Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 57
57 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 HANNYRÐAHORNIÐ Krúttlegar stuttbuxur Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs Þyngst Lambakjöt með sósu frá pabba FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fallegar stuttbuxur á börnin fyrir sumarið. Peysu við buxurnar má finna á garnstudio.com. Stærð: (0) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: (40/44) 48/52 - 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104) . Garn : Drops BabyMerino fæst í Handverkskúnst (50) 50-50-50-50 (100) g Prjónar: Sokkaprjónar eða stuttur hringprjónn nr 3 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur í garðaprjóni verði 10 cm á breidd. Sokkaprjónar nr 2,5 fyrir stroff. Heklunál nr 2,5 – fyrir snúru Garðaprjón: - prjónað í hring: *1 umferð slétt og 1 umferð brugð- in*, endurtakið frá *-*. - prjónað fram og til baka: Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir að prjónamerki í hlið, sláið uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið uppá prjóninn, aukið svona út við bæði prjónamerkin (= alls aukið út um 4 lykkjur). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. STUTTBUXUR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Fitjið upp (80) 96-96-112-112 (128) lykkjur á prjóna nr 2,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Prjónið stroff frá miðju að aftan þannig: 1 lykkja slétt, *2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt*, prjónið frá *-* þar til eftir eru 3 lykkjur, endið með 2 lykkjum brugðnum og 1 lykkju slétt. Þegar stroffið mælist (2) 2-2-3-3 (3) cm er prjónuð gataumferð fyrir snúru þannig: prjónið *1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar saman, 1 lykkja slétt*, prjónið frá *-* út umferðina. Prjónið 1 umferð stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar. Prjónið síðan upphækkun í stroff, að aftan þannig: Prjónið (7) 9-9-9-9 (9) lykkjur, snúið, herðið á bandi, prjónið (14) 18-18-18-18 (18) lykkjur til baka, snúið, herðið á bandi, prjónið (20) 24-24-24-26 (26) lykkj- ur, snúið, herðið á bandi, prjónið (26) 30-30-30-34 (34) lykkjur til baka, snúið, herðið á bandi, prjónið (32) 36-36-36-42 (42) lykkjur, snúið, herðið á bandi, prjónið (38) 42-42-42-50 (50) lykkjur til baka. Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið (6) 6-6-6-8 (8) lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (62) 66-66-66-82 (82) lykkjur. Snúið, herðið á bandi, prjónið síðan stroff hringinn aftur yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist (4) 4-5-5-5 (5) cm mælt fyrir miðju að framan er skipt yfir á prjóna nr 3. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um (10) 14-10-22-14 (26) lykkjur jafnt yfir = (70) 82-86- 90-98 (102) lykkjur á prjóninum. Í næstu umferð er sett 1 prjónamerki í hvora hlið á stykki þannig: Prjónið (17) 20-21-22-24 (25) lykkjur garðaprjón – sjá útskýringu að ofan, setjið 1 prjónamerki (= hálft bakstykki), prjónið (35) 41-43-45-49 (51) lykkjur garðaprjón, setjið 1 prjónamerki (= framstykki), prjónið (18) 21-22-23-25 (26) lykkjur garðaprjón (= hálft bakstykki). Stykkið er nú prjónað áfram með garðaprjóni. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin á hvorri hlið á stykki (= aukið út um 4 lykkjur) – lesið ÚTAUKNING. Aukið út með cm millibili alls (6) 7-8-11-11 (14) sinnum, aukið síðan út um 2 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = (96) 112-120-136-144 (160) lykkjur. Þegar stykkið mælist (10) 12-14-16-17 (19) cm, (mælt fyrir miðju að framan) stillið af að síðasta umferð er prjónuð brugðin, prjónið mynstur A.1 yfir allar lykkjur (= alls (12) 14-15-17-18 (20) sinnum á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, er stykkið prjónað til loka með garðaprjóni. Þegar stykkið mælist (15) 17-19-21-22 (24) cm (mælt fyrir miðju að framan), fellið af lykkjur fyrir skálmar þannig: Fellið af fyrstu (41) 49-53-61-63 (71) lykkjurnar, prjónið (14) 14-14-14-18 (18) lykkjur, fellið af síðustu (41) 49-53-61-63 (71) lykkjurnar = (14) 14-14-14-18 (18) lykkjur eftir. Klippið frá. Nú er stykkið prjónað áfram fram og til baka. Prjónið garða- prjón – sjá útskýringu að ofan, í ca (2) 2-2-3-4 (5) cm yfir lykkjur á prjóni. Fellið af. Saumið garðaprjón við affellingarkant á bakstykki, mitt í ystu lykkjubogana. SNÚRA: Heklið snúru þannig: Heklið loftlykkjur með heklunál 2,5 með BabyMerino í ca 50-60 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og festið enda. Þræðið bandið út og inn í gegnum gataumferðina (byrjið og endið við miðju að framan). Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Elísa Sofía er kát stelpa sem finnst gaman að lesa og vera úti, einkum að hjóla, leika sér við litlu systur sína og labba saman úti með fjölskyldunni. Nafn: Elísa Sofía Helgadóttir. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Fiskarnir. Búseta: Svalbarðseyri. Skóli: Valsárskóli. Ég er að klára 1. bekk. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði, íþróttir og að lesa bækur. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Pandabirnir, kettir og hundar. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt með sósu sem pabbi gerir. Uppáhaldshljómsveit: Eiríkur Fjalar. Uppáhaldskvikmynd: Paddington. Fyrsta minning þín? Þegar ég fékk fyrstu dúkkuna mína á tveggja ára afmælinu mínu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég er að læra á píanó og elska að hjóla og klifra í trjám. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Danskona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Lesa afturábak. Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fæ frænda minn í heimsókn sem býr í London og frændfólk frá Sviss. Næst » Elísa Sofía skorar á Hlyn Agnar Óskarson, frænda sinn, að svara næst. Hamrahlíð 17 Hús Blindrafélagsins Sími 552-2002 ÓDÝR Gleraugu með glampa- og rispuvörn Verð 19.900 kr Sérsmíðum samdægurs í styrk +/- 5.0 með cyl. til 2,0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.