Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 07.06.2018, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 7. júní 2018 LÍF&STARF Myndir / HKr. Skólaheimsókn í Miðdal Í Miðdal í Kjós taka ábúendurnir Guðmundur Davíðsson og Svanborg Anna Magnúsdóttir á móti fjölda barna úr leikskólum og grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu á hverju vori. Í fyrri viku voru þar krakkar úr Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem skemmtu sér greinilega vel. Tilgangurinn með slíkum heimsóknum er að kynna krökkunum lífið í sveitinni og leyfa þeim að komast í nána snertingu við dýrin. Hafa nokkrir bændur boðið upp á slíkt í fjölmörg ár og hefur það vakið mikla lukku. Krökkunum úr Mýrarhúsaskóla þótti greinilega mikið til koma, en fyrst tók á móti þeim tíkin á bænum sem virtist óþreytandi að gantast við krakkana. Þegar inn í gripahúsin kom var það kiðlingur, geitur og kindur með nýborin lömb sem fönguðu athyglina og afar sætir kettlingar. Þar innaf var fjósið og vöktu kýrnar, kálfar og ekki síður einn hestur sem þar var í stíu mikla athygli. Kepptust börnin við að reyta hey í kýrnar sem virtust hæstánægðar með heimsókn barnanna. Ekki spillti fyrir að þetta var einn af sárafáum sólardögum sem komið hafa á suðvesturhorni landsins í maí. /HKr. Mikil blessun fylgir því jafnan þegar kosningar eru afstaðnar. Þó verða stundum eftirmál illvíg og gremja í geði. Um mann sem ólmur vildi komast í hreppsnefnd orti Halldór H. Snæhólm: Enginn þokki eða trú að þér lokkar hylli. Þriggja flokka þú ert hjú, þeirra brokkar milli. Á uppgangstíma ungra nasista í Reykjavík urðu róstur all tíð. Jakob Thorarensen orti: Dýran bið ég Drottinn þess -dugi enn hans kraftur: Göring, Hitler, Göbbels, Hess, geri að skítnum aftur. Á árinu 1937 geisaði kosningahríð milli Hannesar á Hvammstanga og Skúla Guðmundssonar. Um þau róstur kvað Sveinn Hannesson frá Elivogum: Alltaf flykkjast fleiri menn Framsóknar á prikið. En hundrað vantar Hannes enn. Helvíti er það mikið. Sveinn orti einnig þegar Bjarni Frímannsson á Efri-Mýrum féll í kosningum fyrir Árna á Geitaskarði: Völdum háum heldur enn hélugrái karlinn. Skelli fá oft montnir menn, Mýrarpáfi er fallinn. María Maack lenti í hörðum deilum við Ágúst á Hofi á landsfundi flokks þeirra. Jón á Akri orti af því tilefni: María í meydómi, mjúk er í sínu lofi, en hún hefur ofnæmi fyrir Ágústi á Hofi. Maður nokkur gerðist flaumósa mjög á framboðsfundi. Fáir hlýddu orðræðu hans utan einn sem opinmynntur mændi upp á frambjóðandann. Freysteinn Gunnarsson orti: Situr einn og segir frá, sveitast við að ljúga. Annar hlustar hrifinn á, hamast við að trúa. Um pólitíkina almennt orti Bjarni frá Gröf: Póitíkin alveg óð er á milli vina. Það er eins og önnur þjóð eigi stríð við hina. Löngu fyrir tíma kjararáðs fjölluðu alþingismenn sjálfir um kaup sitt og kjör. Brá svo við einhverju sinni, að full samstaða náðist í þingsal um launahækkun. Þá kvað Jón Benediktsson frá Breiðabóli: Þingmannanna þroski vex, það er svei mér gaman. Um eigin laun varð ekkert pex, allir stóðu saman. Karl Jónsson kvað þessa vísu á pólitískum átakafundi þar sem tókust á Árni Jóhannsson, sýsluskrifari á Seyðisfirði, og Skafti, ritstjóri Austra: Veslaðist upp í vorkuldum Valtýskan á Fossvöllum, eftir því sem af‘henni dró Árni grét en Skafti hló. Lokavísan verður varla talin pólitísk. Vísan er eftir ónefndan bankamann, (hér þarf að gæta bankaleyndar) en viðskiptavinur bankans hafði fengið ótrúlegan bunka ýmissa blaða til undirritunar í tengslum við sitt peningavafstur. Viðskiptamaðurinn hafði orð á þessu við bankamanninn hvurju gegndi slíkur bunki blaða. Bankamaðurinn orti þá þessa frábæru vísu og sendi Bændablaðinu: Alls kyns gögnum á mann hlaðið, allt um bankann nú ég veit. Hann er þykkri en Bændablaðið bunkinn sem að tölvan skeit. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.