Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efndu nýlega til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi. Lón á svörtum sandi Hugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi) eftir Martein Möller og Reynar Ottósson fékk fyrstu verðlaun í samkeppninni og þar með 1,5 milljón króna í verðlaunafé. Verðlaunahugmyndin snýst um að byggja upp ferðamannalón með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Í umsögn dómnefndar segir: „Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsueflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk. Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvoru tveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun.“ Grunnskólanemar á Hellu verðlaunaðir Grunnskólanemar á Hellu í 9. bekk fengu sérstök verðlaun en nemendurnir lögðu til að brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu á jarðhitasvæðum verði nýtt til að framleiða brennistein. Um leið myndi magn brennisteinsvetnis í andrúmslofti minnka. Aukaverðlaun til þriggja verkefna Dómnefnd ákvað að veita þremur tillögum aukaverðlaun og fékk hver þeir 500.000 krónur. Tillögurnar eru þessar. Jarðorkueldavélar Sú tillaga kemur frá Ólafi Inga Reynissyni, matreiðslumeistara hjá Kjöt og Kúnst í Hveragerði. Í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé áhugavert innlegg í nýtingu jarðvarma þar sem hveraorka er nýtt í margs konar matargerð. „Um er að ræða frumlega, raunhæfa og óhefðbundna aðferð við að framleiða og elda matvæli. Tillagan gefur ferðamanninum innsýn í fjölbreytta notkunarmöguleika jarðvarma með sérstöðu íslenskrar náttúru er í aðalhlutverki“, segir dómnefndin. Lág gróðurhús og ræktun nýrra tegunda Hafsteinn Helgason, sem býr í Laugarási í Biskupstungum og starfar hjá Eflu verkfræðistofu, kom með hugmynd um lág gróðurhús og ræktun nýrra tegunda. Tillagan felur í sér nýbreytni í ræktun afurða þar sem sérhæfð gróðurhús nýrrar gerðar nýta lághita jarðvarma. „Um er að ræða sveigjanlega og heild- stæða tillögu sem getur dregið úr innflutningi matvæla og býður upp á vinnslu sérhæfðra afurða. Gera má ráð fyrir aukinni fjölbreytni í atvinnulífi og jákvæðum samfé- lagslegum áhrifum“, segir í umsögn dómnefndar. Hampræktun á Íslandi Þessi hugmynd kom frá Hinriki Jóhannessyni en hún gerir ráð fyrir nýstárlegri nýtingu gróðurhúsa til ræktunar á hampi með fjölbreytta notkunarmöguleika á áframvinnslu s.s. í matvæli, eldsneyti og ýmsan iðnað. „Tillagan er heildstæð, býður upp á þverfaglega starfsemi og möguleika á fjölbreyttari atvinnustarfsemi með samfélagslegum ávinningi“, segir í umsögn dómnefndar. /MHH 5700 4. júní - Selfoss kl. 08-18 5. júní - Borganes Kl 10-12-Búðardal kl.14-16 Brjánslæki kl. 19-21 6. júní - Þingeyri kl. 10-12 Hólmavík kl. 16:30-18:30 7. juní - Hvammstangi kl. 10-12 Blöndós kl. 13:30-15:30 Sauðarkrókur kl. 20-22 8. júní - Akureyri kl. 08-17 11. júní - Húsavík kl. 09-11, Ásbyrgi kl 12:30-14:30, Þórshöfn kl. 16-18 12. júní - Vopnafjörð kl. 08-11, Egilsstaðir kl. 13 - 18 13. júní - Egilsstöðum kl. 08-16. Breiðdalsvík kl. 19-21 14. júní - Höfn í Hornafirði kl. 10-12, Freysnes kl. 14-15 Kirkjubæjarklaustri kl. 16:00-17:30 Vík í Mýrdal kl. 19-20:30 15. júní - Selfoss kl. 09-12 Sýningarferð um landið til að kynna þessa einstöku dráttarvél Dagskrá sýningarferðarinnar er eftirfarandi: MAGNAÐUR 8.385.000 Okkur er mikil ánægja að því að kynna glænýja Massey Ferguson 5711 Dyna 4 dráttarvél sem er einstök í sinni röð. 110 hestafla 4 strokka mótor. Dyna 4 skipting með sjálfskiptingu Fjaðrandi og rúmgott ökumannshús. 100 lítra vökvadæla Skotkrókur Einstök lipurð og léttbyggð vél. Breið og góð dekk – lítil þjöppun Öflugt ámoksturstæki og skófla Allt þetta á tilboðsverði í júní án v sk . MASSI Austur vegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is Flottar hugmyndir verðlaunaðar um nýtingu varmaorku á Suðurlandi: „Black Beach Lagoon“ í Þorlákshöfn valin besta hugmyndin Úrslitin voru kunngerð nýlega í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála, afhenti verðlaunin. Hér er hún ásamt Marteini Möller og Reynari Ottóssyni, sem fengu fyrstu verðlaun í samkeppninni. Þeir fengu 1.500.000 krónur í verðlaun og fá auk þess margháttaða aðstoð við að þróa tillöguna. Myndir / MHH Ólafur Ingi Reynisson, matreiðslu- meistari hjá Kjöt og Kúnst í Hveragerði, er hér með ráðherra en hann fékk verðlaun fyrir sína hugmynd um Jarðorkueldavélar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.