Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands verður sýning um þátt kvenna í landbúnaði síðustu 100 árin sett upp í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Sýningin er samstarfsverkefni Landbúnaðarsafns Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Kvenfélagsins 19. júní sem einnig á afmæli í ár en þetta fjölmennasta kvenfélag Borgarfjarðar fyllir nú 80 árin. Sýningin hefur hlotið styrki úr Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Opnunardagur sýningarinnar verður á Hvanneyrarhátíð þann 7. júlí næstkomandi og mun sýningin standa út sumarið. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á mikilvægan og fjölbreyttan þátt kvenna í landbúnaði en sá þáttur hefur oft farið dult í umræðunni um íslenskan landbúnað í gegnum árin. Á sýningunni verða myndir og frásagnir sem gera störfum og stöðu kvenna skil yfir þetta tímabil og er stefna vinnuhópsins sem stendur að sýningunni að leggja áherslu á borgfirskar sögur þó aðrar séu að sjálfsögðu velkomnar líka. Því leitar vinnuhópurinn nú til Borgfirðinga og brottfluttra: Hefur þú áhugaverða og landbúnaðartengda sögu að segja af þér, mömmu, ömmu, frænku eða vinkonu frá árunum 1918–2018? Átt þú mynd(ir) af konum úr fjölskyldunni eða vinahópnum frá þessum tíma sem tengjast umfjöllunarefni sýningarinnar? Ef svo er þá tekur vinnuhópurinn fegins hendi við hvers lags upplýsingum, gögnum og ábendingum. Hægt er að hafa samband við Ragnhildi Helgu, safnstjóra Landbúnaðarsafnsins, á netfangið ragnhildurhj@lbhi. is, við Álfheiði Sverris, fulltrúa Landbúnaðarháskóla Íslands í vinnuhópnum, á netfangið alfheidursverris@lbhi.is eða við Önnu Heiðu Baldursdóttur, sýningarstjóra, á netfangið ahb9@hi.is. FRÉTTIR Norðlenska hefur tvívegis uppfært verðskrá vegna sauðfjár sem slátrað var haustið 2017, fyrst um 3% í febrúar síðastliðnum og í lok maí um 2,3%, en afkoma sölu sauðfjárafurða á tímabilinu gaf tilefni til uppfærslu verðsins. Sauðfjárbændur hafa því fengið ríflega 5% uppbót á það verð sem kynnt var á liðnu hausti. Næsta endurskoðun á verðskrá er fyrirhuguð í ágúst og er vegna sölu á öðrum ársfjórðungi. „Við höfum haft þá stefnu síðan í haust að verði gerðar breytingar á þeirri verðskrá sauðfjárinnleggs sem kynnt var fyrir sláturtíðina 2017 þá munu þær breytingar byggjast á aðstæðum sem hafa raungerst – þ.e. við munum ekki gera breytingar á verðskránni vegna væntinga um að aðstæður verði betri heldur en óttast er, heldur vegna þess að aðstæður hafa í raun verið betri en það sem óttast var,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Uppfært verð fyrir það innlegg sem þegar er selt Hann segir að þegar ákvörðun var tekin um verðskrá fyrir sauðfjárinnlegg síðasta haust hafi legið fyrir að ef afurðasala yrði betri en menn þá óttuðust yrði verðskrá endurskoðuð í því ljósi. „Það hefur líka legið fyrir að vegna þeirrar óvissu sem fylgir miklu birgðahaldi á sauðfjárafurðum er það vilji fyrirtækisins að uppfæra verðskrá einungis fyrir þann hluta innleggs sem hefur verið seldur á hverjum tíma,“ segir Ágúst Torfi. Endurskoðað aftur síðsumars og í haust Norðlenska greiddi sauðfjárbændum leiðréttingu á verð í febrúar, sem nam 3% ofan á allt innlegg haustsins 2017. Við endurskoðun á verðskrá í liðnum mánuði var svigrúm til hækkunar upp á 2,3% vegna sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Næsta endurskoðun verður að áliðnu sumri og fjórða og síðasta endurskoðun verðskrár verður í haust, október nóvember eða þegar allt kjöt ársins 2017 hefur verið selt. /MÞÞ Norðlenska hefur greitt sauðfjárbændum ríflega 5% uppbót fyrir sauðfjárafurðir Þýskir kúabændur sem staddir voru hér á landi fyrir skömmu segjast öfunda íslenska mjólkurframleiðendur af kvótakerfinu. Að þeirra sögn hefur hagur mjólkurframleiðenda innan Evrópusambandsins versnað síðan mjólkurframleiðsla þar var gefin frjáls. Fyrir skömmu voru kúabændurnir Hermann og Sigrid Dempfle frá Rott í Bæjaralandi, rétt sunnan við München í Þýskalandi, stödd hér á landi. Hermann og Sigrid eru með 160 mjólkandi kýr og leggja stund á lífræna mjólkurframleiðslu. Hermann er auk þess í stjórn Bændasamtaka Bæjaralands og í stjórn stjórnmálaflokks sem berst fyrir sjálfstæði Bæjaralands. Bændablaðið tók Hermann og Sigrid tali og forvitnaðist um stöðu mjólkur- og lífrænnar mjólkurframleiðslu og landbúnaðar í heild í Þýskalandi og löndum Evrópusambandsins. Verð til framleiðenda hefur staðið í stað frá 1991 Hermann segir að verð til framleiðenda landbúnaðarvara hafi nánast staðið í stað í Evrópusambandinu frá 1991 en á sama tíma hafi allt annað og ekki síst aðföng til matvælaframleiðslu hækkað mikið. „Árið 1991 var bændum lofað að stefnt yrði að því að halda verði á landbúnaðarvörum stöðugu. Það loforð hefur haldið hvað varðar afurðaverð til bænda en allt annað hefur hækkað gríðarlega. Samkeppni milli afurðastöðva í Evrópusambandinu felst aðallega í að geta selt afurðirnar til verslana og úr landi á eins lágu verði og hægt er og það bitnar á bændum. Evrópusambandið selur meðal annars mikið af landbúnaðarafurðum til Afríku á verði sem þarlendir bændur geta ekki keppt við og grefur þannig undan matvælaframleiðslu þar. Það sama á eftir að gerast á Íslandi verði innflutningur á landbúnaðarvörum óheftur. Íslendingar fá hugsanlega matinn aðeins ódýrari en það eru bændur í Evrópusambandinu sem munu bera kostnaðinn og milliliðirnir sem munu græða.“ Hermann og Sigrid segja að framleiðsla á mjólk hafi verið kvótabundinn í löndum Evrópusambandsins til ársins 2015 þegar hún var endanlega gefin frjáls. „Ástandið hefur versnað að okkar mati síðan þá og í dag eru það stóru mjólkurbúin og verslanirnar sem ráða verðinu og bændur hafa ekkert um það að segja og hvað þá neytendur.“ Því hefur verið fleygt fram að staða bænda í Evrópu hafi versnað talsvert eftir að Rússar settu viðskiptabann á landbúnaðarvörur frá löndum Evrópusambandsins. Hermann segir að hann hafi ekki fundið fyrir afleiðingum bannsins að neinu ráði. „Í dag er framleiðsla seld áfram til Rússlands í gegnum Sviss og Tyrkland.“ Aukin framleiðsla stendur undir auknum kostnaði „Ástæðan fyrir því að bændur standa enn í lappirnar er sú að framleiðslan hefur aukist og bændur hafa hagrætt í rekstrinum eins og hægt er. Auk þess sem þeir fá framleiðslustyrki, einn frá Evrópusambandinu og annan frá þýska ríkinu, og landbótagreiðslur sem eru ákveðin upphæð á hektara. Þrátt fyrir það er nú svo komið að afurðaverð til bænda með styrkjum dugar vart lengur fyrir framleiðslukostnaði.“ Hermann segir að dæmi séu um að afurðastöðvar hafi lokkað bændur til að fara út í fjárfestingar til að auka framleiðsluna með því að bjóða þeim hærri greiðslur. Síðan hafa þeir lækkað greiðslurnar aftur eftir að bændurnir voru búnir að auka framleiðsluna og sátu uppi með aukinn kostnað. Hærri greiðslur fyrir lífræna mjólk Á mælikvarða lífrænnar mjólkur- framleiðslu í Evrópu er bú Hermanns og Sigrid fremur stórt. „Framleiðendur lífrænnar mjólkur í Þýskalandi fá ríflega helmingi meira fyrir mjólkina en aðrir mjólkurframleiðendur og það er ástæðan fyrir því að reksturinn gengur hjá okkur,“ segir Sigrid. Sterk staða lífrænnar framleiðslu „Markaðsleg staða lífræns land- búnaðar í Bæjaralandi er sterk og markaðurinn stöðugur þrátt fyrir að vera einungis 4% af heildarmarkaðinum í Þýskalandi. Lagaleg staða lífrænnar fram- leiðslu í Þýskalandi er skýr og í raun skýrari en þegar kemur að annarri mjólkurframleiðslu,“ segir Hermann. „Lágmarksreglur um hvað flokkast sem lífræn framleiðsla koma frá höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Brussel en þar að auki getur hvert og eitt land innan Evrópusambandsins aukið við reglurnar og þær eru talsvert strangari í Þýskalandi en reglurnar frá Brussel gera ráð fyrir.“ /VH Þýskir kúabændur óánægðir með afnám mjólkurkvóta í CAP landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins 2015: Verð til bænda hefur staðið í stað frá 1991 – segja kúabændurnir Hermann og Sigrid Dempfle frá Rott í Bæjaralandi og vara við óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum Ný verðskrá samkvæmt EUROP mati hefur verið birt á vef Norðlenska. Um er að ræða verulega breytingu á uppbyggingu verðskrár frá því sem var enda hefur fjöldi matsflokka aukist mjög. Sú verðskrá sem nú fellur úr gildi var gefin út seint í apríl í fyrra. Harðnandi samkeppni við innflutt kjöt Frá því að síðasta verðskrá var sett fram hafa ýmsar breytingar orðið á markaði fyrir nautakjöt en samkeppni hefur harðnað umtalsvert á þessu rúma ári, ekki síst samkeppni við innflutt kjöt. Afleiðingin hefur verið sú að afkoma af sölu og vinnslu nautakjöts hefur verið að falla á tímabilinu og ekki hefur tekist að koma kostnaðarhækkunum út í afurðaverð í þeim mæli sem þyrfti til að geta viðhaldið verði til bænda. Hin nýja verðskrá felur því í sér lækkun á meðalverði til innleggjenda, en vegna hins nýja mats þá er það breytilegt milli bænda, eftir mati innleggs, hveru mikil lækkunin er. /MÞÞ Norðlenska birtir nýja verðskrá fyrir nauta- og nautgripakjöt: Lækkun vegna verri afkomu í sölu og vinnslu nautakjöts Sýningin ,,Konur í landbúnaði í 100 ár“ opnuð á Hvanneyrarhátíð 7. júlí Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.