Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 18.10.2018, Blaðsíða 39
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 39 Laust er til umsóknar starf bústjóra á tilrauna- og kennslubúi Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), í sauðfjárrækt, að Hesti í Andakíl. Að Hesti er rekið tilrauna- og kennslubú í sauðfjárrækt og tilgangur búsins er að skapa aðstöðu fyrir rannsóknir og kennslu í búgreininni. Áhersla er lögð á gott skýrsluhald um bústofninn ásamt reglusemi og snyrtimennsku í öllu sem varðar búreksturinn. Fjárfjöldi er um 650 vetrarfóðraðar kindur. Umsækjendur skulu hafa lokið búfræðiprófi og það telst kostur að hafa einnig lokið B.Sc. prófi í búvísindum eða sambærilegu námi. Reynsla af sauðfjárbúskap er nauðsynleg. Bústjóri vinnur með öðrum sérfræðingum LbhÍ að skipulagningu og framkvæmd tilrauna í sauðfjárrækt ásamt undirbúningi og aðstoð við verklega kennslu. Krafist er lipurðar í mannlegum samskiptum og sjálfstæðra vinnubragða auk góðrar hæfni til að miðla eigin kunnáttu. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf 1. desember 2018 eða sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sæmundur Sveinsson rektor í síma 433 5000 eða tölvupósti saemundur@lbhi.is. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskóla Íslands, b/t Arna Garðarsdóttir Ásgarði - 311 Hvanneyri eða í tölvupósti til arnag@lbhi.is. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil og starfsferilskrá. Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsókn- um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. BÚSTJÓRI Á TILRAUNA- OG KENNSLUBÚI LBHÍ Á HESTI Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Norðurland vestra: Staða heilbrigðismála heilt yfir þokkaleg en margt má bæta Staða heilbrigðismála á Norður- landi vestra er heilt yfir þokkaleg, en ýmislegt má þó bæta, m.a. mönnun sjúkraflutninga sem aukast jafnt og þétt og þá vantar dagdvalarúrræði fyrir aldraða á Blönduósi. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri en vinnsla hennar var áhersluverkefni sóknaráætlana landshluta árið 2017. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra létu vinna skýrsluna sem fjallar um stöðu heilbrigðisþjónustu í fjórðungnum. Í henni er dregin saman staða heilbrigðisþjónustu í landshlutanum og hún borin saman við heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum. Það sem einna helst skilur á milli Norðurlands vestra og Vestfjarða er að í fyrrnefnda fjórðungnum er skortur á fæðingar- og skurðstofustarfsemi, slík þjónusta er ekki til staðar á Norðurlandi vestra. Nefnt er í skýrslunni að Vestfirðir hafi sennilegast notið meiri þjónustu en Norðurland vestra vegna ákveðinnar fjarlægðarverndar. Margt bendi til að þróunin verði líkari í landshlutanum á næstu árum, annars vegar vegna bættra samgangna á Vestfjörðum og til annarra landshluta og hins vegar vegna mögulegra mannabreytinga. Erfitt geti reynst að ráða starfsfólk með þá almennu og breiðu færni sem til þarf. Illa gengur að manna stöður sérfræðilækna Mjög illa hafi um langa hríð gengið að manna stöður sérfræðilækna á landsbyggðinni og ljóst að við því verði að bregðast. Ekki er að sjá að Norðurland vestra skeri sig úr að þessu leyti. Fram kemur að heilbrigðisstofnanir séu of háðar því að sjálfstætt starfandi læknar hafi tíma og áhuga á því að vinna tímabundið hjá þessum stofnunum. Sú lausn hafi stundum verið nefnd, m.a. af Landlækni og í aðdraganda síðustu alþingiskosninga að Landspítali og eða Sjúkrahúsið á Akureyri hafi umsjón með þessum málum og sendi sérfræðinga á heilbrigðisstofnanir eins og þurfa þykir, að heimsóknir af því tagi sé hluti af starfsskyldum tiltekinna sérfræðinga. Ljóst er, segir í skýrslunni, að slíkar heimsóknir myndu draga verulega úr kostnaði og óþægindum sjúklinga af landsbyggðinni þrátt fyrir að ýmsa þjónustu muni áfram þurfa að sækja til stærri sjúkrahúsa. Geðlæknir ekki komið á Krókinn frá 2010 Sérstaklega er í þessum efnum kallað eftir þjónustu geðlækna. Viðtöl sérfræðilækna á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru nánast einungis í boði á Sauðárkróki. Árið 2016 voru um 2.050 viðtöl þar og er það heldur minna en meðaltal áranna 2004 til 2016. Hins vegar er það talsverð aukning frá árunum tveimur þar á undan. Munar þar mestu að enginn geðlæknir hefur komið á Sauðárkrók frá árinu 2010. Á árunum 2005 til 2009 voru tæplega 500 viðtöl þar á ári. Fram kemur í skýrslunni að dagvistunarúrræði séu nokkuð góð bæði á Sauðárkróki og Hvammstanga en kallað er eftir slíkri þjónustu á Blönduósi. Samkvæmt spám um aldurssamsetningu mun ekki draga úr þörf fyrir þjónustu af því tagi á næstu árum. Verktaka ekki heppileg Líkt og gildir víða á landsbyggðinni er mönnun heilbrigðisstarfsfólks viðkvæm á Norðurlandi eystra, einkum hefur víða reynst erfitt að fá heilsugæslulækna til starfa og á því vandamáli þarf að finna lausn. Vandi af því tagi er þó ekki nýr af nálinni. Á starfssvæði SSNV hefur staðan verið einna best á Hvammstanga undanfarin tvö ár, en þar hafa verið tveir heilsugæslulæknar, á Sauðárkróki hefur ekki tekist að manna stöður að fullu og á Blönduósi hefur ekki verið fastráðinn læknir í fullu starfi lengi. Þar eru málin leyst með verktökulæknum annars staðar frá. Það þykir ekki heppilegasta leiðin til að reka heilsugæslu, kostnaður er meiri en þegar læknar eru starfandi við heilsugæsluna sem launþegar, auk þess sem erfiðara er að mynda og viðhalda sambandi milli læknis og sjúklings. Fjarheilbrigðisþjónusta nefnd sem lausn Fjarheilbrigðisþjónusta er lausn sem oft er nefnd og bendir að því er fram kemur í skýrslunni flest til þess að vægi hennar muni aukast á næstu árum, en hún komi þó ekki alltaf í stað hefðbundinnar mönnunar. Geðlækningar hafa verið nefndar sem hentugt form fjarlækninga. Núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir að ávallt sé hægt að komast hratt og örugglega á milli Norðurlands vestra og annaðhvort Akureyrar eða Reykjavíkur en sú er þó ekki alltaf raunin. Fjarheilbrigðisþjónusta, betri samgöngur og síðast en ekki síst aukin þjónusta í heimabyggð eru þær lausnir sem eru í boði til þess að bæta heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi vestra. /MÞÞ Mynd / HKr. Áhrif af El Nino í Ástralíu: Spá auknum hita, þurrkum og kjarreldum „Engar góðar fréttir“, segir í yfirlýsingu frá áströlsku veðurstofunni, „og ástandið á eftir að versna“. Veðurfræðingar í Ástralíu eru þungir á brún þessa dagana og segja að um 70% líkur séu á nýju El Nino veðurfyrirbæri á næstu mánuðum. Gangi spárnar eftir má búast við hækkun hitastigs í Ástralíu og víðar með þurrkum og auknum kjarr- og skógareldum. September á þessu ári er sá þurrasti frá því að mælingar hófust árið 1900 og mestur er þurrkurinn í New South Wales og Queensland þar sem er mikill landbúnaður. Auk þess sem þurrkarnir valda minni uppskeru nytjaplantna rýra þeir einnig beitiland sem getur leitt til uppblásturs. El Nino er heiti yfir það þegar breytingar verða á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Á El Nino árum minnkar úrkoman í Indónesíu og Ástralíu á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. Á spænsku þýðir El Nino drengur og vísar til Jesúbarnsins í jötunni. Lofthiti jarðar mælist alltaf hár á El Nino árum og með aukningu lofthita vegna gróðurhúsalofttegunda er líklegt að enn eitt hitastig jarðar verði slegið fljótlega. Alvarlega afleiðingar Afleiðing þurrka af þessu tagi er uppskerubrestur, atvinnuleysi, hærra verð á matvöru, lægri laun og almennt rótleysi og upplausn í samfélaginu. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.