Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
Spænski véla framleið-
andinn Barreiros Diesel
S.A. var settur á laggirnar
í Madrid árið 1954 af
manni sem hét Eduarndo
Barreiro. Fljótlega hóf
fyrirtækið framleiðslu
á dísilvélum í borginni
Ourense í norðvesturhluta
Spánar.
Framleiðslan var aukin
verulega eftir að Barreiros
hóf framleiðslu á vélum fyrir
fólksflutninga- og vörubíla fyrir
franska bifreiðaframleiðandann
Berliet, hinn tveggja hæða
breska AEC, þýska Hanomag
sem meðal annars framleiddi
dráttarvélar og hinn þýska
Vidal & Sons. Seinnaframleiddi
Barreiros einnig fyrir pólska
vörubílaframleiðandann FSC Star
sem meðal annars voru fluttir út
til Kína í stórum stíl.
Dráttarvélaframleiðsla
Á nokkrum árum tókst stofnanda
fyrirtækisins að gera það að
stórveldi á Spáni. Samhliða því að
framleiða vélar fyrir fjölda stórra
bifreiðaframleiðenda hóf Barreios
framleiðslu á dráttarvélum sem
báru nafn fyrirtækisins.
Eduarndo Barreiro hannaði
sjálfur frumgerð fyrsta traktorsins
árið 1954 og árið 1958 fóru hjólin
verulega að snúast þegar spænska
iðnaðarráðuneytið veitti honum
leyfi og stuðning til að smíða
3000 dráttarvélar. Barrieiros
hóf fljótlega samstarf við þýska
dráttar vélaframleiðandann
Rheinstahl- Hanomag sem var
gamalt og stöndugt fyrirtæki og
þóttu Hanomga dráttarvélarnar
öðrum fremri um miðjan sjötta
áratug síðustu aldar og framleiddi
um eitt hundrað þúsund
dráttarvélar árið 1955.
Fyrstu Rheinstahl Hanomag
Barreiros, R-350 Viñero-Frutal
og R-438 Especial, litu dagsins
ljós árið 1962 og sama ár voru þær
til sölu í 17 löndum víðs vegar um
heim.
Til að vekja athygli á
framleiðslunni voru Barreiros
dráttarvélarnar til sýnis á
landbúnaðarsýningum víða um
heim og tók þátt í margs konar
samkeppnum.
Árið 1964 hófs framleiðsla
á týpu sem kallaðist R-500 í
Þýskalandi undir heitinu Barreiros
en ári síðar var framleiðslan flutt
til borgarinnar Zaragoza á Spáni.
Fjárhagserfiðleikar
og yfirtaka Chrysler
Í kjölfar vaxandi velgengni á
miðum og í lok sjötta áratugar
tuttugustu aldarinnar færði
Barreiros út kvíarnar og
keypti upp ýmsa minni
vélaframleiðendur og jók
framleiðslu sína á ýmsum
sviðum.
Þensla fyrirtækisins átti
eftir að draga dilk á eftir sér
því árið 1967 stóð Barreiros
frammi fyrir alvarlegum
fjárhagserfiðleikum. Skuldir
fyrirtækisins jukust hratt áður
en að bandaríski framleiðandinn
Chrysler steig inn og keypti upp
skuldir þess og eignaðist þar með
stóran hluta í Barreiros.
Tilkoma Chrysler hleypti
nýju lífi í dráttarvélaframleiðslu
Barreiros á Spáni sem náði
hámarki árið 1968.
Sama ár setti fyrirtækið á
markað týpu sem fékk heitið
Barreiros 4000 og árið eftir 5000,
5500 og 7000 týpurnar sem buðu
upp á alls konar tækninýjungar
hvað varðaði gírskiptingu, afl og
hemlakerfi.
Árið 1970 var nafni fyrirtækisins
breytt í Chrysler Barreiros og 1971
hafði heildarframleiðsla Barreiros
á dráttarvélum frá upphafi náð
40.000 eintökum.
Hallar undan fæti
Undir lok sjöunda áratugs síðustu
aldar fór að halla undan fæti
hjá fyrirtækinu vegna þess að
það náði ekki að halda í nýjustu
tækninýjungar. Á þeim tíma
reyndi það fyrir sér í framleiðslu
á smátraktorum, meðal annars fyrir
vínberjaframleiðendur.
Árið 1979 seldi Chrysler sinn
hluta í fyrirtækinu til Peugeot og
nýju eigendurnir hættu framleiðslu
á Barreiros dráttarvélum árið 1980.
/VH
Barreiros – spænskar dráttarvélar
The Future Consumer Lab (FCL)
við Kaupmannahafnarháskóla
notar nýjustu tækni til að greina
hvernig við neytum matar. Einn
rannsóknarhlutinn snýr að því að
skilja hvernig og af hverju fólk
velur sér ákveðnar vörutegundir
þegar kemur að matvælum ásamt
því að finna upp leiðir til að hjálpa
fólki að velja á heilbrigðari hátt.
Að sögn Wender Bredie, prófess-
ors og guðföður rannsóknarstofunn-
ar, snýr allt starfið að því að vinna í
nafni betri matarvenja.
„Yfirleitt eru þetta tveir aðskildir
þættir þar sem maður hefur hin
klassísku matvælavísindi þar sem
litið er á næringargildi hráefna
en á hinn veginn er það könnun
á hegðun neytenda sem snýst um
val og venjur. Með starfinu hérna
erum við að færa þetta tvennt saman
þannig að við getum séð og áttað
okkur á stóru myndinni,“ segir
Wender Bredie prófessor, sem stýrir
tilraunastofunni.
Þróun á nýjum vörum
Wender segir þetta heita
Framtíðarneytenda-tilraunastofuna
vegna þess að fólk sé miðdepill í
vinnunni og að horft sé til framtíðar
með starfinu. Eitt af því sem hægt
sé að gera á tilraunastofunni sé að
hjálpa matvælaiðnaðinum að þróa
nýjar vörur sem mæta þörfum fólks.
„Þannig getur bæði bragð á mat-
vælum og umbúðir þeirra haft áhrif
á hversu mikið er neytt af þeim. Í
lífeðlisfræðitilraunastofunni er þetta
kannað. Í athugunartilraunastofunni
er hægt að stýra hitastigi allt frá
því að vera kæliherbergi og yfir í
frumskógarhita. Með því að stýra
hitastiginu og beina myndavélum
að viðfangsefni í herberginu er hægt
að fylgjast með hversu mikið við-
komandi borðar og hvernig matarins
er neytt við ákveðin hitastig,“ segir
Wender og bætir við:
„Bragðtilraunastofan gerir vís-
indamönnunum kleift að einangra
þúsundir efnasambanda ákveðinna
fæðutegunda og læra á þann hátt
hverjum af þeim mannfólkið er við-
kvæmt fyrir. Í uppgerðartilrauna-
stofunni gera sýndarveruleikahöf-
uðtól vísindamönnum kleift að fara
með þátttakendum á fínan veitinga-
stað eða jafnvel á ströndina og þá
geta þeir dæmt áhrif mismunandi
umhverfisaðstæðna á matarlyst.“
Hvað gefur matvælum bragð?
Það er svolítið eins og að koma
inn í kvikmynd byggða á vísinda-
skáldsögu að koma inn á tilrauna-
stofurnar sjö hjá FCL þar sem allir
veggir eru hvítir, gólfin og loftin eru
einnig hvít, ásamt hvítum borðum
og stólum og starfsfólkið klæðist
hvítum sloppum.
„Við byrjuðum með skynjunar-
tilraunastofu en uppgötvuðum fljótt
að mat neytenda á matvælum og að
skilja samþykkishegðun er nauðsyn-
legur hluti af nútíma matvælavís-
indum og næringu. Þegar kemur að
matvælavísindum fundum við út að
stundum er áherslan of mikið á tækni-
hluta matvælahönnunar og að skilja
meginreglur efnafræðinnar. Á sama
tíma er áherslan í næringarhlutan-
um oft á það að skilja næringu mat-
væla og hvernig fólk bregst við því.
Samverkun milli matar og neytenda
er oft vanrækt eða gefinn lítill gaum-
ur á þessu sviði,“ segir Wender og
bætir við:
„Þess vegna ákváðum við
fyrir nokkrum árum að uppfæra
skynjunartilraunastofurnar til að
rannsaka samhengi og hvernig
það hefur áhrif á virðingu fyrir
matvælum og einnig inntöku,
athugunarrannsóknarstofu til
að rannsaka matarhegðun bæði
þegar matarins er neytt og við
matarval fólks. Enn fremur getum
við tengt þessar tilraunastofur við
matarfræðitilraunastofuna þar sem
nemendur geta undirbúið gerð
nýrra matvæla. Einnig vildum við
hafa bragðgreiningartilraunastofuna
vegna þess að skilningur á
efnisþáttum sem leiða að bragði á mat
er mikilvægt til að skilja fyrirbærið
sem gefur matvælum bragð.“
Sýndarveruleiki og
þrívíddarheimur
Kjarninn í starfseminni er að skilja
framtíðarneytandann en á sama tíma
að þróa aðferðir og tæki til notkunar
í tilraunastofunum.
„Þetta er búið að vera stöðugt í
huga mér síðasta áratuginn og ég
hef mikinn metnað í að gera þetta
árangursríkt. Það er skylda mín að
tengja saman tilraunastofurnar og
að passa upp á að rannsakendurnir
hafi ekki of þröngan fókus í sínum
störfum. Núna eru 25 manns
að störfum hér í mismunandi
verkefnum og nú þegar er að sjást
áhugaverður árangur af starfinu
hér,“ útskýrir Wender og segir
jafnframt:
„Það er nú þegar búið að fram-
kvæma margar rannsóknir á til-
raunastofunum og núna erum við til
dæmis að kynna tilraun um sýndar-
veruleika en grein um hana verður
virt í vísindatímariti síðar í þessum
mánuði. Þetta fjallar um hvernig
sýndarveruleiki getur örvað löngun
eftir mat og hvort það sé betra en
löngun eftir mat sem skapað er með
því að hugsa um svipaðar aðstæð-
ur. Í rannsókninni skoðuðum við
heita og kalda drykki og hvernig
The Future Consumer Lab (FCL) við Kaupmannahafnarháskóla:
Prófar og rannsakar
framtíðarneytandann
Wender Bredie, prófessor og
umsjónarmaður Framtíðarneyt-
enda-tilraunastofunnar við
Kaupmannahafnarháskóla, hafði
gengið með hugmyndina í maganum
í tíu ár að stofnun hennar áður en
UTAN ÚR HEIMI