Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018
„Auk þess sem vinnan við gerð
garðsins var skemmtileg var ekki
síður áhugavert að kynna sér hvað
Skúli var að gera í tengslum við
matjurtarækt fyrir rúmum 260 árum.
Skúli var helsti hvatamaður
þeirrar matjurtaræktarbylgju
sem fór af stað með tilkomu
Innréttingarinnar. Hann hóf ræktun
á matjurtum í Viðey 1753 og var þá
búinn að panta fræ að utan. Skúli
hafði í gegnum Innréttingarnar
forgöngu að því að dönsk yfirvöld
fóru að hvetja landsmenn til að rækta
matjurtir.
Ákefð Skúla sýnir sig í því að
hann vildi ganga mun lengra en
dönsk yfirvöld í að skikka ábúendur
jarða yfir ákveðinni stærð til að
rækta matjurtir og refsa þeim fyrir
sem ekki gerðu það. Dönsk yfirvöld
milduðu tóninn og gáfu út vinsamleg
tilmæli til ábúendanna um að prófa
sig áfram.
Við megum ekki gleyma því að
yfirvöld í Danmörku lögðu sitt af
mörkum til að efla matjurtarækt í
landinu með því að hvetja menn til
dáða með því að veita þeim sem
náðu að rækta ákveðið magn af
matjurtum verðlaun.
Danski kóngurinn var reyndar
mjög áhugasamur um að efla
matjurtarækt á Íslandi og var það
öðrum þræði liður í að tryggja
matvælaöryggi landsmanna enda
hungurfellir algengur hér á landi á
þessum tíma. Hann sendi út boð til
Íslands árið 1754 um að Íslendingar
kæmu sér upp matjurtagörðum og
skyldu sýslumenn fylgja boðinu
eftir.
Samt sem áður gekk framan af
erfiðlega að fá almenning til að
taka þátt í ræktuninni. Þegar upp
var staðið voru það fyrst og fremst
embættismenn og stórbændur sem
höfðu bolmagn til að standa undir
svona tómstundaiðju eins og litið
var á ræktunina á þeim tíma.
Það er áhugavert að margir
landsmenn töldu hyggilegra að
fara til fjalla og tína grös en að
stunda ræktun og borða matjurtir
sem þeir töldu í sumum tilfellum
jafngilda því að éta gras eða skepn-
ufóður.“
Misjafn gangur í ræktun Skúla
Þrátt fyrir góðan vilja og að
ræktunartilraunir Skúla sé upphafið
af þeirri matjurtarækt sem á sér stað
á landinu í dag gekk ræktunin hjá
Skúla misjafnlega. Sumar tegundir,
eins og grænkál og kartöflur, gáfust
vel. Hann fékk verðlaun frá Friðriki
V. Danakonungi fyrir kartöflurækt,
en önnur ræktun gekk ekki eins vel.
„Skúli var duglegur að deila
kartöfluútsæði og kálplöntum til
annarra og ýtti þannig undir ræktun.
Síðar reyndi hann fyrir sér með
trjárækt og hún gekk vægast sagt
ekki vel. Hann reyndi meðal annars
að rækta hrossakastaníu, perutré og
ask í Viðey, sem eru báðar viðkvæm-
ar tegundir hér og því nánast dauða-
dæmdar frá upphafi. Auk þess sem
það komu nokkrir kaldir vetur í röð
eftir að hann setti trén niður og er talið
að það hafi gengið endanlega af þeim
dauðum.
Skúli náði betri árangri með
rifs og stikkilsber sem eru hvort
tveggja tegundir sem við plöntuðum
sem framtíðar skjólgjafa fyrir
matjurtabeðin.“
Skúli var atorkumaður
Einar segir að þrátt fyrir að ekki sé
vitað hversu stór matjurtagarður
Skúla Magnússonar í Viðey
hafi verið sé alveg ljóst að um
mikið framtak var að ræða með
þess tíma verkfærum. „Skúli
var greinilega atorkumaður og
frumkvöðull í matjurtaræktun
á Íslandi og vonandi mun
garðurinn í Viðey vekja athygli
á starfi hans,“ segir Einar Örn
Jónsson skrúðgarðyrkjumaður
að lokum.
Beltone ™
Enn snjallari
heyrnartæki
HEYRNARSTÖ‹IN
Be
lto
ne
T
ru
st
g
en
gu
r m
eð
iP
ho
ne
X
o
g
el
dr
i g
er
ðu
m
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
fi.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Verkið á lokametrunum. Mynd / Einar Örn Jónsson Matjurtagarðurinn sem kenndur er við Skúla Magnússon, landfógeta
í Viðey. Mynd / Einar Örn Jónsson
Fyrstu ræktunarreitirnir.
Mynd / Einar Örn Jónsson
Örnefnið Tóbakslaut ber bjartsýni
land fógetans gott vitni og talið er að