Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Markmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun sem samþykkt
voru á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna 2015 boða fjölbreyttar
framfarir á heimsvísu.
Markmiðin, sem eru sautján, snúa
að samfélaginu í víðasta skilningi,
má þar nefna framleiðsluhætti,
notkun á orku, samvinnu, útrýmingu
á fátækt og hungri, og eiga að
tryggja góða heilsu og vellíðan.
Samstarfsvettvangur um Matvæla-
landið Ísland efndi til ráðstefnu
um ábyrga matvælaframleiðslu og
heimsmarkmið SÞ fyrir skömmu.
Meðal gesta á ráðstefnunni var
Serana Brown, framkvæmdastjóri
verkefnis um sjálfbæra þróun
hjá KPMG á alþjóðavísu. Erindi
hennar kallaðist The Sustainable
Development Goals: Opportunities
for the Icelandic Food Industry.
Bakgrunnur í endurskoðun og
þróunaraðstoð
Serean Brown vann sem
endurskoðandi á alþjóðasviði hjá
KPMG í tíu ár og starfaði meðal
annars á Bretlandseyjum, Hong
Kong og Ástralíu áður en hún hóf að
vinna að hjálpar- og þróunarstörfum
í löndunum sunnan Sahara. Í
Kenía, Suður-Súdan, Tansaníu og
Fílabeinsströndinni starfaði hún að
hluta til með bændum við þróun
landbúnaðar.
„Reynsla mín af þróunarstarfi í
Afríku samfærði mig um að þrátt
fyrir að hjálparsamtök séu víða að
vinna frábært grasrótarstarf þarf
meira til að hægt sé að leysa þau
vandamál sem mannkynið stendur
frammi fyrir. Ég tel að nauðsynlegt
sé að virkja viðskiptaheiminn í
auknum mæli til góðs og sem jákvætt
afl í heiminum til að leysa þessi
aðsteðjandi vandamál. Ég sneri því
aftur til KPMG til að nýta reynslu
mína af viðskiptum og þróunarstarfi.
Vinna við gerð sjálfbærni
markmiða Sameinuðu þjóðanna og
að auka vitund fólks og fyrirtækja
á málefnunum og tækifærunum
sem þeim tengjast hefur verið
stórkostleg,“ segir Serena.
Væntingar um samfélagslega
ábyrgð fyrirtækja
Serana segir að væntingar stjórn-
valda, fjárfesta og neytenda um að
fyrirtæki, bæði stór og smá, leggi sitt
af mörkum til að auka sjálfbærni í
heiminum séu miklar. „Það er ekki
nóg fyrir fyrirtæki að segjast ætla
að vinna að sjálfbærnimarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna heldur er ætlast
til að starf þeirra sé gagnsætt og að
hægt sé að fylgjast með því að þau
standi við sitt.
Kannanir sýna að einungis
62% neytenda treystir matvæla-
fyrirtækjum, 56% telja að
tekjur fyrirtækja sem eingöngu
hagnaðardrifin eigi eftir að dragast
saman og 60% neytenda telur
að stjórnarmenn fyrirtækja séu
fremur drifnir áfram af græðgi en
samfélagslegri ábyrgð.
Í dag er það þannig að upplýsingar
berast hratt og því nánast ómögulegt
að hlaupa í felur með það sem er
gert. Fyrirtækin vita þetta og þau vita
einnig að illt umtal kemur sér mjög
illa fyrir þau. Stjórnendur fyrirtækja
vita einnig að það er þeim í hag að
standa við markmiðin og helst að fá
á sig orð um að vera í forustu þegar
kemur að sjálfbærri þróun.“
Breytingar og landbúnaður
á Íslandi
„KPMG á Íslandi er að skoða á hvaða
hátt loftslagsbreytingar, fólksflutn-
ingar og fleiri þættir munu hafa áhrif
á landbúnað á Íslandi. Starfsmenn
fyrirtækisins hafa meðal annars
ferðast um landið og tekið bændur
tali og skoðað ólíkar sviðsmyndir
sem tengjast landbúnaði á Íslandi og
þeim breytingum sem eru í vændum
á heimsvísu.
Ísland er í forustu þegar kemur
að upprunamerkingum og ábyrgum
fiskveiðum í heiminum og landið
ætti að leggja metnað sinn í að vera
það áfram. Íslendingar eru einnig
framarlega þegar kemur að notkun
endurnýjanlegra orkugjafa. Jafnrétti
á Íslandi er einnig mikið en í sumum
tilfellum má gera meira til að virkja
konur á landsbyggðinni og gera störf
þeirra verðmætari.
Mér skilst að neysla á unnum
matvælum á Íslandi sé minni en
víða annars staðar og það er kostur
og eitthvað sem ætti að viðhalda.
Reyndar er það svo að víða í heim-
inum eru neytendur farnir að gera
kröfur um að matvæli séu minna
unnin og að minna sé af íblöndun-
arefnum í þeim.
Eftirspurn í fisk, óunnið kjöt og
grænmeti hefur aukist og kannanir
benda til að aukningin eigi eftir að
verða meiri í framtíðinni.“
Selena segir að lokum mikilvægt
að fólk líti á sjálfbærnimarkmið SÞ
út frá nærumhverfi sínu og vinni út
frá því. „Einstaklingar og fyrirtæki
eiga að skoða hvað hægt er að gera
til að leggja sitt á vogarskálarnar
til að bæta heiminn og gera hann
betri til framtíðar og fyrir komandi
kynslóð.“ /VH
Ábyrg matvælaframleiðsla - Ísland og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna:
Matvælaframleiðsla á Íslandi og sjálfbærni-
markmið Sameinuðu þjóðanna
Serana Brown, framkvæmdastjóri verkefnis um sjálfbæra þróun hjá KPMG á alþjóðavísu, hélt erindi á ráðstefnu Matvælalandsins Íslands um ábyrga
matvælaframleiðslu og heimsmarkmið SÞ fyrir skömmu. Mynd / TB
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun:
Framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins,
jarðarinnar og hagsældar
Í mars 2018 stóð yfir kynn-
ingarherferð um Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna um sjálf-
bæra þróun sem samþykkt
voru 2015. Markmiðin boða
framfarir á öllum helstu sviðum
samfélagsins á heimsvísu og því
miðar herferðin að því að greina
frá nokkrum góðum fréttum úr
framtíðinni, gangi markmiðin
eftir.
Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun
er framkvæmdaáætlun í þágu
mannkynsins, jarðarinnar og
hagsældar. Með henni er einnig
leitast við að stuðla að friði um
gjörvallan heim og þar með
auknu frelsi. Ljóst er að útrýming
fátæktar í öllum sínum myndum
og umfangi, að með talinni
sárafátækt, er stærsta verkefnið
á heimsvísu og ófrávíkjanlegt
skilyrði fyrir sjálfbærri þróun.
Öllum til hagsbóta
Öll lönd og allir haghafar munu, í
gegnum samstarfsverkefni, hrinda
þessari áætlun í framkvæmd. Við
ásetjum okkur að losa mannkynið
undan ánauð fátæktar og að græða
jörðina og auka öryggi hennar.
Við einsetjum okkur að stíga
afgerandi skref til breytinga sem
nauðsynleg eru í því skyni að
koma veröldinni á braut sjálfbærni
og auka viðnámsþol hennar.
Markmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbærrar þróunar eru
17 og undirmarkmiðin 169
undirmarkmið.
Með markmiðunum er leitast
við að byggja á þúsaldarmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna og
ljúka því sem ekki náðist með
þeim. Með markmiðum er leitast
við að tryggja öllum mannréttindi
og ná fram kynjajafnrétti og efla
vald kvenna og stúlkna. Þau eru
AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL