Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 fólk sér fyrir sér að landbúnaðurinn þróist. Við erum þá fyrst að hugsa til þess að bændurnir sem eru starf- andi úti á mörkinni mæti til þessara viðræðna auk þess að virkja hug- myndirnar frá fólkinu sem mætir í viðtölin og þess sem kemur fram á þessum fundum.“ Ekki bylting á landbúnaðarkerfinu en öflug þróun – Sjá menn fyrir sér einhverjar byltingar á landbúnaðarkerfinu? „Nei, ekki byltingar, en mjög öfluga þróun. Það eru í gildi samningar við bændur og fyrsta endurskoðun á þeim er 2019 og aftur 2023. Hugmyndafræðin við vinnu samráðshópsins er sprottin upp úr gagnrýni Alþingis á samningana sem gerðir voru 2016 um að of lítil vinna hafi farið í samfélagslegt sam- tal um gildi landbúnaðarins. Við því er verið að bregðast og mæta til leiks með víðtækt samráð við sem flesta í þessu landi sem vilja láta sig framtíð landbúnaðar varða. Þannig að við getum haldið áfram að þróa hann, látið hann verða sterkari og sætt um leið fleiri en færri sjónarmið. Fengið þá sameiginlegan skilning á landbúnaðinum og sýn hvernig fólk vilji að hann þróist. Á þeim grunni getum við lagt fram tillögur hvernig hægt verði að vinna að því.“ Skortur á uppbyggilegri umræðu um landbúnaðinn á Alþingi – Finnst þér skorta á skilning á Alþingi um stöðu eða mikilvægi landbúnaðar fyrir samfélagið? „Nei, ég vil ekki segja það. Mér finnst samt skorta á að stjórnmálaflokkar og stjórn- málamenn í heild láti sig varða og taki þátt í uppbyggilegri umræðu um landbúnaðinn. Það er mikið af tilboðum og fullyrðingum um að þetta sé svona eða hinsegin án þess að fólk taki um þetta djúpt samtal. Ég lít þar til þess að við vorum í svona vinnu 2005 og 2006 sem ekki var lokið við, sem var mikil synd. Í Svíþjóð var í raun sama umræða uppi 2008 til 2011 og leidd af sænskum bændum. Það skilaði því að til varð greining sem hét fjórar myndir fyrir sænskan landbúnað til ársins 2050 sem stjórnmálaflokkar í Svíþjóð skrifuðu upp á og vildu láta rætast. Menn tóku ábyrgð á umræðum um landbúnað og sýndu skilning á hagsmunum þeirra sem hann stunda.“ Landbúnaðurinn þarf fyrst og fremst stöðugleika – Er það ekki þannig að einhverjir vilji hætta stuðningi við landbúnað og láta markaðskerfið alfarið sjá um þróunina? „Nei, allir flokkar sem eru á Alþingi í dag vilja landbúnaðin- um hið besta. Þeir vilja að land- búnaðurinn sé sterkur og tala fyrir slíku en vilja fara ólíkar leiðir til þess. Um það snýst þetta sem hér er verið að gera. Getum við komið okkur saman um leiðir til að láta það rætast sem allir eru sammála um að þurfi?Að íslenskur landbún- aður sé mjög merkilegur og starf bændanna eitt mikilvægasta starfið sem unnið er í samfélaginu. Við verðum því að gæta að hagsmunum bændanna og landbúnaðarins og að við séum ekki með einhverjum skyndiráðstöfunum að ógna þeirri stöðu. Landbúnaðurinn þarf fyrst og fremst stöðugleika og framtíðar- sýn.“ Það er þjóðin sem á að láta þetta sig varða – Áttu þá von á að ef áformin með þessari vinnu samráðshópsins gengur upp að það skapist meiri friður um landbúnaðinn á Íslandi? „Ég er alveg sannfærður um það að afgreiðsla þingsins 2016 þar sem sagt var að það ætti að skipa samráðshóp um búvörusamninga og þetta breiða samtal. Því miður var búið að taka það breiða samtal niður í samtal um hagsmuni hópa sem hafði aðra hagsmuni en land- búnaðurinn. Nú förum við allt aðra leið og förum beint til almennings. Við segjum einfaldlega; það er þjóðin sem á að láta þetta sig varða, ekki einstakir hagsmunahópar. Ég er algjörlega sannfærður um það í þessari vinnu sem við erum í núna á sviðsmyndafundum og í samráðshópnum, að við munum mæta margfalt sterkari til leiks og með miklu breiðara samtal um landbúnaðinn en áður. Þannig búum við til meiri frið og sátt um íslenskan landbúnað.“ Lely Welger Tornado rúllusamstæðan 2 ára verksmiðjuábyrgð RPC 245 Tornado er sterk og afkastamikil rúllusamstæða sem byggir á áratuga reynslu Welger í smiði rúlluvéla. 25 hnífar. Sópvinda 2,25 metrar brautarlaus. Yfirstærð af dekkjum 710/40R-22,5. Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar Krókhálsi 5F • 110 Reykjavík • Sími: 414-0000 • Baldursnes 2 • 603 Akureyri • Sími: 464-8600 Lely center Ísland farming innovators Sævar Kristinsson verkefnisstjóri KPMG, ræðir verkefnin sem hann lagði fyrir fundarmenn. Þarna skorti ekki áhugann á að leggja eitthvað af mörkum. Hér er verið að ræða hugtakið samkeppnishæfni landbúnaðarins. Íslenskum landbúnaði. G etum við komið okkur saman um leiðir til að láta það rætast sem allir Að íslenskur landbúnaður sé mjög merkilegur og starf bændanna eitt unnið er í samfélaginu. Við verðum því að gæta að hagsmunum bændanna og landbúnaðarins og að við séum ekki með einhverjum skyndiráðstöfunum að ógna þeirri stöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.