Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
samþætt og órjúfanleg og mynda
jafnvægi milli hinna þriggja
stoða sjálfbærrar þróunar: hinn-
ar efnahagslegu, félagslegu og
umhverfislegu.
Markmið og undirmarkmið
þeirra munu örva aðgerðir næstu
fimmtán ár á afgerandi sviðum
fyrir mannkynið og jörðina.
Markmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbærrar þróunar eru 17 og
undirmarkmiðin 169 undirmark-
mið.
Meginmarkmið SÞ um
sjálfbæra þróun
1. Útrýma fátækt í allri sinni
mynd alls staðar.
2. Útrýma hungri, tryggja
fæðuöryggi og bætta næringu
og stuðla að sjálfbærum
landbúnaði.
3. Stuðla að heilbrigðu líferni og
vellíðan fyrir alla frá vöggu
til grafar.
4. Tryggja jafnan aðgang allra
að góðri menntun og stuðla
að tækifærum allra til náms
alla ævi.
5. Jafnrétti kynjanna verði
tryggt og völd allra kvenna
og stúlkna efld.
6. Tryggja aðgengi að
og sjálfbæra nýtingu,
allra á hreinu vatni og
salernisaðstöðu.
7. Tryggja öllum aðgang að
öruggri og sjálfbærri orku á
viðráðanlegu verði.
8. Stuðla að viðvarandi
sjálf bærum hagvexti og
arðbærum og mannsæmandi
atvinnutækifærum fyrir alla.
9. Byggja upp viðnámsþolna
innviði fyrir alla, stuðla að
sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa
að nýsköpun.
10. Draga úr ójöfnuði innan og á
milli landa.
11. Gera borgir og íbúðasvæði
öllum mönnum auðnotuð,
örugg, viðnámsþolin og
sjálfbær.
12. Sjálfbær neyslu- og
framleiðslumynstur verði
tryggð.
13. Grípa til bráðra aðgerða
gegn loftslagsbreytingum og
áhrifum þeirra.
14. Vernda og nýta hafið og
auðlindir þess á sjálfbæran
hátt í því skyni að stuðla að
sjálfbærri þróun.
15. Vernda, endurheimta og stuðla
að sjálfbærri nýtingu vistkerfa
á landi, sjálfbærnistjórnun
skógarauðlindarinnar, berjast
gegn eyðimerkurmyndun,
stöðva jarðvegseyðingu
og endurheimta landgæði
og sporna við hnignun
líffræðilegrar fjölbreytni.
16. Stuðla að friðsælum og
sjálfbærum samfélögum
fyrir alla menn, tryggja öllum
jafnan aðgang að réttarkerfi
og byggja upp skilvirkar og
ábyrgar stofnanir fyrir alla
menn á öllum sviðum.
17. Styrkja framkvæmd og blása
lífi í alþjóðlegt samstarf um
sjálfbæra þróun. /VH
LANDSMÓT
HESTAMANNA
REYKJAVÍK
1.7–8.7 2018
#landsmot2018 • www.landsmot.is
facebook.com/landsmothestamanna
VERTU MEÐ FRÁ BYRJUN!
P
ip
ar
\T
B
W
A
\
S
ÍA
TIL 15. JÚNÍ
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA!
18.900
Við ásetjum okkur að losa mannkynið undan ánauð fátæktar og að græða jörðina og auka öryggi hennar. Við
einsetjum okkur að stíga afgerandi skref til breytinga sem nauðsynleg eru í því skyni að koma veröldinni á braut
sjálfbærni og auka viðnámsþol hennar. Mynd /TB
Markmið númer eitt er að útrýma
fátækt.