Bændablaðið - 18.10.2018, Side 29

Bændablaðið - 18.10.2018, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 29 Noregi. Áhugi Breta á færeyska hestinum dróst saman við aukna tæknivæðingu kolanámanna og segja má að færeyski hesturinn hafi orðið atvinnulaus. Með minnkandi áhuga á færeyska hestinum dró úr eftirspurn og um tíma var litið á hann heima fyrir sem hálfgerða plágu sem ekkert gagn var af. Petersen segir að fyrsti formaður félagsins Föroysk ross hafi haft góð tengsl við Landbúnaðarháskólann í Svíþjóð og að gerðar hafi verið skyldleikarannsóknir á þeim sem leiddu í ljós að síðustu fjórir hestarnir voru það fjarskyldir að óhætt var að nota þá til áframeldis. „Á níunda áratug síðustu aldar var erfðaefni færeysku hestanna skoðað og sýndi niðurstaða þeirrar rannsóknar fram á hið sama.“ Mikilvægt að viðhalda færeyska hestinum Petersen segir að verndun færeyska landnámshestsins sé mjög mikilvæg fyrir Færeyinga. „Við höfum glatað upprunalega fénu sem var flutt til eyjanna og líka upprunalega hundinum, nautgripunum og landnámshænunni þannig að það skiptir miklu fyrir okkur að viðhalda færeyska hestinum.“ Að sögn Petersen vonast hann til að í framtíðinni verði hægt að flytja færeyska hestinn út til annarra landa og fjölga honum þannig því að bæði vegna smæðar eyjanna og hestsins geti Færeyingar ekki viðhaldið nema ákveðnum fjölda hrossa. Af þeim 93 færeysku hestum sem til eru í dag eru um 20 í eigu landsstjórnarinnar. „Stjórnvöld í Færeyjum eru jákvæð í okkar garð og hafa veitt okkur fé til verkefnisins og fyrir það erum við hjá Föroysk ross mjög þakklát, auk þess erum við sem að verkefninu stöndum mjög þakklát fyrir þá aðstoð sem Bændasamtök Íslands hafa veitt okkur,“ segir Hans Petersen. Överaasen DLS-270 A. Wendel ehf. Tangarhöfða 1 110 Reykjavík Sími 551 5464 www.wendel.is Vacuum pökkunarvélar og pokar Búsáhöld – Brýni – Hamborgarpressur – Kjötexi Heyrnahlífar – eyrnatappar Sodastream og fylgihlutir Erum á facebook Áratuga reynsla í sölu á vacuum pökkunarvélum, pokum og fylgihlutum. Kíkið á netverslun okkar, www.esjugrund.is Verslun í Hólagarði, Lóuhólum 2-4, 111 Reykjavík Færeyskir hestar þykja ekki síður barnvænir en frændur þeirra á Mynd / smh. Auglýsingsíminn er: 563 0300 Eldri blöð má finna hér á PDF:

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.