Bændablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 15

Bændablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 15 Takk fyrir komuna Fylgstu með bændum á Baendasamtok Tugþúsundir gesta komu á sýninguna „Íslenskur landbúnaður 2018“ í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Aðsóknin var ævintýraleg og fór langt umfram væntingar þeirra sem stóðu að sýningunni. Bændasamtökin þakka þeim sem komu á bás BÍ og gerðu sér glaðan dag í góðra vina hópi. Það var ánægjulegt að sjá bændur og ölskyldur þeirra úr öllum landshlutum gera sér ferð í Laugardalinn. Aðsókn almennings á sýninguna er til merkis um einlægan áhuga á landbúnaði og íslenskri matvælaframleiðslu. Öllum gestum, sýnendum og starfsfólki sem kom að viðburðinum eru sendar þakkir fyrir frábæra landbúnaðarsýningu. Áfram íslenskur landbúnaður! Eiður Valdimarsson í veiðibúðinni sinni í Bolungarvík. Með veiðibúð í bílskúrnum „Já, ég setti búðina upp í bíl skúr- num hjá mér í sumar, en vefsíðuna ValdimarssonFlyFishing.com opnaði ég fyrir þremur árum,“ sagði Eiður Valdimarsson á Bolungarvík. „Búðin hefur gengið vel síðan hún var opnuð. Mér finnst veiði skemmtileg og veiði eins mikið og ég get. Er aðallega í vatna veiði og sjóbleikjuveiði hérna fyrir vestan,“ sagði Eiður. Kjarnmikið og gott íslenskt fóður Hátækniframleiðsla samkvæmt ströngum gæðakröfum Vöruþróun í samstarfi við Trouw Nutrition í Hollandi Kjarnfóðurtegundir fyrir fjölbreyttar aðstæður Heysýnataka og fóðurráðgjöf með NutriOpt Skilvirk fóðurdreifing um allt land Persónuleg og lausnamiðuð þjónusta

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.