Bændablaðið - 18.10.2018, Page 55

Bændablaðið - 18.10.2018, Page 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 18. október 2018 Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. S: 5272600 - www.velavit.is Varahlutir - Viðgerðir Vélavit Sala Þjónusta Varahlutir og viðgerðarþjónusta fyrir JCB lyftara Til sölu DFSK C31 pallbíll Árgerð 2017. Burðargeta 1.200 kg. Bifreiðin er ekinn aðeins 514 km. Lipur og duglegur vinnubíll. Verð 2.100.000 kr. +vsk. Upplýsingar í síma 863-2548. www.bbl.is Vantar þig: • • • • Sturla s. 899-3004            Borgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir má finna á fasteignavef MBL og heimasíðu Ríkiskaupa Um er að ræða ríkisjörðina Tjörn, fyrrum kirkjujörð sem er staðsett utarlega á vestanverðu Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Land jarðarinnar er talið vera um 442 ha. og þar af ræktað um 19 ha. Einnig fylgir helmingshlutur í óskiptu u.þ.b. 820 ha. fjallendi á móti Tjörn 2. Jörðin er staðsett á Vatnsnesi þar sem undirlendi er hvað mest og fjalllendið er mikið og gott beitarland. Jörðin á land að Tjarnará og Katadalsá og veiðirétt í þeim. Jörðinni fylgir greiðslumark 78,8 ærgildi. Allar nánari upplýsingar um eignina veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530 1400, í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.is og inni á fasteignavef morgunblaðsins https://www.mbl.is/fasteignir/fasteignasala/rikiskaup/ TIL SÖLU - RÍKISJÖRÐIN TJÖRN 1 Matvælastofnun hefur innkallað kjötið frá Birkihlíð í Skagafirði Frá því var greint í síðasta Bændablaði að bændur á bænum Birkihlíð í Skagafirði hefðu slátrað lömbum heima á bæ á dögunum í samstarfi við starfsfólk Matís, samkvæmt verklagi sem fyrirtækið hefur lagt til að gildi um svokölluð örsláturhús. Sveinn Margeirsson forstjóri Matís seldi síðan afurðirnar á bændamarkaði á Hofsósi 30. september. Matvælastofnun innkallaði svo þessar vörur á fimmtudaginn. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að ástæða innköllunarinnar sé sú að slátrun fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðun hafi ekki verið framkvæmd af opinberum dýralækni. Þeir sem hafi umræddar vörur undir höndum geti því skilað þeim heim til bænda í Birkihlíð, gegn endurgjaldi. Ákvörðun um viðurlög liggur ekki fyrir Hjalti Andrason, fræðslustjóri Matvælastofnunar, segir að málið sé enn í skoðun og niðurstaða liggi ekki fyrir varðandi frekari eftirmála af lögbrotinu. Margþætt tilraunaverkefni Matís Sveinn gaf þá skýringu á uppátækinu í viðtali í síðasta Bændablaði, að tilgangur þess hafi verið margþættur en þörf væri á breytingum á lagaumgjörðinni á þessu sviði. „…í fyrsta lagi vorum við að láta reyna á hvort hægt sé að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi við tillögur okkar um fyrirkomulag á svokallaðri örslátrun. Staðfest var, fyrir sölu afurðanna, að örverufræðileg staða kjötsins var með miklum ágætum og má því segja að það sé búið að staðfesta að þetta er hægt. Á næstu vikum verður unnið frekar úr mælingum, meðal annars á meyrni kjötsins og arðsemi örslátrunar og þær birtar, en lögð var áhersla á það við framkvæmd tilraunarinnar að meta hversu mikinn tíma það tók að fylgja ferlinu,“ sagði Sveinn og benti á að nálgast megi tillögurnar á vef Matís, matis.is. „Við viljum líka benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat, við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi. Einnig að benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur og um leið prófa Matarlandslagið. is sem vettvang til að stuðla að beinum viðskiptum á milli bænda og neytenda. Að mínu mati eru miklir möguleikar fyrir bændur til að auka verðmæti með þessum hætti og þannig stuðla að jákvæðri þróun í byggðum landsins,“ sagði Sveinn. /smh VIÐSKIPTABLAÐIÐ LESTUR PRENTMIÐLA Á LANDSBYGGÐINNI BÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is 0% 10% 20% 30% 40% 50% DV STUNDIN MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BÆNDABLAÐIÐ 8,0% 11,2% 9,4% 22% 27,3% 43,1% Kjötið frá Birkihlíð var innkallað vegna þess að ekki var slátrað í viðurkenndu sláturhúsi og ekki heilbrigðisskoðað af opinberum dýralækni. Mynd / Matvælastofnun

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.