Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf TINE í Noregi íhugar að framleiða hauggas úr kúamykju Mjólkursamlagið TINE í Noregi íhugar að koma á fót eigin fyrirtæki til að framleiða hauggas úr kúamykju til að framleiða eldsneyti og orku fyrir bílaflota fyrirtækisins og mjólkursamlög. Arðsemi og ávinningur fyrirtækisins vegna áætlananna getur verið verulegt að mati ráðgjafafyrirtækisins Rambøll. „Hauggasmarkaðurinn í Noregi er vaxandi bæði með tilliti til fjölda framleiðenda og aukningar í framleiðslu. Á sama tíma sjáum við aukinn vilja til skuldbindingar bæði hjá hinu opinbera og eins í einkageiranum. Með þeim náttúruauðlindum sem við höfum hér í landi og með okkar virðiskeðju getum við tekið okkur stöðu og hjálpað til við að bæta umhverfið og efnahag fyrirtækisins,“ segir yfirmaður miðlunar og sjálfbærni hjá TINE Lars Galtung. Draga úr losun um 30% Í fyrra hleypti fyrirtækið átakinu #Kúkraftur af stokkunum þar sem hluti bílaflota fyrirtækisins keyrir á hauggasi sem búið er til úr kúamykju í samvinnu við fyrirtækin Skagerak Energi og Greve Biogass. „Við fáum nú stuðning í nýrri hauggasskýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Rambøll sem mælir með því að fyrirtækið skoði möguleikana á að taka sér stöðu á eigenda- og framleiðsluhliðinni. Þetta sé gert til að afhenda hauggas til eigin mjólkurvöruframleiðslu og til flutninga en einnig sem afhendingaraðili til viðskiptavina utan frá,“ segir Lars og bætir við: „Eigin hauggasframleiðsla getur orðið mjög hagstæð, bæði fyrir TINE og umhverfið. Það er einnig mikilvægt fyrir landbúnaðinn að minnka metangaslosun frá matvælaframleiðslunni og þetta getur verið einn liður í því. Á sama tíma minnkum við til muna notkun á jarðefnaeldsneyti eða um 13% af CO2 á hvern lítra af mjólk sem er frábært. Ef okkur á að takast markmið stjórnvalda um að draga úr 30% losun gróðurhúsalofttegunda innan ársins 2030 þá verðum við að koma á framleiðslu sjálf og útbúa stöðvar fyrir fljótandi hauggas. Stjórnvöld verða líka að koma til móts við okkur og íhuga ívilnanir í til dæmis formi minni vegatolla eins og raunin er um rafmagnsbíla í dag.“ /ehg - Bondebladet Hestaíþróttir og -bransinn í heild sinni skapa störf og hefur mikla möguleika á að auka enn meira virði en hann gerir í dag. Í samvinnu við hrossaræktina hefur norska ríkisstjórnin þróað nýjar hestaleiðbeiningar á landsvísu. „Staða hestsins í Noregi er að breytast og því verðum við að halda vel utanum greinina í heild sinni með fjölbreyttari hætti en gert hefur verið. Hestar geta skapað arðbær störf úti á landi og eru þessar nýju hestaleiðbeiningar meðal annars hugsaðar til þess að auðvelda samvinnu milli sveitarfélaga og hrossaræktarinnar,“ segir landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, Jon Georg Dale. Gera greinina sýnilegri Nýju hestaleiðbeiningarnar virka sem eins konar alfræðirit og innihalda staðreyndir, tengiliðaupplýsingar, hlekki á gildandi reglur og góð dæmi sem sýna hvernig hægt er að veðja og öðlast árangur. „Hesturinn hefur ákveðið hlutverk í til dæmis ferðaiðnaði og við ýmiss konar meðferðir. Þrátt fyrir það eru störf innan greinarinnar takmörkuð. Ríkisstjórnin vill leggja áherslu á að landbúnaður er meira en matvælaframleiðsla og hesturinn er einn hluti af viðbótargreinum í landbúnaði. Margir bændur sem eru með í Opnum landbúnaði nota hesta við þá kynningarvinnu og leiðbeiningarnar hjálpa til við að gera þessa grein sýnilegri og að þróa áfram félagslegan ávinning af því að halda hesta,“ segir Jon Georg og bætir við: „Í Svíþjóð er hestagreinin stór og var veltan þar um 48 milljarðar sænskra króna árið 2013 en í Noregi á sama tíma var veltan rétt rúmir 7 milljarðar norskra króna. Það eru um 100 þúsund hestar í Noregi og þumalputtareglan segir okkur að hægt sé að skapa eitt starf fyrir hverja tíu hesta og því ætti að vera hægt að gera meira úr þessari grein í Noregi.“ /ehg – Norska landbúnaðar- og matvælaráðuneytið Norðmenn vilja auka vægi hrossaræktar Hestar geta skapað arðbær störf úti á landi, segir landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs, Jon Georg Dale. TINE vill auka sjálfbærni í mjólkurframleiðslunni með því að framleiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.