Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 LESENDABÁS Aðstæður hafa á margan hátt breyst hratt á síðustu áratugum á Íslandi eins og víðar. Iðn- og tæknibyltingin á Íslandi skapaði fjölda starfa og aukningu afurðaframleiðslu í sjávarútvegi, sem og í landbúnaði, og stuðlaði þannig að blómlegri byggð víða um land. Með vaxandi þekkingariðnaði og aukinni tækni eru frum- framleiðslu greinar þó ekki eina verðmætasköpunarleið okkar því þekkingariðnaðurinn, hugvit og stafrænn iðnaður, skapar í dag hluta landsframleiðslunnar. Með þessu fór áhersla á handverk dvínandi en tækniiðnaður jókst, vélar tóku við af mannafli og mörg störf breyttust úr handverksstörfum í hugvitsstörf. Þessi þróun hefur almennt valdið aukinni samþjöppun fólks í stærri byggðakjörnum en fráhvarfi þess frá minni samfélögum um landið. Stafrænn iðnaður hefur umbylt lífi fólks og náttúran er ekki lengur helsta viðfangsefni þess, heldur í síauknum mæli veruleiki sem byggist á sýndarheimi og rafrænum veruleika. Áreiti og streita Í dag er staðan sú að daglegt líf í stærri samfélögum einkennist á margan hátt af sífelldu áreiti, streita verður algengari og kulnun fer vaxandi. Viðbrögð fólks við þessu eru eðlilega aukið afturhvarf í Móður náttúru sem uppsprettu, lífgjafa og veruleika. Greina má merki þess að ungt fólk er margt orðið fráhverft stafrænum sýndarveruleikum og leitar í síauknum mæli í náttúruna sem uppsprettu og eðlilegan grunn síns veruleika. Sumt ungt fólk hefur lagt símana og sýndarveruleikann þar til hliðar, en tekið upp lestur, skriftir og listsköpun í auknum mæli. Það leitar í auknum mæli í störf sem hafa beina tengingu við náttúruna, frumframleiðslu og afurðasköpun hennar. Hvers vegna? Líklega er þessi þróun tengd hinum eðlilegu sveiflum í þróun samfélaga. Þegar samfélög verða of fráhverf náttúrunni í þróun sinni, virðast þau leita ósjálfrátt aftur í upprunann og náttúrulegan grunn sinn. Það skýrir aukna ásókn ungs fólks í hugmyndafræði hreyfinga eins og Slow-Food, Slow-Design, Fair- Trade, veganisma, grænmetisfæði, líforku neysluafurða, hugleiðslu, vistvænar aðferðir, lífrænar aðferðir, líkamsvitund og sálarvitund og uppbyggingu líkama og sálar, iðkun náttúruíþrótta svo sem sjósunds, fjallganga og hjólreiða, iðkun óhefbundinna lækninga og þekkingarleit í kistur hinna ýmsu trúarbragða og hugmyndakerfa horfinna tíma, sköpun, listir og fegurðarauka, ritun og fleira. Þetta útskýrir einnig aukningu í aðsókn þeirra sem stefna á framtíðarstörf í bændasamfélaginu. Þetta skýrir fráhvarf til náttúrunnar. Þetta skýrir margt. Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu verða. Þetta er lögmál lífsins, sama hve tækninni fleygir fram, sem nauðsynlegt er þó. Stuðla að uppbyggingu og framþróun matvælaframleiðslu Matís ohf. er ríkisrekið fyrirtæki sem hefur það að markmiði að stuðla að uppbyggingu og framþróun matvælaframleiðslu á Íslandi. Matís styður við og ýtir undir framþróun frumframleiðslugreina og afurða þeirra, en frumframleiðendur eru allir þeir sem vinna matvæli beint úr auðlindum lands og sjávar hér á Íslandi og stuðla þannig að sjálfbærni landsins. Mikil framþróun hefur orðið og heldur áfram að eiga sér stað í aðferðum frumframleiðenda til að tryggja sjálfbærni auðlinda lands og sjávar, þ.e. áframhaldandi tilurð þessara auðlinda til framtíðar. Ýmis gagnleg kerfi og skipulag hafa verið sett þar um, sem koma á í veg fyrir ofnýtingu og tryggja áframhaldandi tilurð auðlindanna, enda ekki annað í boði ef tryggja á möguleika landsins á sjálfbærni til framtíðar. Frumframleiðendur á Íslandi finna glöggt fyrir þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu, auknu fráhvarfi til upprunans og uppsprettu lífs, náttúrunnar. Neytandinn leitar í auknum mæli í staðbundin hráefni, staðbundnar afurðir og raunverulegan, rekjanlegan uppruna þeirra. Það fyrsta sem ferðamaðurinn spyr að er „hvar fæ ég mat úr afurðum svæðisins?“, „hvar kynnist ég sögu staðarins?“ Bændamarkaðir Bændamarkaðir eru ekki tímaskekkja þótt þeir hafi verið við lýði í árþúsundir. Þeir hafa einmitt lifað góðu lífi í árþúsundir vegna þess að þeir eiga alltaf við. Ekki er til betri aðferð til að tengja sig náttúru og auðlindum, sögu og hefðum hvers staðar, en með neyslu þeirra afurða sem koma beint frá bændum eða frumframleiðendum af svæðinu. Ekki er til betri leið til að minnka kolefnissporið og tryggja vistvænt samfélag, en að gera staðbundnar afurðir vel aðgengilegar á hverjum stað. Ekki er til betri leið til að styðja við eigið samfélag, viðhald þess, verðmætasköpun og framþróun, en að velja afurðir nágranna þíns og auðlinda þíns svæðis fram yfir aðflutta vöru sem hefur enga tengingu við þitt umhverfi. Bændamarkaðir eiga aldrei betur við en í dag, þegar heimamenn og gestir hrópa á aðgengi að staðbundnum afurðum sem sprottnar eru úr auðlindum staðarins, þegar afturhvarf til náttúrunnar og afurða hennar er í öndvegi, þegar brýn þörf er á stuðningi við eigið nærumhverfi og uppbyggingu þess, þegar þorsti í þekkingu um uppruna og hefðir hvers staðar er áberandi, þegar viðhald menningarminja, sögulegra einkenna, hefða og venja er aðkallandi á hverjum stað. Dýrmæt menningarverðmæti Víða um landið eigum við dýrmæt menningarverðmæti í gömlum húsum, byggingum og minjum. Á bak við þessar minjar er raun- veruleg saga hvers staðar, saga fólksins sem landið ól og sem lifði af landinu. Þetta er saga sem við verðum að varðveita og miðla, því menning byggir á sögu og samfé- lag er ekkert án sögu sem sameinar þegna þess, gefur þeim stað í heim- inum og veitir þeim tilfinningu fyrir tengingu sinni við annað fólk, við samfélag sitt og umhverfi. Menning er það sem er áhugavert við hvert samfélag því hún skapar samfélagið og sagan er grunnur framþróunar. Víða um landið velta menn því fyrir sér hvort ástæða sé til að varðveita menningarsöguleg hús og byggingar, og sum slík hafa farið forgörðum. Menn velta því fyrir sér hvaða hlutverk slík hús eigi að hafa og hvort þau séu einungis byrði á samfélaginu. Meta þarf hvert til- felli vel, en slík hús ættu framar öllu að eiga ríkt hlutverk í lifandi miðlun raunverulegra minja hvers staðar. Staðbundinn bændamarkað- ur er lifandi miðlun raunverulegra minja og hefða hvers staðar, þar sem hefðbundnum afurðum staðar- ins, oft framleiddum með aðferð- um sem eiga sér aldagamla sögu og hefð, er lyft fram á lifandi hátt með beinni og lifandi tengingu við söguna. Það er ef til vill ekki mikil hefð fyrir slíkum mörkuðum hér á landi, en framleiðsluhefðin er til staðar og allt sem til þarf. Hvert byggðalag ætti að lyfta fram slíkum húsum sem miðkjarna menningar- sögu sinnar og miðlunar hennar og bændamarkaður er leið til að gera slíkt og um leið skapa þegnum og samfélaginu öllu möguleika á því að auka verðmæti afurða sinna, tryggja betri afkomu, blómlegar aðstæður fyrir byggð og varðveislu og miðlun sögu og hefða hennar. Bændamarkaðir með hefð- bundna framleiðslu hvers staðar, kynnta af framleiðendunum sjálfum sem lifa af auðlindum staðarins, þekkja framleiðsluna, hefðirnar, sögu staðarins og fólksins, staðhætti og náttúru, gefa óteljandi möguleika: Svo sem á vöruþróun afurða, viðhaldi, varðveislu og miðlun aðferða og hefða og verðmætaaukningu með aukinni smáframleiðslu. Slíkir markaðir geta orðið ríkt aðdráttarafl staðarins eins og dæmi eru um erlendis. Sérhver staður lyftir á slíkum markaði fram sínum sérkennum í menningu og mat, sem ýtir jafnframt undir skýra sameiginlega sýn þegnanna á sögu og eðli eigin samfélags og stolti þeirra af uppruna þess og afurðum. Bændamarkaðar í Pakkhúsinu á Hofsósi Matís í samvinnu við bændur, aðra frumframleiðendur og handverksfólk í Skagafirði, stendur að opnun Bændamarkaðar laugardaginn 30. júní næstkomandi. Markaðurinn verður rekinn einu sinni í viku, á laugardögum milli kl. 13 og 16, í Pakkhúsinu Hofsósi, sem er menningarsögulegt hús frá 1770 í gamla, sögulega kjarna Hofsóss og tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafns Íslands, en gerður hefur verið samningur við safnið um nýtingu hússins til verkefnisins. Verið velkomin á Bændamarkað á Hofsósi! Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís ohf., stofnandi og fyrrum eigandi Bændamarkaðar Frú Laugu, stjórnarmaður í SLOW FOOD Reykjavík, safnafræðingur, listfræðingur og stjórnmálafræðingur. Bændamarkaðir um landið, miðlun menningarhefða, sögu og minja – Að nærast á upprunanum Frá Hofsósi. Matís mun í samvinnu við bændur, aðra frumframleiðendur og Mynd / HKr. Hefur þú brennandi áhuga á vélum og vilt vinna í lifandi og Vélfang ehf. er sölu- og þjónustuaði l i á sviði v innu- og landbúnaðarvéla. Vélfang ehf. var val ið Framúrskarandi fyr i rtæki 2015, 2016 og 2017 Hjá Vélfangi starfar hópur fólks sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Hæfniskröfur: Reynsla af vélaviðgerðum nauðsynleg. Menntun við hæfi kostur. Rík þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Gott með að vinna í teymi. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem allra fyrst. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 velfang.is Frostagötu 2a 603 Akureyri velfang@velfang.is -VERKIN TALA Frábær loft trampólín til að hafa á leiksvæðum við sundlaugar, á tjaldstæðum eða þar sem börn á öllum aldri eru að leik. Fást í ýmsum litasamsetningum og stærðum frá 33 m². S. 453 8888 - velaval@velaval.is LOFT TRAMPÓLÍN Dúnhreinsunin ehf. við Axarhöfða, 110 Reykjavík Móttaka æðardúns til hreinsunar er hafin hjá Dúnhreinsuninni efh., við Axarhöfða í Reykjavik. Við greiðum flutningskostnað til Reykjavíkur. Hafið samband í síma 892 8080. ÆÐARBÆNDUR Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.