Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Hagnaður hefur verið af rekstri Vilko ehf. undanfarin tvö ár, í fyrra skilaði rekstur- inn 1,2 milljóna króna hagnaði og árið á undan 1,6 milljónum króna. Vilko hefur farið í gegnum mikið breytingarskeið undan- farin ár, en fyrirtækið flutti í stærra húsnæði þar sem hið eldra upp- fyllti engan veginn þá þörf sem Vilko var komin í. Í fyrra flutti Vilko því starfsemi sína í gamla MS húsið, en miklar og kostnaðarsamar breytingar voru gerðar á húsinu til að mæta þörfum Vilko. Nýr vélbúnaður og vottanir Samhliða flutningi fjárfesti Vilko í fullkomnum vélbúnaði til hylk- junargerðar og kryddáfyllingar á árinu. Síðastliðið ár einkenndist af uppbyggingu á eigin framleiðslu og innri skipulagsvinnu. Vilko er nú komið með ýmsar vottanir, s.s. Tún vottun og öll aðstaða er til fyr- irmyndar fyrir matvælaframleiðslu. Lengi má þó gott bæta og áfram verður unnið að smávægilegum lagfæringum í húsinu. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að eigendur og starfs- fólk horfi bjartsýn fram á veg- inn, Vilko ætli sér stærri hluti í framtíðinni. Á gömlum merg Fyrirtækið Vilko stendur á gömlum merg. Það var stofnað í Kópavogi árið 1969 en árið 1986 keypti Kaupfélag Húnvetninga framleiðsluna og flutti starfsemina á Blönduós. Árið 2000 var fyrirtækið gert að hlutafélagi sem er í eigu Ámundarkinnar ehf., Ó. Johnson & Kaaber ehf., sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu sem og nokkurra starfsmanna og einstaklinga. Vel þekkt vörumerki Vilko-vörurnar þekkja flestir, heilu kynslóðir landsmanna hafa verið aldir upp á súpum, grautum, vöfflum, kökum og fleira góðgæti sem framleitt er undir merkjum Vilko. Vilko á einnig vörumerkið Prima sem er mest selda kryddlína á Íslandi. Prima kryddtegundirnar eru um 100 talsins í öllum stærðum og gerðum af pakkningum. Hluthafar í Vilko ehf. eru 20 og starfsmenn 8 en starfsmönnum mun fjölga nokkuð á næstu mánuðum. /MÞÞ FRÉTTIR Glimrandi gangur hjá Vilko á Blönduósi - Mynd / MHH Fjölbrautaskóli Suðurlands opnar FabLab smiðju í haust Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Háskólafélag Suðurlands (HfSu) og Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) undir samning sem felur í sér samstarf og styrk við FabLab smiðju sem verið er að setja upp í Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) á Selfossi. Samningurinn er til þriggja ára og leggur áherslu á faglegt samstarf um innra starf smiðjunnar og samstarf FabLab smiðja hér á landi. Samningurinn kemur í kjölfar undirskriftar FSu, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Héraðsnefndar Árnesinga og HfSu um samkomulag um uppsetningu og rekstur smiðjunnar. Þessa dagana er verið að vinna í að fjármagna tækjakaup fyrir smiðjuna og þar eiga stóran þátt sunnlensk fyrirtæki auk Atorku sem er félag atvinnurekenda á Suðurlandi, en þau leggja til meginþorra þess fjármagns sem þarf til þess að fjármagna tækjakaupin. „Við stefnum á að opna smiðjuna í haust en tilgangur hennar er að þjálfa sköpunargáfu einstaklinga og hjálpa þeim að hrinda hugmyndum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Með uppsetningu og rekstri smiðjunnar opnast hvetjandi umhverfi til nýsköpunar, menntunar og þróunar í héraðinu en auk nemenda í FSu og grunnskólum svæðisins, munu fyrirtæki og almenningur hafa aðgang að smiðjunni,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fsu. Magnús St. Magnússon hefur verið ráðinn sem umsjónarmaður smiðjunnar. /MHH Harðfisksúpa var hlutskörpust í vali í hugmyndasamkeppninni „Þjóðlegir réttir á okkar veg“ sem Matarauður Íslands stóð fyrir á dögunum. Eliza Reid for- setafrú afhenti verðlaun til þátt- takenda á uppskeruhátíð sem haldin var í nýjum húsakynnum Mathallarinnar á Granda mánu- daginn 28. maí sl. Gestum bauðst að smakka á réttunum sem voru hver öðrum betri. Veitingastaðir um allt land munu á næstunni velja einn rétt til þess að setja á matseðilinn hjá sér. Alls bárust 107 hugmyndir og uppskriftir af þjóðlegum réttum en keppnin var opin og öllum frjálst að senda inn tillögur. Það gætti ýmissa grasa, allt frá njólasúpu, grasystingi og grjúpáni í skemmtilega útfærða samtímarétti. Algengustu hugmyndirnar án uppskriftar voru kótelettur í raspi, plokkfiskur og útgáfur af lúxuspylsum, ýmist með fiski eða kjöti. Matarkörfur í verðlaun Nemendur í Hótel- og veitinga- skólanum útfærðu hugmyndirnar í samvinnu við sína kennara. Dómnefnd mat svo árangurinn en efstu fimm vinningshafarnir fengu veglegar matarkörfur ásamt því sem vinsælasti rétturinn í netkosningu fékk verðlaun Vinningshafar 1. sæti. Harðfisksúpa. Baldur Garðarsson. 2. sæti. Íslenskt ramen, rófunúðlukjötsúpa. Hafliði Sævarsson. 3. sæti. Brauðsúpa. Anna Lára Pálsdóttir. 4. sæti. Rófugrautur. Helga Jóna Þorkelsdóttir. 5. sæti. Nesti smaladrengsins. Hafsteinn Hjartarson. Fjallagrasa-brulee vinsælt Vinsælasti rétturinn samkvæmt netkosningu var Fjallagrasa- brulee sem kúabóndinn og fyrrum þingmaðurinn, Jóhanna María Sigmundsdóttir, átti heiðurinn af. Vinningar voru ekki af verri endanum, stútfullar gjafakörfur af matvörum frá Beint frá býli, Mjólkursamsölunni og flugmiði frá Air Iceland Connect fyrir fyrsta sætið. Safna matarminningum Samhliða söfnun uppskrifta óskaði Matarauður Íslands eftir skriflegum matarminningum. Þær er hægt að senda áfram inn í gegnum vefsíðuna mataraudur.is. 107 uppskriftir bárust í keppni um þjóðlega rétti: Harðfisksúpa, fjallagrasa-brulee og nesti smaladrengsins unnu til verðlauna Undirbúningur undir stór- sýninguna Íslenskur landbún- aður 2018, sem haldin verður í Laugardalshöllinni dagana 12.-14 október í haust, gengur afar vel að sögn sýningarhaldara. Þegar hafa tæplega áttatíu sýningaraðilar til- kynnt þátttöku. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Ritsýnar sf., sem heldur sýninguna, er nær fullskipað í útisvæði og inni í Laugardalshöllinni eru fáir básar eftir. „Við erum þessa dagana að klára að selja þau hólf sem eftir eru. Það er mikill áhugi hjá sýnendum og greinilegt að það er gróska í landbúnaðinum í dag. Við búumst við miklum fjölda í Laugardalinn í haust, bæði bændum að sjálfsögðu og öðrum áhugasömum um nútíma- landbúnað og íslensk matvæli. Félagsmenn Bændasamtakanna fá allir boðsmiða á sýninguna og við munum einnig bjóða upp á vandaða fyrirlestradagskrá,“ segir Ólafur. Tímarit Bændablaðsins kemur út samhliða sýningunni Í tilefni sýningarinnar verður Tímarit Bændablaðsins gefið út í hátíðarútgáfu, glanstímarit í A4-broti sem verður dreift til allra bænda landsins og á sýningunni sjálfri. Ritið mun innihalda upplýsingar um sýnendur ásamt viðtölum við bændur, kort af sýningarsvæðinu og fleira. Landbúnaðarsýning lofar góðu Myndir / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.