Bændablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 24

Bændablaðið - 18.10.2018, Qupperneq 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 201824 Frá 1976 hefur Sigurgeir Ólafsson p löntusjúkdómafræðingur haft umsjón með stofnræktun kartöfluútsæðis fyrir kartöflu- bændur á Íslandi. Nú styttist í að Sigurgeir sleppi tökunum á þessu mikilvæga starfi, en hann hefur síðustu árin sinnt stofnræktuninni þó hann hafi fyrir nokkru látið af föstum störfum hjá Matvælastofnun. Hann segir mikilvægt að vel sé áfram haldið utan um stofnræktunina. Að sögn Sigurgeirs er kartaflan sérstök að því leyti að útsæði eru vatnsauðug og næringarrík stöngulhnýði en ekki þurr fræ eins og hjá öðrum nytjajurtum. Því sé greið leið fyrir smitefni í gegnum útsæðið í ræktun kartaflna ef ekki er ástunduð sérstök smitfrí stofnræktun á útsæði. Kartöflubændur þurfa því að endurnýja reglulega sitt útsæði. Flestum öðrum nytjajurtum er hægt að fjölga með fræsöfnun og þurrkun – sem lágmarkar líkur á slíku smiti. Arfhreint og heilbrigt útsæði til sáningar „Tilgangur stofnræktunarinnar er tvíþættur; að viðhalda arfgerð og heilbrigði. Ef sama útsæðið er notað ár eftir ár án endurnýjunar er hætt við að tíðni vissra sjúkdóma aukist þar til ræktun verður vart arðbær. Hægt er að flytja inn stofnútsæði erlendis frá en ekki af Gullauga, Helgu og Rauðum íslenskum. Einnig er hæpið að hægt sé að stofnrækta þessi yrki erlendis vegna þess að þau eru svo viðkvæm fyrir kartöflumyglu og svokallaðri Y-veiru og álag þessara sjúkdóma þar margfalt á við það sem er hér á landi. Því má segja að innlend stofnræktun sé forsenda fyrir ræktun þessara yrkja til frambúðar hér á landi. Skilyrði fyrir kartöflumyglu eru mjög góð á Hornafirði en þar hefur mygla ekki komið í minnst 60 ár. Skýringin er sú að þar hafa menn sammælst um að setja ekki niður innflutt útsæði. Þegar mygla hefur geisað á Suðurlandi hefur hún ekki náð austur á Hornafjörð. Ein ástæða þess að erlenda yrkið Premiere er haft með í stofnrækt hér er til að gefa Hornfirðingum og öðrum kost á ræktun þessa yrkis án þess að setja niður innflutt útsæði,“ segir Sigurgeir um mikilvægi stofnræktarstarfsins. Stofnræktun á kartöfluútsæði hófst árið 1948 á Íslandi, þegar Grænmetisverslun ríkisins og Tilraunaráð jarðræktar gerðu með sér samning um framkvæmd og eftirlit með stofnræktinni. Sigurgeir lauk doktorsprófi árið 1976 með plöntusjúkdóma sem aðalgrein og plöntulífeðlisfræði og meindýr á plöntum sem aukagrein. „Þá var ein sérfræðingsstaða á Íslandi í plöntuheilbrigði við Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA) og var Ingólfur Davíðsson grasafræðingur sá fyrsti sem gegndi henni og var þá kominn á eftirlaun. Á þeim tíma var mikið rætt um vandamál í kartöflurækt vegna sköddunar í vélum og vegna nýs sjúkdóms, Phoma þurrrotnun, sem nýlega var farinn að valda miklu tjóni á Íslandi sem og í nálægum löndum. Aðalritgerð mín í plöntusjúkdómum fjallaði um þennan sjúkdóm sem og fyrsta grein mín heima einnig, í Frey 1975. Ég tók við þessari sérfræðingsstöðu á RALA og var þegar settur í að leiða samstarfshóp um kartöflurannsóknir. Verksvið mitt var hins vegar sjúkdómar og meindýr á plöntum almennt og varnir gegn þeim. Mitt hlutverk var líka að hafa eftirlit með innflutningi og útflutningi á plöntum og heilbrigðiseftirlit með stofnræktun kartöfluútsæðis sem var á vegum Grænmetisverslunar landbúnaðarins.“ Mörg vandamál voru í kartöfluræktuninni „Í grasrækt var vandamálið annars vegar kal í túnum – sem Bjarni Guðleifsson á Möðruvöllum sinnti mjög vel – og hins vegar grasmaðkur sem Geir Gígja skordýrafræðingur hafði rannsakað ítarlega og birt í sérstöku riti. Ekki voru á þeim tíma sérstök vandamál í kornrækt. Mínar áherslur hlutu því að beinast að kartöfluvandamálum og annarri útimatjurtaræktun sem og í ylrækt,“ segir Sigurgeir þegar hann er spurður um aðkomu hans að kartöflunum. „Í kartöfluræktuninni mátti finna á annan tug sjúkdóma ásamt kartöfluhnúðormi og margir þessara skaðvalda eru útsæðisbornir. Heilbrigt útsæði er því lykilatriði. Í gömlu stofnræktinni fólst endurnýjun í því að flytja inn nýtt útsæði erlendis frá, einkum frá Noregi og Hollandi. Þannig fengum við inn nýja sjúkdóma.“ Bjó til nýja stofna af gömlu yrkjunum Sigurgeir segir að hann hafi komist að raun um það fyrir 40 árum, þegar hann fór að skoða stöðu mála, að gömlu yrkin; Gullauga, Helga og Rauðar íslenskar, væru alsmituð með veirum, X og S. „Ég hóf þá tilraun til að búa til veirufría stofna með vefjaræktunartækni sem tókst það vel að þessir stofnar eru notaðir enn í dag og eru enn veirufríir. Þetta var í fyrsta skiptið sem plöntulíftækni var beitt hér á landi. Það má segja að ég hafi haldið utan um þessa stofna og stofnræktina síðan. Ég tók einfaldlega við nánast öllum kartöfluverkefnum á RALA, meðal annars afbrigðaprófunum og varð helsti kartöflusérfræðingur landsins. Sem dæmi get ég nefnt að af 114 greinum sem ég hef skrifað á ferlinum fjalla um 70 um kartöflur á einn eða annan hátt.“ Stofnræktandi íslenskra kartöfluyrkja ætlar að setjast í helgan stein á næsta ári: Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði – segir Sigurgeir Ólafsson sem hefur séð um ræktunina fyrir kartöflubændur í rúm 40 ár LÍF&STARF Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Sigurgeir Ólafsson í aðstöðu sinni á Keldnaholti, að fjölga græðlingum. Myndir / smh Í árdaga sinna starfa hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins tók Sigurgeir upp á því að rækta eigin ránmaura til að takast á við spunamaura sem gerðu þessa ránmaura inn í landið.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.