Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Rannsóknarteymi Kaliforníu- háskóla undir stjórn prófessorsins Ermias Kerab skoðar nú hvort hægt sé að draga úr losun jórturdýra á metangasi með því að bæta þörungum í fóður eins og ástralskar rannsóknir sýndu fram á 2015. Fjallað var um þetta á vefsíðu Independent 24. maí síðastliðinn. Segjast vísindamenn nú vonast til að bændur geti mætt ströngum reglum um losun gróðurhúsalofttegunda með því að blanda þörungum í fóðrið. Er það vegna þess að Kaliforníuríki hefur kynnt reglur sem eru áskorun fyrir bændur um að draga úr losun á metangasi frá 1,7 milljónum mjólkurkúa um 40% á næstu tíu árum eða fyrir 2030. Eru kýrnar taldar standa fyrir losun á um 20% af öllu metani í Kaliforníu. Þar að auki eru í ríkinu yfir 5 milljón nautgripir sem ræktaðir eru vegna kjötsins. Eru nautgripir í ríkinu í heild taldir valdir að losun á 55% af öllu metani sem þar er losað út í andrúmsloftið. Þar sem losunin er að mestu með ropa vegna meltingar á fóðri, þá hafa vísindamenn velt fyrir sér hvort samsetning fóðursins sé ekki lykillinn að lausninni. Hver mjólkurkýr er sögð losa um 70 til 120 kg af metangasi út í andrúmslofti á ári. Það samsvarar kolefnisfótspori bíls sem ekur 12.600 kílómetra. Vaxandi áhugi á að draga úr losun frá jórturdýrum Bændablaðið fjallaði um rannsókn í október 2016 sem vitnað er til í Independent. Hún var framkvæmd í Norður-Queensland í Ástralíu 2015 af Rocky De Nys, prófessor í sjávarlíffræði við James Cook-háskólann í Townsville, í samvinnu við rannsóknastofnunina CSIRO (Commonwealth Scientific and Industrial Research). Sú rannsókn leiddi í ljós að með því að blanda tiltölulega litlu magni af þurrkuðu rauðu þangi, „Asparagopsis taxiformis“, í nautgripafóður, er hægt að draga úr metanframleiðslu gripanna um allt að 99%. Þótt sumir hafi gagnrýnt þessa rannsókn og telji sig vita betur, þá hefur fjöldi greina verið skrifaður síðan um þetta mál og hvernig bregðast eigi við losun á metangasi frá jórturdýrum. Hefur það einnig verið tekið upp á ráðstefnum víða um heim. Enda er metangas um 25 sinnum meiri áhrifavaldur en koltvísýringur þegar kemur að myndun gróðurhúsaloftslags. Þannig var vöngum velt um áhrifamætti þörunga á gasmyndun í meltingarvegi jórturdýra hjá World Economic Forum í ágúst 2017 og á Kvægkongres, fagþingi nautgriparæktarinnar í Danmörku, fyrr á þessu ári. Prófessor Ermias Kerab segir að tölur úr rannsóknum lofi góðu og séu langt umfram þau viðmiðunarmörk sem menn hafi sett sér. Hefur hans rannsóknarteymi gert tilraunir með að gefa 12 Holstein kúm fóður sem þörungamjöli var blandað í. Hafa þeir stundað sínar rannsóknir út frá niðurstöðum rannsóknarinnar sem gerð var í Ástralíu 2015. Segir hann að ákveðin efni sem finnist í sumum þörungum trufli ensím sem valdi myndun metangass í meltingarvegi nautgripa. Miðað við fyrri rannsóknir virðist vera hægt að draga úr losun á metani um vel yfir 30%. Niðurstöður í rannsóknarstof- um hafa þó ekki alltaf gefið sömu niðurstöðu við raunverulegar aðstæður. Kerab segir að mun meiri rannsóknir þurfi að gera til að sýna fram á langtímaárangur af notkun þörunga. Eykur mögulega áhuga á þörungarækt Segir Kerab í samtali við fréttastofu CNBC að nokkur áhugi væri að vakna á að rækta þang til fóðurgerðar. Hingað til hafi enginn markaður verið fyrir hendi, en ef rannsóknir staðfesti að þetta virki vel, þá muni áhuginn aukast mjög fyrir að rækta þang. Tilraunir hafa verið gerðar með fleira en þang til að minnka losun á metani í meltingarvegi jórtur- dýra. Þar má t.d. nefna hvítlauk. Þá hafa vísindamenn líka beint sjónum að erfðaþætti jórturdýra hvað þetta varðar. /HKr. Enn skoða menn nýtingu á þörungum til að minnka metangaslosun frá kúm – Kaliforníuríki í Bandaríkjunum vill minnka gaslosun frá mjólkurkúm um 40% fyrir 2030 Rauða þangið „Asparagopsis taxiformis“ sem gaf góða virkni í tilraun Ástralíumanna. Prófessor Ermias Kebreab. Mynd / UC Davis/Gregory Urquiaga Kýr í fjörubeit. Þörungamjöl. Mynd / UC Davis/G. Urquiaga Starfsemi Vélavals hefur verið í endurskipulagningu og vöruúrval aukist til muna. Til viðbótar við fyrri starfsemi hefur Vélaval hafið sölu á ýmsum stærri tækjum til landbúnaðar, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar má nefna áburðardreifara, sáningarvélar og jarðvinnslutæki frá Sulky í Frakklandi, merki sem er mjög þekkt og virt í Evrópu. Einnig eru í boði Hispec haugsugur frá Írlandi og haugdælur og hrærur frá enska gæðaframleiðandanum Storth. Giant liðléttingar skipa áfram stóran sess hjá okkur og hefur fyrirtækið aukið möguleika á ýmiss konar útfærslum við þá. Samhliða þessu hefur Ragnar Magnússon verið ráðinn framkvæmdastjóri Vélavals en Ragnar þekkir vel til íslensks landbúnaðar og markaðsmála á því sviði. ,,Vélaval mun leggja áherslu á að gera gott enn betra og munu núverandi og verðandi viðskiptavin- ir vonandi verða varir við það með enn þá betri þjónustu og auknum samskiptum. Varahlutaþjónusta mun verða einn þáttur í því,“ segir Ragnar Magnússon framkvæmdastjóri og telur mjög gott að þessi vörumerki skuli nú vera á boðstólum Vélavals. ,,Það er tilhlökkunarefni að geta boðið upp á svona þekkt vörumerki og vöruúrval og hlakka ég til að heyra í bændum um allt land og vona að þeir hiki ekki við að slá á þráðinn til okkar,“ segir Ragnar. Starfsemi Vélavals í Skagafirði endurskipulögð: Vöruúrval aukið og nýr framkvæmdastjóri Ragnar Magnússon. UTAN ÚR HEIMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.