur eiga því greitt aðgengi að heilnæmum vörum sem framleiddar eru með velferð búfjár í fyrrirúmi. Auðvelt er að finna efni sem sýnir fram á þetta t.d. á http://www.svensktkott.se. En hver er svo reyndin þegar til kastanna kemur, hefur sænskur landbúnaður haldið markaðs- hlutdeild sinni eða jafnvel aukið hana í ljósi þessarar góðu stöðu? Meðfylgjandi graf sýnir þróun markaðshlutdeildar sænskra búfjár- afurða frá því landið varð aðili að ESB og þar með allir tollar felldir niður gagnvart öðrum löndum á innri markaði ESB. Eins og sjá má hefur markaðs- hlutdeild allra búfjárafurða minnkað. Örlítill viðsnúningur hefur náðst seinustu 2–3 ár, eitthvað sem eins má skýra með veikri sænskri krónu fremur en að viðspyrna hafi náðst í markaðsmálum. Það er því von að sú spurning vakni hvort íslenskur landbúnaður sé á leið inn á sænsku brautarteinana með hratt rýrnandi tollvernd og dómi Hæstaréttar frá 11. október sem sleit eitt síðasta hálmstráið í baráttunni gegn innflutningi á hráu og ófrosnu kjöti. /Erna Bjarnadóttir. Nautakjöt Svínakjöt Lambakjöt Alifuglakjöt Egg Mjólkurvörur Erna Bjarnadóttir. Á fimmtudaginn staðfesti Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykja- víkur í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu, vegna þess að fyrirtækinu var bannað að flytja inn ferskt hrátt kjöt árið 2016. Með dómnum er staðfest að ekki má setja skorður við innflutning á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og ógerilsneyddum eggjum, en slíkar hömlur voru lögleiddar á Íslandi þegar matvælalöggjöf Evrópusambandsins var innleidd árið 2009. Var þá komið á 30 daga frystiskyldu fyrir innflutt hrátt kjöt. Með staðfestingu Hæstaréttar er málið komið á endastöð á vettvangi dómstóla, en það hófst með upp- kvaðningu EFTA-dómstólsins í nóvember á síðasta ári. Í tilkynningu frá Bænda- samtökum Íslands er haft eftir Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, að baráttu samtakanna sé hvergi lokið með þessu máli. Verndun íslensku búfjárkynjanna sem menningar- verðmæta og erfðaauðlindar sé mál sem varði alla. Viðkvæm sjúkdómastaða íslensk búpenings Í tilkynningunni segir að í málsvörninni hafi íslenska ríkið lagt áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda hafi verið í samræmi við ákvæði laga nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og reglugerðar nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. „Jafnframt samræmist ákvarðanirnar 13. og 18. gr. EES-samningsins, þar sem kveðið er á um að samningsaðilar megi leggja á innflutning vara bönn eða höft til að tryggja almannaöryggi og vernd heilsu manna eða dýra, þegar kemur að mati á því hvaða áhætta sé ásættanleg eða óásættanleg þegar vernda skal almannaöryggi og vernd lífs og heilsu manna og dýra. [...] Þá var bent á að sjúkdómastaða íslensks búpenings sé óvenjuleg í samanburði við önnur ríki. Vegna aldalangrar einangrunar íslenskra búfjárstofna hafi dýrin lítið ónæmi fyrir fjölmörgum smitefnum sem algeng eru erlendis, en aldrei hafi orðið vart við hér á landi. Dómurinn nú víkur í engu að þessum mikilvægu sjónarmiðum,“ segir í tilkynningunni. Umsókn um viðbótartryggingar Í viðbrögðum úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að frá uppkvaðningu dóms EFTA-dómstólsins í nóvember í fyrra hafi það verið forgangsmál stjórnvalda að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum. Við þá vinnu hafi verið lögð áhersla á að tryggja öryggi matvæla og vernd búfjárstofna. Í júlí sendi Ísland umsókn til Eftirlitsstofnunar EFTA um heimild til að beita reglum um viðbótartryggingar. Slíkar tryggingar, sem önnur Norðurlönd hafa þegar fengið, munu gera stjórnvöldum kleift að krefjast ákveðinna vottorða um að tilteknar afurðir séu lausar við salmonellu. Þá sé unnið að fjölmörgum öðrum aðgerðum, meðal annars varðandi kampýlóbakter. Frumvarp til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, í samræmi við EFTA-dóminn, er á þingmálaskrá og er stefnt að því að mæla fyrir frumvarpinu í febrúar. Sýkingum mun fjölga Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands, varaði við innflutningi á hráu kjöti á opnum fundi á Hvanneyri í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins. Taldi Karl að áhrifin af innflutningi á fersku kjöti verði þau að kampýlóbaktersýkingum muni fjölga mjög mikið ef erlendir kjúklingaframleiðendur sem verslað er við, fylgi ekki sömu reglum og þeir íslensku þurfa að gera. Reikna megi líka með fjölgun salmonellusýkinga og tilfellum sýkinga af völdum „ h a m b o rg a r a b a k t e r í u n n a r “ svokallaðrar, sem getur valdið blóðugum niðurgangi og nýrnabilun. Aðrir sýklar kunni einnig að gera vart við sig. /smh Dómur staðfestur í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu: Þörf á viðbótartryggingum

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.