Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Orkustykkið Brewbar hlaut fyrstu verðlaun í vöruþróunarsamkeppn- inni Ecotrophelia sem haldin er árlega. Uppistaðan í Brewbar er hrat sem fellur til við bjórgerð. Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra afhenti frumkvöðlunum sem standa að baki Brewbar verðlaunin við upphaf ráðstefnunnar „Ábyrg matvælaframleiðsla“ sem haldin var í Hörpu á dögunum. Ecotrophelia Ísland er vöruþróunarsamkeppni meðal nemenda í íslenskum háskólum. Markmið keppninnar er að stuðla að þróun nýrra, umhverfisvænna matvara fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað, ásamt því að auka umhverfisvitund og þjálfa frumkvöðlahugsun nemenda. Að keppninni standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og Samtök iðnaðarins í samstarfi við íslenska háskóla. Sérfræðiaðstoð og aðgöngumiði í Evrópukeppni Í tilkynningu frá Samtökum iðnað- arins segir að með þátttöku í keppn- inni öðlist nemendur þekkingu og reynslu af heildarferli vöruþróunar en auk þess fá sigurvegararnir viður- kenningarskjöl fyrir þátttökuna, vegleg peningaverðlaun og verð- launagrip frá aðstandendum keppn- innar. Vinningshafinn fær jafnframt ávísun á sérfræðiaðstoð og ráðgjöf frá bæði Nýsköpunarmiðstöð og Matís og síðast en ekki síst þátt- tökurétt í Ecotrophelia Europe sem er sambærileg keppni við sigurlið frá öðrum Evrópuríkjum. Evrópukeppnin verður haldin í París í október. Sigurvegarar fyrri ára hafa tekið þátt í Evrópukeppninni og jafnan staðið sig með prýði en Ísland hefur tekið þátt frá árinu 2011. Útlitsgallað blómkál og mjólkurdropar á föstu formi Þrjú lið tóku þátt í keppninni í ár og voru verkefnin öll ólík og frumleg. „Bítsa og Basta er pítsubotn og pestó hvoru tveggja búin til úr útlitsgölluðu blómkáli, höfundar eru Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, Ólafur Pálsson, Stefán Örn Snæbjörnsson og Þóra Kristín Sigurðardóttir. Brewbar er orkustykki þar sem uppistaðan í hráefninu er hrat úr bjórgerð, að því verkefni standa Ainhoa Arriero Castaño, Björn Kr. Bragason og Dovydas Raila. Mjólkurdropinn eru smáskammtar af mjólk á föstu formi til að forðast plastumbúðir, ætlaðir út í heita drykki. Höfundar eru Dagbjört Inga Grétarsdóttir og Magnús Snær Árnason. Fjölskipuð dómnefnd Dómnefnd skipuðu Ragnheiður Héðinsdóttir og Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins, Grímur Ólafsson, matvælafræðingur og sérfræðingur hjá Matvælastofnun, Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Lilja Rut Traustadóttir, gæða- og mannauðsstjóri hjá Gæðabakstri,“ segir í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. /TB Vöruþróunarsamkeppnin Ecotrophelia stuðlar að nýsköpun í matvælaframleiðslu: Orkustykki úr bjórhrati frumlegasta nýjungin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra afhenti Birni Kr. Bragasyni, fulltrúa Brewbar-hópsins, Ecotrophelia-verðlaunin. Dagbjört Inga Grétarsdóttir (Mjólkurdropinn), Ingibjörg Ásbjörnsdóttir (Bítsa og Basta), Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Björn Kr. Bragason (BrewBar) og Ragnheiður Héðinsdóttir hjá SI. Myndir / TB Matvælalandið Ísland hélt ráðstefnu um matvæli og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Ábyrg matvælaframleiðsla margborgar sig Matvælalandið Ísland hélt ráðstefnu í Hörpu í síðustu viku þar sem umfjöllunarefnið var ábyrg matvælaframleiðsla. Fjöldi fyrirlesara kom fram og sagðar voru reynslusögur úr atvinnulífinu. Einn frummælenda var Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem hélt erindi um samkeppnisforskot fyrirtækja sem byggja starfsemi sína á grunni ábyrgðar og upplýsingagjafar. Hann sagði að ábyrg framleiðsla fælist í stuttu máli í því að vanda allt sem gert er og sagt – og standa við það. Sveinn sagði að íslensk fyrirtæki stæðu sig að mörgu leyti ágætlega þegar kemur að ábyrgum framleiðsluháttum en verkefnin væru þó næg og þróunin ekki alltaf jákvæð. Til dæmis nefndi hann að Ísland væri með fjórðu hæstu losun gróðurhúsalofttegunda á íbúa af öllum þjóðum og hér hefði orðið 23% aukning á úrgangi á milli áranna 2015 og 2016. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefði aukist um 26% frá 1990 til 2014 en þó hefði náðst góður árangur í sjávarútvegi þar sem losun gróðurhúsalofttegunda hefði dregist mikið saman á síðustu árum, m.a. vegna minni olíunotkunar á sjó. Aukning frá stóriðju væri hins vegar áhyggjuefni. Til þess að ná árangri í fyrirtækjarekstri á sviði matvæla sagði Sveinn það lykilatriði að ástunda ábyrga hráefnisöflun og framleiðslu. Mikla áherslu ætti að leggja á uppruna og koma í veg fyrir matarsvik sem eru því miður algeng vandamál víða um heim. Virða ætti reglur um merkingar, upplýsa um uppruna og miðla upplýsingum um umhverfisáhrif. Í máli Sveins kom fram að yfir 2000 fræðigreinar hefðu verið birtar um tengsl ábyrgra fjárfestinga og arðsemi. 48–62% niðurstaðna sýndu að jákvæð tengsl séu á milli ábyrgra fjárfestinga og fjárhagslegrar arðsemi. Einungis 8% fræðigreina segja neikvæð tengsl fyrir hendi. Það væri því engin spurning að heiðarleiki og ábyrg framleiðsla borgaði sig. Verum gagnrýnin Sveinn velti því upp í erindi sínu hvað neytendur geti gert til þess að ástunda ábyrga neyslu. Hann hvatti fólk til að vera gagnrýnið og spyrja: „Er verð vöru of gott til að vera satt? Er varan rétt merkt?“ og síðan en ekki síst: „Þarf ég á þessu að halda?“ Neytendur geti gert mikið betur í því að lágmarka sóun, t.d. með því að flokka úrgang og vanda valið á þeim matvörum sem við kaupum dags daglega. Erindi af ráðstefnunni verða aðgengileg á næstu dögum á vefnum bondi.is. /TB www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 Mikið úrval aukahluta á Avant vélar Sjá nánar á íslensku Avant síðunni: www.avanttecno.com/www/is Eigum til Avant sláttuvélar 120 cm með og án safnkassa 150 cm án safnkassa Greiðusláttuvél AVANT SLÁTTUVÉLAR Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. Rebekka Hilmarsdóttir, lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytinu, Sunna G. Marteinsdóttir og Bjarni R. Brynjólfsson, starfsmenn MS. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Bryndís Skúladóttir hjá SI og Stefán Magnússon hjá Coca Cola European Partners á Íslandi. Myndir / TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.