Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5280 / klettur.is Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðardekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki höfuðmáli. Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður. Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti Maxam dekkjanna. HAGKVÆM DEKK FYRIR ALVÖRU KRÖFUR IS Hurðir I Sími 564 0013 I www.ishurdir.is I ishurdir@ishurdir.is IÐNAÐARHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR • Íslensk framleiðsla, smíði og samsetning. • Allar hurðir smíðaðar samkvæmt máli. • Áratuga reynsla starfsmanna í hurðum. • Hágæða hráefni. • Þolir íslenskt veðurfar. • Sér meðhöndlaðar brautir gegn ryði og álagi. • Stuttur afgreiðslutími. Eftirlitskerfi t.d fyrir sauðburðinn Tengist með 4G eða Wifi beint í símann eða tölvuna Gengur á 12 Vdc eða 240 Vac. Öflug innrauð næturlýsing. Hægt að setja út á tún, eða girðingarstaur. Tengja við sólarsellu og/eða rafhlöðu. Plastagnir í jarðvegi hátt til fjalla í Sviss Komið hefur í ljós að míkró- plastagnir er að finna í jarðvegi frá láglendi hátt til fjalla í Sviss. Talið er að ástandið kunni að vera verra í öðrum löndum Evrópu og varað er við áhrifum þess á fæðuöryggi manna og dýra. Í fyrstu stóru rannsókninni á míkróplastögnum í jarðvegi sýnir að mikið magn af þeim er að finna í jarðvegi í Sviss og finnast agnirnar á afskekktum stöðum hátt til fjalla. Í 29 sýnum sem tekin voru í landinu fundust plastagnir í 90% sýnanna. Plastagnir, eða míkróplastagnir, eru skilgreindar sem plastefni sem eru minni en fimm millimetrar að stærð. Plast berst með vindi Endurvinnsla á plasti í Sviss er nánast 100% og sú mesta í heimi. Magnið af plastögnum sem fannst í svissneska jarðveginum kom því á óvart og talið að það hafi borist í jarðveginn með vindi frá öðrum löndum. Magn plastagna í jarðvegi þar sem endurvinnsla plasts er minni gæti því verið enn meira. Plastagnir og mengun af þeirra völdum hefur verið talsvert í umræðunni og aðallega plastmengun í hafi. Plastmengun er ekki einungis bundin við höfin því plastagnir finnast einnig í drykkjarvatni, bjór, hunangi, salti og fleiri matvörum víða um heim. Plast í ræktunarlandi Rannsóknir sýna að gríðarlegt magn af plastögnum er að finna í jarðvegi, bæði í náttúrunni, ræktunarjarðvegi og meira að segja garðaúrgangi. Talið er að milli 20 og 30% af efni sem nýtt er í landfyllingar í heiminum í dag sé plast. Sýnt hefur verið fram á að plast- agnir berast meðal annars í rækt- unarjarðveg með endurunnu vatni frá mannabústöðum sem notað er til vökvunar. Plastagnirnar eru svo smáar að þær hreinsast ekki burt við síun vatnsins áður en það er notað á akra, hvort sem um er að ræða ræktun með eða án tilbú- inna efna, og berist þannig hæg- lega í fæðukeðju manna og dýra. Áhrif plastmengunar í jarðvegi eru margs konar og meðal annars hefur komið í ljós að smáar plast- agnir geta hæglega drepið ána- maðka og önnur jarðvegsdýr sem éta þær. /VH Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar. Plastagnir í jarðvegi drepa ánamaðka og önnur jarðvegsdýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.